Nýtt kirkjublað - 01.08.1916, Blaðsíða 2
170_______NÝTT KIRJUKBLAÐ
arnir eiga skilið að álítast óskeikulir í hversdagslegum lilut-
um, eitir skoðun hans. „Bókstafs-innblæstri ritningarinnar
heíir Lúter aldrei haldið fram á nokkuru skeiði æfi sinnar,
nema ef vera skyldi meðan hann enn var katólskur“. Miklu
fremur skoðar hann biblíuna og dæmir um hana sumpart
frá sögulegu sjónarmiði, þó vitaskuld væri hann þar skamt
á leið kominn, sumpart frá sjónarmiði trúarinnar; það var
honum aðal-atriðið, og þar var hann meistarinn.
Biblían frá sögulegu sjónarmiði.
Lúter áleit það litlu máli skifta, hvort fimmbókaritið er
eftir Móse eða ekki. „Hvað gerði það til ? Þó Móse hafi
ekki samið það, er það samt. Mósebók“. — „Mér er svo mein-
illa við (2. Makkabeaj-bókina og Esterarbók, að ég vildi að
ekki væri til; því þær eru of gyðinglegar, og hafa mikið af
heiðnum ósóma“. Konungabækur tók hann langt fram yfir
Kronikubækur og taldi þær standa 100,000 fetum framar og
þess vegna ábyggilegri. ILann álitur, að Móse bafi leitt lög
og siðvenjur nágrannaþjóðanna inn hjá lýð sínum. Hin tíu
boðorð segir Lúter að Móse hafi getað tekið frá feðrunum,
og muni hafa tileinkað sér margt frá nágrannaþjóðunum.
„Hver efast um, að lögmálið og fleira hafi verið tekið eftir
venju fyrri tíma og eríikenningu feðranna?“. Minnir það
eigi lítið á biblíurannsókn vora, sem fundið hefir lög Hammu-
rabi konungs og furðulega líkingu með þeim og Móse lögum.
Lúter heldur þvi fram, að ræður spámannanna standi ekki í
réttri röð og lætur sér til hugar koma, að ritum þeirra Jesaja
Jeremía og Hósea hafi verið um steypt af seinni tíðar mönn-
um. Með tilliti til nýja testamentisins má benda á, að Lúter
skipaði fjórum ritum í eins konar viðbæti, aftan við hið eig-
inlega nýja testamenti, og merkti þau rit engum tölum eins
og hin til að tákna röðina. Það var Hebrea-bréf, Jakobs og
Júdasar-bréf og Öpinberunarbókin. Og í formálanum fyrir
þessum ritum gerði hann grein þess, að hann hefði tekið sér
þetta leyfi. Frá sjónarmiði rétt-trúnaðarins, bæði þess á 17.
öld og þess á vorum dögum, var það býsna mikið gerræði.
En Lúter lét sér það ekki fyrir brjósti brenna. Um postul-
ana segir hann, „að þeir hafi lítið ritað, og ekki allir, held-
ur að eins Pétur, Páll, Jóhannes og Matteus; eftir hina aðra