Nýtt kirkjublað - 01.08.1916, Blaðsíða 12

Nýtt kirkjublað - 01.08.1916, Blaðsíða 12
180 NÝTT KIRKJUBLAÐ Nýja þýðingin greiðir götu þessum skilningi sem hér er vikið að. Aður var í þýðingunum seinna orðið harðara og saknæmara. Hjá Guðbrandi var það „afglapi", og nú síðast í þýðingunni: „guðleysingi". — „Afglapa“-heitið hefði gjarna mátt koma í fyrra sætið, en einna helzt hefði eg kosið þar þýðinguna „hrakmennið þitt“; hygg eg að frumorðið taki eigi síður til hins siðferðilega. „Fantur“ og „flón“ hefði visast náð hugsun, og minnir að gerðist talsmaður þeirrar þýðingar, en hún mun hafa þótt of hversdagsleg. Skilningsávinningurinn þessi, að fá þetta í samræmi við annan hugsanaþráð fjallræðunnar. Ekki kann eg um það að segja, hve mikið prestar vorir láta gert að því beint að skýra texta sína, fá þann skilning beinan og brotalausan, að því er má, sem f orðunum fólst, þegar töluð voru og rituð. Postullegt orð er fyrir því hjá Páli, til allra orðsins þjóna, að prédika og áminna með allri þolinmæði og fræðslu. Til þeirrar fræðslu þurfa prestar að hafa nokkurn bókakost, og gefa sér tóm að lesa. Það eru margir staðir i guðspjöllum og pistlum, sem gaman væri að bregða skýringarljósi yfir, bera að þeim birtu til skilnings hugsuninni upphaflegu. Og sama má segja um alt bibliuorðið, þar sem andi guðs hefir andað. En það er um það eins og gömlu lögin, að bezt tekur kristið safnaðar- fólk slíkum hugarvakningum einmitt út af kunnustu máls- greinum heilagrar ritningar. Lesandi prestar, sem nýt rit eiga í biblíufræðum, gætu sent N. Kbl. smágreinar af líku tagi og hér kemur sýnis- horn af. Sundir í kirkium. Prófastur N. N. ritar blaðinu nýverið: „Þegar eg var á ferð í N. N. í vor, spurði einn bóndi mig, hvort leyfilegt væri að hengja upp í N. N. kirkju stóra mynd af síra N. N. sáluga. Eg gerði hvorki að játa né neita, lofaði að svara síðar. Mér flaug í hug dýrðlingamyndadýrkun, en vissi reyndar að

x

Nýtt kirkjublað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.