Nýtt kirkjublað - 01.08.1916, Qupperneq 11
^ ^ NÝTT KIRKJUBLAÐ 179
HJatt. S, 22.
En eg segi yður, að liver sem reiðist bróður sín-
um, verður sekur fyrir dóminum; og hver sem segir
við bróður sinn: Bjáni! verður sekur fyrir ráðinu;
en hver sem segir: Þú heimskingi! á skilið að fara
í eldsvítið.
Hvenær skyldum við verða svo rikir, að eiga útgáfu af
Nýja testamentinu með gagnorðum skýringum? Væri kapp-
nóg, að þær tækju svipað rúm og sjálft lesmál testamentisins.
Forn kristinn spekingur sagði um biblíuorðið, að það
væri elfa, þar sem úlfaldinn færi á sund, en lambið gæti
vaðið. Spekingarnir komast í mát við það, og einfeldningur-
inn les það sér til uppbyggingar. En þó að þetta sé rétt og
satt, er margt að læra af góðum skýringum eldri og yngri
tíma. Verður þar margt til aukins skilnings og uppbyggingar,
og væri vel að kristið safnaðarfólk ætti kost á að kynna sér
betur en gerist. Allra næst virðist mér það taka til orðsins,
sem oftast er farið með og flestir kunna meira og minna, en
það eru guðspjöll og pistlar.
Versið sem yfir línum þessum stendur, er úr guðspjall-
inu 6. sunnudag eftir þrenningarhátíð. Síðast þegar eg heyrði
með það guðspjall farið, fór eg að hugsa um það, hvað fólk-
ið legði í þennan mun, að segja við bróður sinn orðið „Bjáni“
og orðið „Heimskingi“.
Sennilega verður fæstum nokkuð um það að hugsa, og
bætt við, að þeir sem hugsa um orðin fái tæplega þá skýr-
ingu sem þeir geri sig ánægða með.
Sjálfur reyndi eg það á sjálfum mér að á námsárum
mfnum í Höfn, fekk eg skýring á orðunum, sem eg gat bú-
ið að: Slygðaryrðið, sem vinnur til vítiseldsins er meinlaus-
ara en hitt, sem bakar ábyrgð fyrir mannlegum dómi. Orðið
„bjáni“ varðar við borgaraleg lög, en kaldyrðið „einfeldning-
urinn þinn“ heyrir sá, sein að flestu hyggur. Það varðar við
guðs lög.
Þetta er einmitt andinn í allri fjallræðunni: Guð lítur
fyrst og fremst á hugarfarið. „Réttlæti Faríseanna" náði ekki
nema til verka og orða.