Nýtt kirkjublað - 01.08.1916, Side 10

Nýtt kirkjublað - 01.08.1916, Side 10
178__________NÝTT KIRKJUBLAÐ En geta nú visindin gefib oss fullkomnar sannanir fyrir æðstu gátum mannsandans? Þau vita ekkert um uppsprettu lífsins, eða um upphaf heims og endi, ellegar um eilífa tim- ann, eða þá um stærð og víðáttu hins ótakmarkaða himin- geims með öllum sínum himinhnöttum og allri sinni dýrlegu fegurð. Er ekki margt í heimstilverunni, sem enginn fær skilið og engin vísindi fá sannað; verður þá ekki trúin að taka við af vísindunum, þar sem þau ná ekki til? Fyrst að trúin og vísindin geta ekki orðið samhliða í skoðun alheimstilver- unnar. Hver mundi hafa trúað því fyrir rúmum 100 árum að hægt væri að láta skip bruna áfram á móti sjó og vindi, eða vagna renna eftir járnteinum, ellegar að hægt væri að senda hugsanir sínar heimsálfa á milli í lausu lofti, eða þá að hægt væri að nota ljósgeislana til að sjá í gegnum heila manns- likama, og taka svo þaðan i burtu kúlur og meinsemdir án sársauka? Þetta og niargt fleira er nú orðið sannað og fram- kvæmt, sem þá hefði þótt ótrúlegt og fráleitt hugmyndum manna á þeim tíma. Eg hygg jafnvel, að visindin hefði fyr- ir þann tíma komið með óhrekjandi sannanir, að alt þetta væri ómögulegt. Vísindin eru hægfara og þröngsýn, og þau eru nú, á svo- kallaðri mentaöld, stutt komin að rannsaka heimstilveruna og ráðgátur lífsins. Getur þá nokkuð verið á móti því að lofa mannsandan- um að svífa um eilifðargeiminn í Ijósi trúarinnar? Og getum vér þá ekki líka hugsað oss andlegan heim, sem geymir i skauti sínu allar mannlegar sálir undir umsjón guðs. Eða er nokkuð á móti því að trúa, að drottinn sé í stafni á lífsfleyi mannanna, og stýri því í gegnum brim og brotsjói lífsins inn á sæluhöfn ókunna landsins? Það er bjartsýni, og hún er holl fyrir alla. K. Þ.

x

Nýtt kirkjublað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.