Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1962, Qupperneq 11

Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1962, Qupperneq 11
Gudm. H. GudmuncLssoriy húsgagnasmidam., Sigurður Hannesson, húsasm.m. og Sveinn Tómasson, vélv.m. sambandið og iðnrekendur skipuðu sameiginlega nefnd samkvæmt beiðni ráðuneytisins til þess að gera drög að lögum fyrir Iðnaðarbanka. Vann nefndin síðan að samningu frumvarpsins í samvinnu við stjórnir sam- takanna. Árið 1951 hinn 19. desember eru svo lög um Iðnaðarbanka íslands samþykkt á Alþingi. Stofnfund- ur bankans var haldinn 18. október 1952 og framhalds- stofnfundur haldinn 26. október sama ár, og þá kosið í bankaráð. Fyrsta bankaráðið var skipað þessum mönn- um: Einar Gíslason, Helgi H. Bergs, Guðm. H. Guð- mundsson, Kristján Jóh. Kristjánsson, Páll S. Pálsson, og var hann formaður ráðsins. Iðnaðarbanki íslands h.f. var svo opnaður 25. júní 1953. Bankastjóri var ráðinn hinn kunni forustumaður iðnaðarsamtakanna Helgi H. Eiríksson, og gegndi hann starfinu til ársins 1956, er við tók núverandi bankastjóri Guðmundur Ólafs. Um það leyti sem 10. aðalfundur bankans var hald- inn í byrjun þessa mánaðar, flutti hann í nýtt og glæsi- legt eigið hús við Lækjargötu. Enda þótt bankinn hafi vaxið og eflzt á liðnum árum og verið prýðilega rekinn, hefur vöxtur hans ekki orðið sá sem efni standa til og er þar fyrst og fremst um að kenna, að iðnaðarmennirnir og starf- semi þeirra hefur ekki af einhverjum ástæðum verið þar nægilega almennt innan veggja, en til þess að bankinn verði það stórveldi, sem hann hefur mögu- leika til, þarf að ráða bót á því. Allir iðnaðarmenn og iðnrekendur, hvar sem er á landinu, þurfa að beina viðskiptum sínum til Iðnaðarbankans og sýna þannig í verki, að það er þeirra banki. Á síðasta Alþingi var samþykkt að auka hlutafé bankans úr 6,5 milljónum í 10 milljónir króna. Þessi hlutafjáraukning verður boðin út á næstunni og eiga þeir hluthafar, sem fyrir eru forgangsrétt að hinum nýju hlutabréfum. Það þarf naumast að taka það fram svo augljóst sem það er, að iðnaðarmenn verða að bregð- ast fljótt og vel við þessari hlutafjáraukningu. Iðnaðar- banki Islands er og verður óskabarn iðnaðarsamtak- anna, sem nauðsynlegt er að styrkja og efla svo sem frekast er hægt. Lánsfjármál iðnaðarins verður um alla framtíð eitt af stærstu málum Landssambandsins og iðnaðarsamtakanna í heild. Iðnminjasaín Það er sérstök ástæða til þess að minnast hér á mál, sem tekið var fyrir á 5. Iðnþinginu 1939, en það er stofnun Iðnminjasafns. Á því þingi var samþykkt til- laga frá Arngrími Fr. Bjarnasyni og Sveinbirni Jóns- syni, en tillagan var á þessa leið: „Þar sem breytingar á íslenzkum iðnaði og bygg- ingum gerast nú mjög örar, svo margt hið eldra týnist á stuttum tíma, beinir 5. Iðnþing því til stjórnar Lands- sambandsins að athuga möguleika á stofnun iðnminja- safns, og að ætla því rúm í fyrirhugaðri iðnskólabygg- ingu í Reykjavík.“ Við þessu máli var vel brugðizt og nefnd kosin til þess að koma málinu í framkvæmd. Þessi nefnd hefur unnið mikið starf og er árangur þess einn mikilvæg- asti, og á nefndin miklar þakkir skyldar fyrir störf sín. En það sem hefur staðið þessu máli eins og svo mörg- um öðrum fyrir þrifum, er að nefndin hefur ekkert fé haft til framkvæmdanna, þegar frá eru taldar einar 5 þúsund kr., sem Landssambandið greiddi fyrir nokkr- um árum. En nú hefur raknað úr þessum vanda í bili, að minnsta kosti með samþykkt síðasta aðalfundar Iðn- aðarbankans um að gefa Iðnminjasafninu krónur 50.000.00. Þá er einnig svo til ætlazt, að safnið fái nokkurn hluta af andvirði bókarinnar um Þorstein á Skipalóni, en eins og kunnugt er hefur Landssam- bandið tekið að scr sölu á nokkrum hluta upplagsins. Þorbergur Friðriksson, málaram., Daníel Þorsteinsson, klœðskeram. og Gisli Ólafsson, bakaram. TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 103

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.