Nýtt kirkjublað - 01.08.1916, Blaðsíða 6

Nýtt kirkjublað - 01.08.1916, Blaðsíða 6
174 NÝTT KIRKJUBLAÐ kirkjur að auk væru á móti mérw. „Páll vill ekkert annað vita en Krist (Kor. 2,2). Það sem predikar ekki Krist, er ekki postulleg kenning, jaínvel þótt Pétur eða Páll kendu það. Það sem prédikar Krist aftur á móti, væri postulleg kenning, jafnvel þó Júdas, Hannas, Pílatus eða Heródes kendi það“. — Fyrir því svarar Lúter mótstöðumanni sínum svo : „Þú otar fram þrælnu m þ. e. ritningunni, og ekki allri, né heldur heldra hluta hennar. Þenna þræl læt ég þér eftir, og held fram drotni, sem er konungur ritningarinnar“. Og á öðrum stað: „Ef andstæðingar halda ritningunni fram gegn Kristi, höldum vér Kristi fram gegn ritningunni“. Það er Kristur, sem Lúter kemur við; hið annað kærir hann sig ekkert um; það er ekki til hans. „Það er Iíka hinn rétti prófsteinn, til að dæma allar bækur, þegar maður sér, hvort þær prédika Krist eða ekki“. Með öðrum orðum: Það í ritningunni, sem sýnir mér Krist, er guðs orð; hitt er að eins ritning — scriptura — eða umbúðir. í þeirri merkingu tal- ar Lúter um „heilaga ritning og guðs orð“. Hann talar líka um ritninguna sem slíkar umbúðir og þær lélegar. „Því þetta eru þessir reifar, þessi jata, sem Kristur liggur í. Hrör- legir og lélegir eru reifarnir, en fjársjóðurinn, sem í þeim er fólginn, nefnilega Kristur, er mjög dýrmætur“. Á þenna hátt færði Lúter sér í nyt frelsi kristins manns til að velja og hafna. Kristur var honum mælikvarðinn, hann og ekkert annað. „Greinarmunurinn, sem Lúter gerði milli biblíunn- ar og guðs orðs, gaf honum óvenjulegt sjálfstæði og sjálfs- ræði þegar hann var að fara með biblíuna11. „iasliF gfu Jigíf SGm Gkki sáu, og irúðu þóu. Prestar kvarta nú orðið hér á landi yfir trúardeyfð í fólki, og að húslestrar séu að leggjast niður á bæjum, og að fólk sé hætt að sækja kirkjur, svo það sé ekki messufært vegna fámennis, nema á hátíðum og það þó ekki altaf. Hvað veldur? Er það prestunum að kenna, eða söfnuðum, ellegar bæði prestum og söfnuðum?

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.