Nýtt kirkjublað - 01.08.1916, Síða 13

Nýtt kirkjublað - 01.08.1916, Síða 13
NÝTT KIRKJÚBLAÍ). 181 nú voru breyttir tímar. Hinsvegar fanst mér leiðinlegt að neita þeim um þetta, ef þeir kynnu betur við að hafa mynd- ina í kirkjunni en þinghúsinu. Eg man eigi eftir að hafa séð prestamyndir í kirkjum. Vœnt þœtti mér, ef þú vildir skjóta til min orði um þetta“. — — „Ekki nema það þó,“ varð mér fyrst að hugsa, er eg las þetta. Og fleirum mun líklega í fyrstu þykja nýung þessi nokkkð fráleit. Svo hvarf hugurinn til Hólakirkju í Hjalta- dal, áður en hún var afklædd skrúðanum, sorglegrar minn- ingar, og vel sómdu sér þar biskupamyndirnar. Og því þá ekki eins prestamyndir ? — Og því þá ekki eins myndir hverra annara látinna manna í söfnuðinum ? Hugsa má það, og tala má það! Eg hefi tekið svari minningarspjaldanna í kirkjum, þau gera húsið vistlegra, hlýrra og heimilislegra. Og þá er nú skamt til myndanna. Þetta alt miklu fremur tilfinningamál en skynsemda. Finst eins og fara myndi vel að sameina mynd og minningarskjöld. Hvorttveggja á einu spjaldi. Les- mál, helzt listskráð af einhverjum sóknarmanni, utan um myndina. Gjörðin um, úr málmi eða tré, ætti og lielzt að vera frá innanhéraðsmanni. Alt sem heimalegast. Kirkjan er fyrir öllu safnaðarhús, þar sem manni líður vel, og er heima hjá sér. Og hvergi betur en þar á rnaður að vera í sambandi við sina látnu ástvini. Því svo langljúf- ast og kærast gamla lagið, að kirkjan sé í sjálfum kirkju- garðinum. Það auðvitað líka tilfinningamál, sem fyrirhafnar- lítið er að dára. Fastlega samgróin öllu kyni manns, á öll- um öldum, innan vébanda allra siða, trúarþörfin að halda sambandinu við látna ástvini, en vand-ratað á þeim refil- stigum. Má benda á meiri hlýju, innilegra „allrasálnamessu“sam- band hjá öðrum kirkjum, og alt bundið við sjálft kirkjuhúsið og hinn friðaða og fegraða grafreit umhverfis. Eitthvað í þeim hlýjuanda er geymsla mynda í kirkjunni af látnum safnaðarlimum. Og þö — tilfinningarmál hjá mér en ekki skynsemdar — ekki bláber myndin, heldur vafin minningarorðum! Skiljanlega er hégómaskapurinn þarna á næsta leiti. En

x

Nýtt kirkjublað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt kirkjublað
https://timarit.is/publication/364

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.