Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1962, Síða 14

Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1962, Síða 14
embætti, en þeir eru Helgi Hermann, sem var forseti frá stofndegi til ársins 1952 og Björgvin Frederiksen frá 1952 til 1960. Aðrir í stjórninni hafa verið eftirtaldir menn, en misjafnlega langan tíma og taldir upp í þeirri röð, sem þeir komu í stjórnina. En þessir menn eru: Emil Jónsson, núverandi ráðherra, Einar Gíslason, málarameistari, en hann hefur setið þar lengst allra eða í 28 ár. Ásgeir G. Stefánsson, Hafnarfirði, Þorleif- ur Gunnarsson, bókbandsm., Sveinbjörn Jónsson, bygg- ingam., Guðmundur H. Guðmundsson, húsgagnam., Guðjón Magnússon, skósmíðam., Hafnarfirði, Tómas Vigfússon, húsasmíðam., Vigfús Sigurðsson, húsa- smíðam., Hafnarfirði, Guðm. Halldórsson, húsa- sm.m., Gunnar Björnsson, bifreiðasm.m, Jón Ágústs- son, málarameistari. Hér að framan hef ég rakið ýmis atriði úr sögu Landssambandsins, en margt er ótalið, sem tímans vegna varð að sleppa, svo sem skatta- og tollamál, gjaldeyrismál, sýningamál, markaðsmál, tímaritið og þátttaka Landssambandsins í norrænu samstarfi og margt og margt fleira, en hér verður látið staðar numið. Starisemi Landssambandsins Allt frá upphafi hefur Landssambandið helgað sig hinni faglegu hlið iðnaðarmálanna bæði félagslega og menningarlega. Það hefur lagt sig fram um að vera leiðbeinandi við stofnun og starf hinna ýmsu félaga meðal iðnaðarmanna, og það hefur bægt frá þeim hættum, sem á vegi hafa verið hverju sinni. Þessar hættur hafa birzt í ýmsum myndum, t. d. í frumvarps- formi á sjálfu Alþingi, þar sem ætlunin var að brjóta niður þann grundvöll, sem byggt hefur verið á og gef- ist hefur vel, ekki einungis hér á landi heldur einnig í nágrannalöndunum og víðar, löndum, sem eiga æva- forna iðnaðarmenningu að baki og standa því okkur langtum framar á því sviði. Eins og kunnugt er hafa iðnfræðslumálin verið eitt aðalmál Landssambandsins, og það er ekki nein tilviljun, því að bæði er það, að iðnfræðslan er undir- staða undir þeirri iðnmenningu, sem Landssambandið stefnir að og má segja, að sé í sjálfu sér meira en sér- mál iðnaðarmanna, svo mikið sem allir landsmenn eiga undir því, að við getum staðið jafnfætis öðrum menningarþjóðum á því sviði. En sjálfsagt hefur það ráðið nokkru um, hve stefna Landssambandsins var fljótt og örugglega mörkuð í þessu máli, að fyrsti for- seti þess Helgi H. Eiríksson var áður og jafnframt skólastjóri stærsta og elzta iðnskólans í landinu. Landssambandið mun jafnan líta svo á, að hin fag- 106 lega hlið iðnaðarmálanna og iðnfræðslan í hvaða mynd sem er, séu mál sem engum sé treystandi til að marka stefnu í og leysa, nema iðnaðarmönnum sjálfum. Það mun jafnan telja, að afskipti annarra af þessum málum séu neikvæð og beinlínis hættuleg. Þó eru einnig til dæmi um það, að inni á Alþingi hefur komið frumvarp að breyttri iðnaðarlöggjöf, án þess að Landssambandið væri haft með í ráðum eða um það vitað. Fram að þessu hefur tekizt að brjóta slíkt á bak aftur, einungis af því að iðnfélögin stóðu einhuga með sínu sambandi. Og það á ekkert að geta staðið í vegi fyrir því, að iðnaðarmenn standi saman. Okkur getur að sjálfsögðu greint á í smærri atriðum, en aðalatrið- in marka stefnuna, sem við verðum að fylgja, ef ekki á illa að fara. 1 þingsetningarræðu, sem Helgi H. Eiríksson flutti 23. júní 1938, sagði hann meðal annars: „Við þurfum að haga störfum okkar þannig, að við lítum ekki aðeins á stundarhag einstaklingsins, jafnvel ekki á stundarhag einnar iðngreinar á kostnað ann- arrar heldur á framtíðarvelferð og hróður íslenzkra iðnaðarmanna í heild. Mér hefur stundum virzt að einstaklingar og ein- stakar iðngreinar tækju of þröng eiginhagsmunasjónar- mið í meðferð sumra iðnaðarmála og eyddu tíma og fyrirhöfn í að deila um smáatriði, sem engu máli skipta fyrir iðnað hér á landi sem heild. Ég get skilið það, að þeir sem mæta fyrir sitt félag eða sína iðn- grein, telja sér skylt að halda fast á þeim málstað, sem þeim er falinn. En þeir verða að sætta sig við það, að við sem vinnum fyrir heildina, stéttina og velferð hennar í nútíð og framtíð, að við höfum víðara sjónarmið og leggjum lítið upp úr nágrannakritnum.“ Þannig mælti forseti Landssambandsins við þing- setningu 1938 og þessi orð eru í fullu gildi við þing- setningu 1962 eða nær aldarfjórðungi síðar. Fjárhagsafkoma iðnaðarins Enda þótt hin faglega hlið mála iðnaðarins sé mik- ilvæg og í raun og veru kjarni málsins, eru þó ýmis önnur mál, sem vert er að veita athygli og má í því sambandi nefna fjárhagsafkomu iðnaðarins, bæði fyr- irtækja og einstaklinga, svo snar þáttur sem fjárhags- afkoma þeirra er allri uppbyggingu. Léleg fjárhagsaf- koma verður alltaf þröskuldur í vegi fyrir eðlilegri framþróun, sem hlýtur að koma alvarlega niður á hin- um félagslegu samtökum. Og fyrst þessi mál eru á annað borð nefnd á nafn, verður ekki hjá því komizt að viðurkenna, að þeir sem hafa tekið að sér að tryggja og efla hið frjálsa framtak í landinu, hefur TÍMARIT IÐNAÐARMANNA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.