Nýtt kirkjublað - 01.02.1912, Blaðsíða 3

Nýtt kirkjublað - 01.02.1912, Blaðsíða 3
NÝTT KmKJUBLAÐ 27 Hve óumræðilega átakanlegt þaS er, að sjá þann gráta, sem vér elskum. Tárin eru mælskari en nokkur orð. Þau sýna oss oft betur inn í hugskot manna, en nokkur orðræða. Þegar þau birtast verður orðfall. Átakanleg er hún þessi fáorða frásögn um, að Jesús hafi grátið. Sjaldan verður þess vart í guðspjöllunum og sjaldan hefir það sjálfsagt komið fyrir. Hér er það sagt berum orð- um. Hann var oss mönnum einnig líkur í þessu, að hann fekk einstöku sinnum eigi tára bundist. Þau hrundu honum af augum, er eitthvað gekk honum mikið til hjarta. Jesús grætur! Fólksfjöldinn kring um hann hávær og ræður sér eigi fyrir gleði og fagnaðarlátum. Hann einn græt- ur. Sársaukiun stendur eins og sverð gegn um sálu hans. Hví grét hann? Hann einn sá fyrir örlög þjóðar sinnar. Hann hafði varað við, — sýnt henni þvergnípisbrúnina, sem hún var nærri komin fram á, og beint inn á aðrar brautir. En enginn vildi skilja. Vinir hans naumast heldur. Hann var einn — aleinn í þessum mikla mannhópi, misskilinn bæði af vinum og óvin- um, og píslir og dauði framundan. Því um leið og hann sá fyrir örlög þjóðar sinnar, sá hann líka fyrir eigin örlög sín. Hann vissi, að misskilnings- reyknum mundi þyrlað upp í kring um hann, uns óvinum hans tækist að fá hann líflátinn. Slík höfðu örlög spámann- anna oft orðið á undan honutn. Eitt stærsta harmsefnið í heiminum á öllum tímum er misskilningurinn mikli, er tætir sundur mannfélögin, slítur jaínvel þá sundur, er tengdir hafa verið traustum vináttu- böndum og snúið hefir æfisögu mannvinanna mestu, er lifað hafa hér á þessari jörð, upp í átakanlega harmssögu. Og þó er haldið áfram að blása honum upp, gera bálið sem mest, reyk- inn svo biksvartan, að enginn sér lengur handa sinna skil. Ó, sú ömurlega vættur, hve hún fær að drepa niður fögnuði lífsins fyrir oss öllum! Enginn mannanna hefir að líkindum fundið til eins sárt og hann. Eftir því sem maðurinn er betri og meira í hann spunnið er hann vanalega viðkvæmari. Margir hafa átt um sárt að binda. Margur hefir átt við þung kjör að búa og mátt mikið taka út bæði á líkama og sál. Samt þykjumst

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.