Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1962, Síða 9

Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1962, Síða 9
þinghalds, bæði hvað snerti fundarboðun og einnig var gengið frá málaskrá, en hún var í 7 liðum og á þessa leið: 1. Sölufyrirkomulag á innlendri framleiðslu innan lands. 2. Skólamál - fræðslumál. 3. Tollamál. 4. Iðnaðarlöggjöfin. 5. Skipulagsmál. 6. Stofnun nýrra iðnfyrirtækja. 7. Gjaldeyrisverzlun og iðnaður. Þetta fyrsta Iðnþing er svo sett í Baðstofu iðnaðar- manna, laugardaginn 18. júní 1932 af formanni Iðnráðs Reykjavíkur, Helga H. Eiríkssyni, skólastjóra iðnskól- ans í Reykjavík. Fulltrúar á þessu fyrsta Iðnþingi voru 51 talsins og þeir voru frá Akureyri, Hafnarfirði, Reykjavík, Siglu- firði og Vestmannaeyjum. Starfsmenn fyrsta Iðnþingsins voru þessir: forseti Helgi H. Eiríksson, fyrsti varaforseti Einar Jóhanns- son, múrarameistari, Akureyri, annar varaforseti Ás- geir G. Stefánsson, húsasmíðam., Hafnarfirði. Ritarar: Sveinbjörn Jónsson, byggingameistari, Akureyri og Ár- sæll Árnason, bókbandsmeistari, Reykjavík. Fastanefndir þingsins voru þessar: Skólamálanefnd (5 menn). Verzlunar- og tollamálanefnd (7 menn). Sölufyrirkomulagsnefnd (5 menn). Iðnlöggjafarnefnd (7 menn). Skipulagsnefnd (7 menn). Ný iðnfyrirtæki (5 menn). - Alls 6 nefndir. Á 5. þingfundi, þriðjudaginn, 21. júní 1932 eru svo bornar fram og samþykktar eftirfarandi tillögur: 1. Þingið ákveður að stofna Landssamband fyrir iðnaðarmenn og kýs í því skyni bráðabyrgðastjórn, er skipuð sé 5 fulltrúum og séu þeir búsettir í Reykjavík Frá vinstri: Guðtn. Halldórsson, núevrandi forseti L. i., Helgi H. Eiríksson og Björgvin Frederiksen, fyrrv. forsetar L. i. Forseti Landssambandsins Guðmundur Halldórsson á miðri mynd- inni ásamt Guðmundi H. Guðmundssyni og Tómasi Vigfússyni, en þeir voru sæmdir heiðursmerki iðnaðarmanna úr gulli. og Hafnarfirði. Fulltrúar og ráðgjafar sambandsstjórn- arinnar í öðrum kaupstöðum landsins séu formenn iðnaðarmannafélaganna, þar sem iðnráð eru ekki til. 2. Bráðabyrgðastjórnin hefur fullt framkvæmdarvald til næsta Iðnþings og óskorað umboð þess þings til að flytja mál þess, tillögur og áskoranir fyrir Alþingi Is- lendinga og landsstjórn. 3. Bráðabyrgðastjórnin leggi fyrir næsta Iðnþing frumvarp að lögum og fundarsköpum fyrir skipulags- bundið samband milli allra iðnaðarmannafélaga og iðnfélaga (sérfélaga) á landinu. 4. Iðnráð, iðnaðarmannafélög og iðnfélög á öllu landinu sendi bráðabyrgðastjórninni öll þau mál, er þau vilja að verði lögð fyrir næsta Iðnþing, og skal hún sjá um, að þau verði vel og rækilega undirbúin. 5. Bráðabyrgðarstjórnin kalli saman næsta Iðnþing með hæfilegum fyrirvara á tímabilinu frá 5. maí til 20. júlí 1933, og skal það háð í Reykjavík. Stjórnin kalli saman Iðnþingið eftir sömu reglum og þetta þing hef- ur verið boðað. 6. Loks skorar þingið á ríkisstjórn og Alþingi að veita Landssambandinu hæfilegt fé til skrifstofuhalds í Reykjavík. í bráðabyrgðarstjórn fyrir Landssambandið voru kosnir: Helgi H. Eiríksson, skólastjóri, Reykjavík, Emil Jónsson, bæjarstjóri, Hafnarfirði, Ásgeir G. Stefánsson, húsasm.m., Hafnarfirði, Þorleifur Gunnarsson, bók- bandsm., Reykjavík, Einar Gíslason.málaram., Reykja- vík. Þetta var síðasta mál þingsins, en það stóð í 4 daga og hélt 5 fundi. Og þar með var lokið einum allra merkasta fundi, sem haldinn hefur verið um mál iðn- aðar á íslandi. TÍMARIT IÐNAÐARMANNA IOI

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.