Nýtt kirkjublað - 01.08.1916, Side 7

Nýtt kirkjublað - 01.08.1916, Side 7
NÝTT KIRK.TUBLAÐ 175 Eg hygg að það muni vera bæði prestum og söfnuðum að kenna. Prestum að því leyti, að þeir, margir hverir, bera ekki nógu mikla virðingu fyrir starfi sínu; koma ekki fram við sötnuð sinn, sem andlegum leiðtoga hæfir í öllu viðmóti, orði og verki. Þeir tala of sjaldan við söfnuðina, utan kirkju, um andleg og kristileg málefni til að fræða og vekja og glæða trúna hjá alþýðu. Prestar hafa oft tækifæri til þess, einkum í húsvitjunar- ferðum, en því miður ber sjaldan við að þeir nefni slík mál- efni á nafn utan kirkju, Sumir presfar gefa sig fullmikið við stjórnmálum og kaupfélagsskap, og fleiru þessháttar, og sinna þvi minna starfi sinu þar fyrir. Þeim af söfmuðunum, sem eru kristilega sinnaðir, líkar ekki þetta af prestum sinum. Þeir heimta af þeim að þeir séu fyrirmynd annara manna í allri framkomu við aðra, bæði i orði og verki, og að þeir beri fram orðið, af innra lifandi sannfæringaraíli; svo að söfnuðurinn verði að veita því eftir- tekt, en sé ekki dottandi og hálfsofandi undir ræðunni, og verði þvi að fá sér í nefið til að vekja sig, og rétta þeim næsta. Trúardeyfð alþýðu, sem prestar kvarta yfir, hefir við rök að styðjast, og það er alls ekki að öllu leyti prestum að kenna, trúardeyfðin í fólki, heldur aðkomuröddum, sem kveða við alstaðar í loftinu, úr öllum áttum, að efa og mótmæla sannleika kristindómsins. Þessar raddir mótmæla guðdómi Krists og upprisu. Þær segja að sálin deyi með líkamanum, og jafnvel að eng- inn guð sé til. Hvaðan eru þessar raddir komnar hingað til vor Islendinga, sem búum á þessum afskekta hólma langt norður í höfum? Frá háskólunum og lærðu mönnunum í heiminum. Þeir, „lærðu mennirnir“ vilja fá vísindalegar sann- anir fyrir trú sinni. Þeim þykja t. d. ófullnægjandi sannanirnar um upprisu Krists, af því að sögurnar segja ekki allar eins frá atburðin- um. En þó vita þeir, að það ber sjaldan við að tveir menn segi eins sömu sögu, — með sömu orðum. Margir gamlir menn, sem nú lifa hafa þá skoðun, að

x

Nýtt kirkjublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.