Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1933, Side 12

Tímarit iðnaðarmanna - 01.07.1933, Side 12
T 1 M A R I T IÐNAÐARMANNA nokkrum árum sáum vjer oss til stórrar undrunar kjólana hipjaða upp um knjen á hinum virðulegustu frúm. lín nú hefur blæ- an aftur fallið niður um mjóaleggi hinna fögru. Aðeins við vinnu og iþróttir hafa stuttu kjólarnir, sem þessi tíska lieimtaði, haldist ennþá, af því þar er eitthvað vit í að nota þá. Við hátíðleg tækifæri klæðist kvenfólkið aftur i fatnað, sem er það rjettur i hlutföllum, að útlit konunnar er samræmt sjálfu sjer (harm- oniskt). Hjer kemur annað en hagsýni til greina. Er þá ekki ástæða fyrir oss að ætla, að sama verði raunin á um hús og lieimili. Stærð- arákvörðunin (Standardisering) og hagsýnin fá sitt — eldhús, sjúkrahús, verksmiðjur, stórar skrifstofur, vöruhús o. s. frv. fá að halda sínu þrautreynda, haganlega fyrirkomulagi og efnis- meðferð, er fólk sleppur við heima hjá sjer að liggja stöðugt á einskonar uppskurðarborði eða geyma muni sína i búðarskápum. Viðhafnar- vörurnar þurfa ekki að grimuklæða sig sem stórframleiðsla, gerð fyrir fátæklinga. Vjelarn- ar verða að unga út haganlegum nytjavörum, en iðnaðarmenn verða að hafa rjett til að fást við að gera fagra hluti eftir eigin og viðskifta- mannanna geðþótta. En þótt vjer viljum iðnaði vel, þá þurfum vjer ekki að lita hornauga til nýju stefnanna í iðjurekstri og stórframleiðslu. Aftur á móti her oss að segja nei, þegar þær krefjast einveldis um smekk og stíl, lika hjá iðnaðarmönnum og' þeirra framleiðslu. Að þannig vill ]>að verða stundum, eru engar öfgar. Jeg minnist ]>ess, að á Stoekhohnssýningunni 1930 var einn af forstöðumönnunum spurður, hvernig væri með smíði á sýningarhúsunum. Ht.nn svaraði, með nokkurri sjálfsánægju, að það væri alls engin smíði á neinu af sýningarhúsunum, — það gæti og æti ekki að vera, því smíði væri ótímabær iðn, sem ekki gæti lengur fælt þá er hana stunduðu. Og það var sjón hjá sögu á sýning- u.nni, því dregin stálrör, krómuð, lökkuð, vaf- ín leðri, mættu auganu hvert sem liðið var. Ef stefnan fengi vilja sinn, mundi hún raunveru- lega innan skamms tíma ganga af einni elstu og virðulegustu iðngreininni dauðri, þeirri, sem flestar iðngreinir hafa fengið nafn sitt frá, að nokkru, i latinunni „faber“ og i norrænuin mál- um ,,smiður“ eða „smíði“. Ef þessi aftaka væri nauðsynleg, mundum vjer neyðast til að sætta oss við hann. En nú getur ekki verið um neina slíka nauðsyn að ræða. Það er víst ekki ringöngu af fjárhagslegum ástæðum, að menn liafa tekið stálrörin framyfir smiðið. Það eru fagurfræðilegar ástæður, gleðin jdir hinu hreina og nákvæma, liinn harða og skýra, sem hafa ráðið vali húsameistaranna. Þegar smekk- urinn breytist hefst smiðið aftur til vegs. En á meðan því er litið sint, förlast smíðaleikninni; dýrri reynslu margra áratuga varpað á glæ. f húsgagnasmiðinni er skrautleysið sömuleið- is áberandi. Menn lita ekki við útskurði eða greypismiði. Alt verður að vera sljett og stíft. En menn neita sjer ekki um dýrt efni og mjög fullkomna og tísku-samræma áferð — gljáfægt jakaranda. Það eru dýrmætar geymslukistur, sem maður situr í i hinum iburðarmiklu tísku- sölum, ef maður liálf-liggur þá ekki í einskonar áhöldum úr stálrörum. Byggingalistin veitir ekki myndasmiðum og steinsmiðum vinnu, heldur slípi- og fægivjel- um. Vefnaðarlistin verður að gæta sín við öllu skrauti og búa til einlitar og órósóttar mottur og yfirklæði, jafnvel þótt iðntæknislega (tekn- iskt) væri rjett og eðlilegt að hafa ívefnað og fleiri liti. Gullsmiðirnir mega ekki drífa gullið eða silfr- ið eða grafa í það. Málmarnir sjálfir og gljái þeirra verða að nægja. Gimsteina verða þeir að setja vandlega i og hafa þá í rjetthyrningum og ferningum svo þeir líli út eins og knappar á korti. Þessi demantakort gera liinum auðugu konum, sem keppast um íburðinn, kleyft að meta i fljótu bragði hve mikils virði gimstein- ar vinkonanna sjeu í dollurum. Málararnir eiga að sprauta lakki á fletina. Allar skreytingar eru strnglega hannaðar. Það er engin vafi á því, að fullkominn skraut- laus stíll getur verið tilkomumikill og' liátíð- legur, ef honum er haldið samræmdum og með öruggum smekk. En hann heimtar mjög full- komna vinnu og útfærslu, mjög nákvæmt og kænlegt efnisval jakaranda, marokang, króm

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.