Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1958, Blaðsíða 7

Tímarit iðnaðarmanna - 01.12.1958, Blaðsíða 7
TÍMARIT IÐNADARMANNA 7 Þorgrímur Einarsson, offsetprentmeistari. Offsetprentun Ljósprentun próun iðnarinnar á Úslandi. Nú fyrir skömmu voru 20 ár liðin frá þvi að fyrsta offsetfyrirtækið tók til starfa hér á landi. Það hóf göngu sína með stofnun Lithoprents þann 28. maí 1938. Voru stofnendur þess þeir Einar Þorgrímsson, sem lézt árið 1950, og Guðmundur Á. Jó- hannsson, og var fyrirtækið til luisa á Nönnugötu 10 hér í bæ. Mörgum þótti bjartsýni í því, að ætla að koraa af stað offsetprent- unarfyrirtæki á þeim tímum, atvinna af skornum skammti, vélakostur lé- legur, og kunnáttan því nær cngin. Það kom líka fljótlega í ljós, að örð- ugleikarnir voru miklir og marg- víslegir, og mátti þá oft ekki á milli sjá hvernig fara myndi. En áfram var lialdið og ekki ósjaldan að unnið var heilu sólarhringana, kauplaust og æðrulaust. Hafist var handa á útvegun góðra fagbóka og lesið, gerðar tilraunir, lcsið meira, gerðar fleiri tilraunir. Þeir sem unnu að brautryðjcndastarfinu voru sannar- lega ekki öfundsverðir, þótt ég sé hinsvegar þess fullviss, að enginn af þeim hefði viljað láta sig vanta i þeirri baráttu. En liefur þá nokkuð áunnizt á þessum 20 árum? Vissulega, fram- farirnar hafa orðið miklar á þess- um tíma, og má segja að offsetprent- un sé á ýmsum sviðum fyllilega sambærileg þvi bezta erlendis frá. Þó er ýmislegt, t. d. í því „Litlio- grafiska“ það er, plötugerð og lit- aðgreiningu i myndatöku, ekki búið að ná fullkomnum árangri, enda ekki eðlilegt, þar eð það tekur mjög mikla æfingu og krefst hinna fullkomnustu tækja. Úr þessu er nú að rætast að minnsta kosti hjá einu fyrirtæki, og ætti þá ekki að verða ýkja langt und- an, að liægt verði að prenta hin feg- urstu íslenzku listaverk hérlendis, og er það stolt allra íslenzkra offset- prentara að svo verði. Mörgum mun þykja endurprent- anir á gömlum úrvals bókum vera eitt það merkasta er íslenzk offset- prentun hefir látið frá sér fara, og er það í fullu samræmi við álit okk- ar, enda hefur rikt og ríkir mjóg inikill áhugi fyrir þvi, að endur- prenta íslenzku handritin á islenzkri grund eins fljótt og því verður við komið. Hér á landi eru nú starfandi fjögur Offset-fyrirtæki, með ágætum vélakosti, og einnig prentstofa er annast prentun íslenzkra sjókorta. Það er töluverður hópur manna, sem hefir löngun til að vita hvern- ig þessi iðngrein er unnin. Menn spyrja: Hvað er steinprentun? Hvað er flatprentun? Hvað er offset- prentun? Ég mun nú leitast við að svara þessum spurningum í stuttu máli. Þessi heiti á iðninni eru raunveru- lega heiti á einni og sömu grein- inni, en liafa hlotið þessi nöfn, vegna breytinga á þeim tækjum, sem unnið er með. Steinprentun, vegna þess að prentað er með steini, flat- Guðmundur A. Jóhannsson, prentsmiðju- stjóri. prentun, vegna þess að notuð er i'löt pressa, offsetprentun, vegna þess að prentað er á offsetprentvél og svo frv. Allar þessar aðferðir grund- vallast á því efnafræðilega lögmáli að fita hrindir frá sér vatni og vatn frá sér fitu. Frum-aðferðin, stein- prentunin var fundin upp árið 1798 af Alois Senefelder, Bayern, Þýzka- landi. Sú aðferð er þannig fram- kvæmd, að teiknað er með feitri Unnið við myndatöku.

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.