Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1962, Qupperneq 22

Tímarit iðnaðarmanna - 01.09.1962, Qupperneq 22
Eftir langvarandi vanheilsu andaðist Þorsteinn Sig- urðsson, 19. marz, og var kvaddur af miklum fjölda vina, samstarfsmanna og stéttarbræðra með virðulegri athöfn í Fríkirkjunni í Reykjavík 27. marz. Þorsteinn var einn af dugmestu og sönnustu iðnað- armönnum þjóðarinnar. Hann átti aðild að flestum framfaramálum iðnaðarins síðustu áratugina og rak húsgagnaverkstæði um 44 ára skeið með mikilli prýði, og þar kenndi hann mörgum ungum mönnum iðn sína. Verkefnin voru oft stór og vandasöm. Bera því vott mörg stórhýsi í Reykjavík og fjöldi heimila smárra og stórra. Þorsteinn fæddist að Felli í Vopnafirði 13. febrúar 1894. Hann fluttist ungur til Reykjavíkur og lauk iðn- námi hjá Lofti Sigurðssyni 1916. Haustið 1918 stofnaði hann húsgagnavinnustofu við Grettisgötu, og þótti þá strax einn af færustu húsgagnasmiðum bæjarins. Sem margir aðrir byrjaði Þorsteinn með tvær hend- ur tómar, en var strax stórhuga, keypti lóð, byggði stórhýsi og fékk sér nýtízku vélar, strax fyrsta áratug- inn. Þótti þó iðngreinin ekki sérlega ábatasöm á þeim árum. Var oft háð hörð samkeppni um stór verkefni. Margs konar örðugleikum þurfti að sigrast á. Framúr- skarandi dugnaður, viljaþrek og vinsældir riðu bagga- muninn. Starfsemi Þorsteins komst brátt á öruggann grundvöll. Lengi unnu með honum 12 fagmenn og 30 þegar flest var. Á 25 ára afmælinu 1943 hafði enginn útskrifað jafnmarga nemendur í húsgagnaiðninni og hann. Þorsteinn Sigurðsson tók mikinn þátt í félagsmálum iðnaðarmanna. Var einn af stofnendum Húsgagna- meistarafélags Reykjavíkur 1932, og lengi í stjórn þess. Á iðnþingum lét hann mikið að sér kveða um margra ára skeið, og 1949 var hann kosinn, ásamt þeim sem þetta ritar, til að vinna að stofnun banka fyrir iðnað og iðju, ásamt með tveim fulltrúum frá Félagi ísl. iðn- rekenda. Var dugnaður Þorsteins og eldlegur áhugi á hverju sem hann tók að sér skemmtilegur og áhrifa- ríkur. Ósérplægnin var framúrskarandi. I stjórn Iðnskólans í Reykjavík átti Þorsteinn lengi sæti og kom þar mörgu þörfu til leiðar. Hann gerðist framkvæmdastjóri Iðnskólaútgáfunnar og kom henni á góðan rekspöl. Þegar Húsfélag iðnaðarmanna var stofnað tók Þor- steinn að sér formennskuna og innti af höndum mikið starf og merkilegt við lóðakaup, fjármál og bygginga- mál. Voru það að sjálfsögðu athafnasömum hugsjóna- manni mikil vonbrigði, að ekki skildi vera hafizt handa um byggingu stórhýsis á stórri lóð í hjarta borg- arinnar. En sjálfsagt bera störf Þorsteins við þetta margfaldan ávöxt á ókomnum árum, iðnaðinum til hagsældar og borginni til prýðis og farsældar. Kona Þorsteins var Lára Magnea Pálsdóttir, Jökuls kennara á Seyðisfirði. Hún fylgdist vel með áhugamál- um hans og starfsemi, auk þess sem hún stundaði hús- móðurstörfin og uppeldi 6 barna þeirra með stakri umhyggju. Var sambúð þeirra hjóna ætíð ástúðleg og heimilisbragur allur til fyrirmyndar. Á heimili fjöl- skyldunnar áttu iðnaðarmenn oft fagnaðarstundir við rausn og heimilishlýju. Þorsteinn var fágætur hugsjónamaður og bjartsýnn á flesta hluti, þó ýmiss konar erfiðleika og vonbrigði yrði hann að reyna í sambandi við áhugamál sín og félagsstörf. Hann fórnaði skáldgyðjunni nokkru af frístundum sínum og orti oft á tillidögum iðnaðarmanna og sendi vinum sínum mergjuð stef þegar við átti. Mun ljóða- safn hans allmikið og skemmtilegt. Vil ég ljúka þess- um fátæklegu minningarorðum með ávarpsorðum Þor- steins sjálfs í kvæði sem hann nefndi „íslandi allt“. Iðnaðarmenn! Nú klukkan kallar, kominn er morgunn, starf skal hefja, hagar vinni hendur allar, hlýði kalli, ei má tefja. Lítið fram, því ljóst má greina leiðir, er til frama snúa, frjálsir vilja framtök reyna, 114 TlMARIT IÐNAÐARMANNA

x

Tímarit iðnaðarmanna

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit iðnaðarmanna
https://timarit.is/publication/365

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.