Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1962, Síða 13

Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1962, Síða 13
Fjárhagur Landssambandsins Ekki vcrður skilist svo við þessa sundurlausu þanka um Landssambandið, að ekki sé minnst á fjármálin. Eins og öllum er kunnugt hefur Landssambandið búið við þröngan fjárhag allt frá stofnun þess. Þessir erfið- leikar eiga að sumu leyti rót sína að rekja til þess, að stór hópur af þeim félögum, sem í Landssambandinu eru, hafa þröngan fjárhag sjálf og geta því lítið að mörkum lagt. Þegar skattur til Landssambandsins hef- ur verið ákveðinn hverju sinni, hefur hann jafnan ver- ið miðaður við þá, sem minnst hafa haft úr að spila. Þessir erfiðleikar hafa skapað stjórninni mikla erfið- leika. Starfslið hefur orðið að takmarka um of og ýms verkefni beðið óunnin. Ef við bregðum upp mynd af þessum málum eins og þau líta út í dag, sjáum við, að þrátt fyrir ýtrustu sparsemi nást endarnir ekki saman. Og það er eðlilegt að svo sé, þar scm tekjur sambandsins hafa staðið í stað, en launagreiðslur og þó sérstaklega annar til- kostnaður stórhækkað. Þá er einnig á það að líta, að tímaritið, sem kostaði ekki nema 15-20 þúsund á ári kostar nú 80-100 þúsundir á ári. Ég veit, að allir eru sammála um það, að nauðsynlegt sé að bæta tímaritið svo sem gert hefur verið, og það sé fyllilega þess virði, sem það kostar og að finna beri ráð til þess að efling þess og endurbætur geti haldið áfram. Ég get ímyndað mér, að ýmsum sem á þetta hlýða eigi erfitt með að skilja, hvernig þetta geti staðizt, tekjurnar standi í stað, en útgjöldin stórhækki, án þess að um verulega skuldasöfnun sé að ræða. Og til þess að fá svar við því, þurfum við að rifja upp atburð sem gerðist í ágúst 1951, en þá ræðst stjórn Lands- sambandsins í það að festa kaup á húseigninni Laufás- vegur 8 í sameigu við Trésmíðafélag Reykjavíkur. Hér var um einstætt framtak að ræða ekki sízt, þeg- ar haft er í huga, að Landssambandið átti enga hand- bæra peninga og bjó þar að auki við þröngan fjárhag eins og jafnan hefur verið. Ég þori að fullyrða, að enginn einn atburður í sögu Landssambandsins hefur haft meiri áhrif á rekstur þess og alla framvindu, en þessi húsakaup. Þeirra vegna hefur það haft viðunanlegt húsnæði til afnota til eigin þarfa fyrir sáralítinn pening og getað auk þess skotið skjólshúsi yfir önnur samtök iðnaðar- manna til mikils hægðarauka fyrir alla og til eflingar heilsteyptari samvinnu. En það er með húsnæði eins og annað, sem þarf til daglegrar afkomu, að eitt hentar í dag og annað á morgun, allt eftir því hvort starfsemin er vaxandi eða minnkandi. Með vaxandi iðnaði og ört fjölgandi iðnaðarmönn- Talid frá vinstri: Eyþór Þórdarson, vélv.m., Guðjón Scheving, málaram. og Hafstehn Gudmundsson, pentsmidjustjóri. um í landinu er ljóst, að Landssambandið verður að vera við því búið að inna af hendi meiri störf og láta af hendi meiri þjónustu en verið hefur. Stjórnin sá því fram á það, að nauðsynlegt væri að fara að líta í kringum sig með stærra húsnæði. Þess vegna leitaði Landssambandið eftir því á síðastliðnu sumri ásamt Félagi íslenzkra iðnrekenda að fá keypta eina hæð í Iðnaðarbankahúsinu við Lækjargötu. Umræður um þessi húsakaup voru aðeins á byrjun- arstigi, þegar síðasta Iðnþing var haldið og var ekki unnt að segja á því stigi, hvort af þeim yrði eða ekki. Iðnþingið samþykkti hins vegar heimild til stjórnarinn- ar til þess að halda þessari athugun áfram. Nú hafa þessi kaup verið ákveðin. Það var gert á fundi, sem stjórnin hélt á s.l. vetri með öllum forustu- mönnum iðnfélaganna í Reykjavík og nágrenni, og fullkominn einhugur ríkti um málið. En Landssambandið átti ekki handbært fé fremur en áður í fyrstu útborgun. Það sem réði því úrslitum um þessi kaup var það, að vinveittur aðili bauðst til að lána þá upphæð, sem þurfti til langs tíma með lág- um vöxtum. Þessi aðili, sem sýndi slíkan drengskap er Islenzkir aðalverktakar. Fyrir þetta vil ég flytja þeim innilegar þakkir Landssambandsins. Ég vil vona og er raunar sannfærður um, að þessi húsakaup eiga eftir að vera jafn heilladrjúg fyrir framtíð Landssambandsins eins og kaup Helga Her- manns og stjórnar hans á Laufásvegi 8 á sínum tíma. Út í þessi mál verður ekki farið ýtarlegar að sinni, þar sem þau verða til umræðu á þingfundi síðar. Stjórn Landssambands iðnaðarmanna Ef við athugum, hve margir hafa tekið þátt í stjórn Landssambandsins umrætt tímabil, kemur í ljós, að þeir eru 14 alls. Forsetar hafa verið 2, auk þess sem nú skipar það TÍMARIT IÐNAÐARMANNA 105

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.