Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1962, Qupperneq 7

Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1962, Qupperneq 7
Þennan dag var konum iðnþingsfulltrúa boðið í ferð út á Skaga og um kvöldið á kvikmyndasýningu. Laugardagur 23. júní Fundur hófst kl. io og lagði þá Gísli Ólafsson fram tillögur kjörnefndar. Or stjórn Landssambands iðnaðarmanna átti að ganga Jón E. Ágústsson, málaram., en kjörnefnd lagði til að hann yrði endurkjörinn. Var það samþykkt sam- hljóða. I varastjórn voru auk þess einróma kjörnir: Guðjón Magnússon, skósm.m., Guðmundur H. Guð- mundsson, húsgagnasm.m., Gísli Ólafsson, bakaram., Siguroddur Magnússon, rafv.m. og Sigurður Kristins- son, málaram. Endurskoðendur voru ennfremur kosnir samhljóða: Helgi H. Eiríksson og Sigurjón Vilhjálms- son. I lífeyrissjóðsnefnd voru kosnir: Þórir Jónsson, framkv.stj., Ingólfur Finnbogason, húsasm.m., Gunnar Björnsson, bifreiðasm.m., Þorgeir Jósefsson, vélvirkja- meistari og Eyþór Þórðarson, vélvm. og til vara Haf- steinn Guðmundsson, prentsmiðjustjóri. Þá tók til máls Guðmundur Halldórsson, forseti Landssambandsins, og skýrði frá því, að stjórn sam- bandsins legði til, að Einar Höstmark, framkvæmda- stjóri Norska iðnaðarmannasambandsins, Guðmund- ur H. Guðmundsson, húsgagnasmíðameistari og Tóm- as Vigfússon, húsasmíðameistari, yrðu sæmdir heiðurs- merki iðnaðarmanna úr gulli. Var tillaga þessi sam- þykkt samhljóða. Að svo búnu ávarpaði Guðmundur Halldórsson iðnþingsfulltrúa og þakkaði þeim vel unnin störf. Einnig þakkaði hann þingforsetum og starfsmönnum þingsins störfin og sérstaklega iðnaðarmönnum á Sauðárkróki fyrir ágætar móttökur. Að svo búnu flutti Adolf Björnsson þingforseti loka- orð. Hann þakkaði fundarmönnum ágæta samvinnu og óskaði þeim góðrar heimferðar og heimkomu. Risu fundarmenn þá úr sætum og sungu: Island ögrum skorið. Síðan var þingi slitið. Áður en iðnþingsfulltrúar fóru frá Sauðárkróki var haldið veglegt matarboð í boði bæjarstjórnar Sauðár- króks. Stýrði því Guðjón Sigurðsson, forseti bæjar- stjórnar. Margar ræður voru haldnar í hófinu og rómuðu allir iðnþingsfulltrúar, sem til máls tóku, frábærar mót- tökur og gestrisni Sauðárkróksbúa. Að loknu borðhaldi héldu flestir iðnþingsfulltrúar heim á leið, og voru þeir, sem fóru til Reykjavíkur, komnir suður kl. 2 um nóttina. B. H. FIMMTUGUR Oigfús SiguriSssoH varaforseti Landssambands Iðnaðarmanna Hinn 22. maí s.l. var Vigfús Sigurðsson, framkvæmda- stjóri, Hafnarfirði, fimmtugur. Hann er ættaður frá Suðurkoti í Grímsnesi, sonur hjónanna Ingveldar Ein- arsdóttur og Sigurðar Jónssonar. Vigfús fluttist til Hafnarfjarðar 1925 og hefur búið þar síðan. Hann lærði húsasmíðaiðn hjá Þóroddi Hreinssyni og Árna Sigurjónssyni og tók sveinspróf árið 1934. Vann hann síðan byggingavinnu og stóð fyr- ir byggingaframkvæmdum, var einn af stofnendum Skipasmíðastöðvarinnar Drafnar h.f. og Byggingafé- lagsins Þórs h.f. og hefur verið framkvæmdastjóri fyr- irtækjanna frá 1948. Snemma hóf Vigfús afskifti af félagsmálum, og hef- ur hann gegnt mörgum trúnaðarstöðum í samtökum iðnaðarmanna. Hann var í stjórn Iðnaðarmannafélags Hafnarfjarðar 1935 til 1938 og aftur 1952 til 1961, í stjórn Trésmiðafélags Hafnarfjarðar 1938 til 1952. Þá var hann í stjórn Iðnráðs Hafnarfjarðar um árabil og formaður þess um skeið. Vigfús átti mikinn þátt í stofnun Félags ísl. dráttarbrautaeigenda og hefur stutt að vexti og viðgangi félagsins. Vigfús Sigurðsson var kosinn í stjórn Landssam- bands iðnaðarmanna 1952, og varaforseti var hann kjörinn 1960. Auk félagsstarfa hjá iðnaðarsamtökunum hefur Vig- fús starfað í söngfélaginu Þrestir í Hafnarfirði og hef- ur verið þar í stjórn á annan áratug. I síðustu bæjarstjórnarkosningum í Hafnarfirði var Vigfús kosinn í bæjarstjórn fyrir Alþýðuflokkinn. Þótt Vigfús Sigurðsson sé enn ungur að árum, hefur hann eins og að framan er getið, lagt gjörva hönd á margt, enda er hvort tveggja, að maðurinn er duglegur og ósérhltfinn. I félagsmálastarfi er varla hægt að hugsa sér samvinnuþýðari og tillögubetri mann. Tímarit iðnaðarmanna sendir Vigfúsi Sigurðssyni beztu kveðjur á þessum tímamótum með þeirri ósk, að hann eigi fyrir höndum langt starf hjá samtökum iðn- aðarmanna. B. H. TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 99

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.