Glettingur - 28.01.1932, Blaðsíða 2

Glettingur - 28.01.1932, Blaðsíða 2
2 GLETTINGUR ÆFINT YR. 1. Fd varst í síld um sumarið hjá Goos, og sólgyllt hárið lék um vanga þína. Og þú varst ung og þú varst vinnufús og þvoðir af mér fatagarma mína. — 2. í hvert sinn er við komum inn með síld, að kassa þínum rendi eg vagni mínum. Eg þráði að hitta þig, er gæfist hvíld, því þú varst rjóð og bros í augúm þínum. 3. Og hvildin gafst. Við komum saman oft, þú kveiktír þrá og eld í brjósti minu, og eina nótt við læddumst upp á loft að litla súðarherberginu þinu. 4. Pú áttir kaffi á könnu og olíuvél, á kössum tveim við rúmið þitt við sátum, Við hlógum bæði, hér leið báðum vel, af hjartans lyst við drukkum þar og átum. 5. Tveggja sæla flytur stundum fljöll, — mér finnst sem leikur okkar hvorugt rýri. Eg þóttist prinsinn þinn í gylltri höll, og þú varst kongsdóttir í æfintýri. — 6. Til brúðkaupsveizlu bjó sig hirðin öil — með bezta skrauti hallarsalur prýddur — og brúðarlínið hreint og hvítt sem mjöll og helgur biskup, vígsluklæðum skrýddur. 7. Vio organslátt og sifurskæran söng þar sjafnarheitin beggja voru unnin. Fá kvað við gleði um hvolf og hallargöng, eg .kysti drotninguna beínt á munninn. 8. Við vorum ung og áttum riki og völd, til ársala við gengum, kæra vina. Við drógum fyrir salinn silkitjöld og sögðum góða nótt við hirðmennina. — þeir þar með Krötum og þeirra penn- ingum, en herrann má vita, hver launin verða. Mun nú næsta starf flokksins að hjálpa sjálfum sér og reyna að verða sjálfstæður eins og Sjálfstæðisfélag- ið hérna. Annálsbrot. Anno 1.3.L Pað herrans ár gjörðust harðindi mikil og óáran, meður kreppu-sótt hjá flestum þjóðum heimsins, svo að menn áttu þá naumast málungi matar, né gátu sér framfleytt, svo vel væri, utan í því stóra gevold- uga Garðaríki. En þar var regerað með nýrri og svo góðri konst, að akrar spruttu ósánir og alt lék í lyndi þar eptir, en mannfólkið söng 1) Tvo tölustafina vantar í ártalið, enda handritið víða máð og ill-læsilegt. salterium á nýjan móð inter natioti- ale,2) og var manna forundfan stór þar yfir. Fá hafði hér á landi lengi grasserað^) sú hin mikla og bölvan- lega plága, er Bann-sótt kallaðist og óx þar af mikil heilsuspilling líkam- leg og andleg, hverrar eru greinilega blívanleg dæmi hvarvetna í hospít- ölum og diflizum. En nú mátti vona að Bann-sótt þessari væru þeg- ar banaráð brugguð af Höskuldi og fleirum landsins dyggum þénurum, svo hennar böl telst í rénan, L. S. G. — Einokun var þá mikil og mörg og um flesta hluti, nema þá að algjört bann væri á þeim til höndlunar, nota og neyzlu, og féll þó á árinu niður og forspilltist ger- samlega með ógurlegri umturnan sú argvítugasta þeirra allra, öllum frómum og hjartahreinum mönnum til fagnaðar, þó Herrann megi vita hvað þá við tekur, og hver skil 2) Vafasamt að rétt sé, því máð í hdr. 3) Sic. nefnd regeringarinnar lætur á verða að lyktum. Pá gekk upp allur hlut- legur munaður lil fullkominnar þurð- ar í gervöllu Siglunesþingi, svo að ekki fannst arða eður korn tóbaks eður siíkt sælgæti, en fólkið kúrði blánefjað og skjálfandi, japlandi og snússandi sig á taðtóbaksúrgangi gamalla óskildra einkasalna, yfir sínum eldföstum kolasallakúrum, raulandi sultarsónötur með útvarps- ólagi út í kafaldsfruggið. Pá var lít- ið um áfengi oglítiðgaman að vera ríkur og geta þetta, enda var þar um rætt af húsasvölum áður sumar liði. — Höfðu krákur og krummar og aðrir fuglar ógnarlegan rifríldis- gang í loftinu og kom þar á eptir bevísing og réttugheit þeirra teikna; item sá einn dánumaður norðan- lands mikla sýn: annarlegt fólk í dansi og spilverki, og sló af óhug á alla, því skjótt rættist það, að eftir myndu fara stórir viðburðir. — Fá umturnaðist politíkurinnar reglasvo,

x

Glettingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glettingur
https://timarit.is/publication/366

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.