Vikan


Vikan - 04.01.1951, Blaðsíða 3

Vikan - 04.01.1951, Blaðsíða 3
VIKAN, nr. 1, 1951 3 Sjötíu og fimm ára afmæli Thorvaldsensfélagsins (Sjá forsí^u). Margt hefur breytzt síðan Thorvaldsens- félagið var stofnað fyrir rúmum sjötíu og fimm árum, þegar póstskipið Díana kom með líkneski Alberts Thorvaldsens, sem borgarstjórn Kaupmannahafnar hafði gefið íslendingum í tilefni þúsund ára byggðar landsins. Myndin var sett upp á Austurvelli í Reykjavík og mikið um að vera. Þá var höfuðborg okkar ekki stór og öðruvísi um að litast en nú: Kirkja 2000 höfuðstaðabúa, opinn lækur frá tjörninni til sjávar, 200 torfbæir og um 100 timbur- og steinhús, engin hafnarmannvirki, „úthafskvika svarraði þar við sand.“ Skreyting Austurvallar, lyngfléttur og marglit ljósker, var handarverk ungrar og glæsilegrar sjálfboðaliðssveitar tuttugu og fjögra kvenna, sem höfðu tekið að sér að annast þessa hlið undirbúnings hátíðar- haldanna. Margar þeirra urðu landskunn- ar fyrir híbýlaprýði og hannyrðalist. Ein þeirra sagði: „Gaman væri, ef við gætum nú haldið hópinn og reynt i félagi að láta eitthvað gott af okkur leiða hér í bænum í framtíðinni“, og þá varð Thorvaldsens- félagið til. Þetta er samkvæmt minningar- riti, er Knútur Arngrímsson samdi, en ísafoldarprentsmiðja gaf út á sjötíu ára afmæli félagsins. Konurnar í þessu mannúðarfélagi voru ekki í vandræðum með verkefni og svo hefur alla tíð verið og er enn í dag; eitt hið fyrsta var að sauma ýmiskonar fatn- að og skipta honum milli fátækustu heimil- anna í bænum. Síðan kom bazar og tóm- bóla, allt í sama augnamiði, og er bazar- inn löngu þjóðfræg stofnun. I þessu litla rúmi okkar er fátt eitt hægt að segja um þetta merka félag, enda eru myndirnar aðalatriðið að þessu sinni. Nú er félagið m. a. að vinna að því göfuga verkefni að koma upp barnaheimili. Stjóm Thorvaldsensfélagsins. Fremri röð, f. v.: Ásta Kristinsdóttir, meðstjórnandi, Svanfríður Hjartardóttir, formaður, Sigurbjörg Guðmundsdottir, varaformaður. — Aftari röð: Guðrún Eiríks- dóttir, ritari, Rósa Þórarinsdóttir, gjaldkeri. Aðalhátíðahöld Thorvaldsensfélagsins á 75 ára afmælinu fóru fram 19. nóv. í Elliheimilinu Grund. Formaður félagsins, Svanfríður Hjartardóttir, lengst t. h„ er að halda ræðu. Á fremsta bekk talið frá vinstri: Borgarstjórafrúin, Vala Á. Thoroddsen;biskupinn; forsetafrúin, Georgía Bjömsson; Rósa Einarsdóttir, gjaldkeri Thorvaldsensfélagsins i 12 ár; borgarstjórinn í Reykjavik, Gunnar Thorodd- sen; biskupsfrúin, Guðrún Pétursdóttir; Sophia Hjaltested og Rósa Einarsdóttir. Bréfasambönd Framhald af bls. 2. Rannveig Hjálmarsdóttir (við pilta 15—20 ára), Ásgeir Hjálmarsson (við stúlkur 15 20 ára). Bæði til heimilis í Fagra- hvammi, Djúpavogi, S.-Múlasýslu. Svava Gisladóttir (við pilta 15—20 ára. Æskilegt að mynd fylgi bréfi), Hvolsvelli, Rangárvallasýslu. Indriði Sigurðsson (við pilta eða stúlkur 14—17 ára), Nautabúi, Lýtingsstaðahreppi, Skagafjarðar- sýslu. Helgi Sigurðsson (við pilt eða stúlk- ur 13—16 ára), Merkigerði, Lýt- ingsstaðahreppi, Skagafjarðars. Kristján Pálsson (við pilt eða stúlku 14—17 ára), Hvíteyrum, Lýtings- staðahreppi, Skagafjarðarsýslu. Sigríður Eggertsdóttir (við pilta 18 —22 ára. Æskilegt að mynd fylgi bréfi), 7005 Shepherd Street, Land- over Hills, Maryland, Washington D.C., U.S.A. Erna Guðbjarnardóttir (við pilta 18 —22 ára. Æskilegt að mynd fylgi bréfi), 51 Maple Dreve, Great Neck, Long Islands, U.S.A. Guðjón G. Ólafsson (við stúlkur 15— 16 ára), Iíristján Guðleifsson (við stúlkur 15— 16 ára). Báðir Skógaskóla, Eyja- fjöllum. Ása Max (við pilta eða stúlkur 16— 19 ára), Eyrún Sæmundsdóttir (við pilta eða stúlkur 16—19 ára), Nína Thorarensen (við pilta eða stúlkur 16—19 ára). Allar á hér- aðsskólanum Skógum, Austur- Eyjafjöllum. Helga Gunnarsdóttir (við stúlkur eða pilta 15-—17 ára. Æskilegt að mynd fylgi bréfi), Árgötu 8, Húsavík, S.- Þingeyjasýslu. Hildigunnur Halldórsdóttir (við stúlk- ur eða pilta 15—17 ára. Æskilegt að mynd fylgi bréfi), Hrannhólum, Húsavík, S.-Þingeyjasýslu. Bergljót Sigurbjörnsdóttir (við stúlk- ur eða pilta 15—18 ára), Sólvöll- um 6, Húsavík, S.-þingeyjasýslu. 17 ára enskur piitur skrifar okkur og biður um að komast í bréfasam- band við stúlku á sínu reki, og múnu þau skrifa á ensku. Nafn hans og heimilisfang er: Richard Franklin, 1 Langland Road. Llanelly barms, South Wales, Great Britain. Hrafnhildur Gunnarsdóttir (við pilta 14—16 ára. Æskilegt að mynd fylgi bréfi), Ellý Vilhjálms (við pilta 14—16 ára. Æskilegt að mynd fylgi bréfi), Gerður Þórðar(við pilta 16—18 ára. Guðrún Finnsdóttir (við pilta 16—18 ára. Æskilegt að mynd fylgi bréfi). Æskilegt að mynd fylgi bréfi). AUar á héraðsskólanum Laugar- vatni, Árnessýslu. Marinó Haraldsson, (við stúlkur 14 —16 ára allstaðar á landinu, æski- legt að mynd fylgi bréfunum), Vatnsfirði, Reykjafjarðarhreppi, N.-Isafjarðarsýslu. Lóló Geirsdóttir (við pilta 16—25 ára), Lundum, Stafholtstungum, Mýrasýslu.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.