Vikan


Vikan - 04.01.1951, Qupperneq 5

Vikan - 04.01.1951, Qupperneq 5
VIKAN, nr. 1, 1951 5 .............MIIIIIIMIIIIIMMIMIII.........................................................................MIMMMMMMMMMMMIMIMMMMMMMMMMMIMMMMMMIIM..............IIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIMIIIIIM.MIIMMl^ I Hí framhalitssasi: V E R Ú L F U RI l\l IM - Eftir EDEN PHILLPOTTS Og nú var Porteus dáiim og Vilhjálmur átti að taka við stjórninni á Stormbury, þar sem frú Wolf beið nú komu hans til að bjóða hann velkominn. Hann kom mitt í öllum þeim undir- búningi, sem óhjákvæmiiega fylgja greftrun ríkra manna. Hann þurfti að leysa úr óteljandi vanda- málum og fjöldi manns kom og kynnti sig fyrir honum. Til þessa hafði honum jafnan verið veitt lítil athygli heima á Strombury, en nú hafði allt breytzt, allir voru forvitnir að fá að sjá hinn nýja húsbónda á Strombury. Vilhjálmur fékk strax þetta sama kvöld að komast í kynni við eitthvað af hinum óteljandi skyldum, sem biðu hans í framtíðinni og hann var mjög þreyttur bæði á sál og líkama, þegar hann loks gat dregið sig í hlé. Nú átti að opna garfhýsi ættarinnar í slð- asta sinn og Porteus lagður til hinztu hvxldar hjá forfeðrum sínum. „Þegar ég hef verið jarðaður," sagði hann eitt sinn við Vilhjálm, „mun ekki verða eftir pláss fyrir fleiri í grafhýsinu, svo að þú og niðjar þinir verða að hvíla fyrir utan.“ „Ekkert mun hæfa mér betur, faðir minn,“ hafði Vilhjálmur svarað, og þegar Porteus hafði verið lagður í traustri kistu úr eik úr Strom- buryskógi við hlið konu sixmar, var grafhýsinu með yfir fimmtíu kistum í lokað fyrir fullt og allt. Margir gamlir hermenn, sem Vilhjálmur hafði oft heyrt talað um, en aldrei séð fyrri, voru við- staddir jarðaförina, sem var mjög fjölmenn. En að henni lokinni gekk lífið í Strombury aftur sinn vanagang, eins og ekkert hefði ískorizt. 2. KAFLI. Skrauthliðið á Stormbury lá að suður álmu hallarinnar. Það var mjög sjaldan opnað. Hlið þetta var gert úr smíðajárni, og sitt hvoru megin við það voru veigamiklar súlur. Hlið þetta hafði einhver barónanna, sem höfðu setið á Stormbury, tekið með sér heim frá Italíu. Ofan á hvorri súlu sat úlfur. Úlfarnir voru einnig ítölsk smiði, þeir voru úr gráum marmara og höfðu úlfarnir í skjaldamerki ættarinnar verið hafðir til fyrir- myndar. Úlfarnir á skjaldarmerkinu voru í grimmilegum bardaga, en hér voru þeir aðskild- ir, hvor um sig sat á sinni háu súlu og horfði illilega niður á áhorfendur og óhuggnanlegur munnurinn var galopinn. Hvorki mosi né skófir hafði fest rætur á þeim og þarna sátu þeir svo uggvænlega líkir lifandi úlfum. Porteus var ek- ið út á milli úlfanna sinna í líkvagninum og á eftir fylgdi gríðar fjölmenn líkfylgd, og nú lok- aðist hliðið aftur, og þeir, sem áttu erindi til eða frá höllinni urðu að fara aðrar leiðir. Mánuður hefur liðið frá því að Porteus var jarðsettur og kaldan og ömurlegan nóvember dag gekk Vilhjálmur ásamt frænda sínum inn um lítið hlið og eftir veginum í áttina til óðalsset- ursins. Ýmis vandamál hafa orðið á vegi hins unga erfingja. Þar á meðal hefur gamli ráðs- maðurinn hans beðið um lausn frá störfum. Háðs- mannsstaðan hafði gengið erfðum í beinan karl- legg, en þar sem Michael Forrester átti engan son, varð að taka ókunnugan mann í starfið. „Ég ætla að reyna að fá John Malfroy til þess að taka við ráðsmannsstöðunni sagði Vilhjálm- ur við frænda sinn. „Mig hefur lengi langað til að gera honum greiða, og hér gefst mér loksins tækifæri til þess.“ „Ég man vel eftir honum frá því hann heim- sótti þig,“ sagði Telford ihugull á svip. „Og ég er sannfærður um, að hann, ef ég er undanskil- inn, er eini vinur þinn.“ „Ertu andvígur honum?" „Nei, þvert á móti. Mér geðjast reglulega vel að honum. Hann er duglegur og hagsýnn. Ef til vill er hann stundum helzt til varfærinn, en það rýrir ekki gildi hans í mínum augum. En aftur á móti eru gerðar geysimiklar kröfur til ráðs- manns á stóru ættaróðali, og Stormbury er ekki staður, sem maður kemur til að læra ráðsmennsku á, heldur vantar þig reyndan mann. Malfroy þyk- ir vænt um sveitalífið, hann hefur yndi af úti- vist og íþróttum, hann er greindur og fólk ber virðingu fyrir honum. En er hann nógu kunnug- ur þvi starfi, sem hann yrði að taka við?“ „Það kemur smátt og smátt. Hann hefur góða hæfileika til að vera stjórnandi. 1 Rússlandi er hann einn af yfirmönnunum í stórri námu. Að vísu get ég ekki gert ráð fyrir, að hann langi til að taka að sér starfið, en ég býst samt við því. Hon- um þykir mjög vænt um mig, og eins og þú veizt, met ég hann einnig mikils. Mig hefur alltaf lang- að til að fá hann hingað, og ef við lítum á að- stæðurnar, þá eru þær ekki mjög slæmar. Forr- ester hefur ennþá sitt starf, og hann mun hjálpa Malfroy fyrstu mánuðina, og áður en langt er um liðið, verður hann ágætis ráðsmaður, og Forrester fær lausn frá starfi." „Þá vona ég að hann komi, og ég vona einnig, að Forrester verði eitt ár enn við starfið. Það er alltaf svo mikið að gera á stóru óðali, þegar óðalseigandinn deyr.“ „Faðir minn hafði gengið vel frá öllum mál- um, áður en hann dó, enda vissi hann, að tími hans mundi brátt koma.“ Þeir fóru aftur að ræða um John Malfroy. Hann og Vilhjálmur höfðu bundizt vináttubönd- um, er þeir voru saman í Etonskóla. Þeir voru mjög ólíkir hvor öðrum bæði að skapgerð og útliti. En Vilhjálmur hafði lærzt að meta hjá kunningja sinum einmitt þá eiginleika, sem hann skorti sjálfan. John var hár og þreklega vaxinn piltur, duglegur við allar íþróttir. Auk þess var hann öruggur í allri framkomu, hann var þol- góður og hugrakkur, og samt sem áður var hann sannur íþróttamaður og færði sér aldrei krafta sína í nyt á löðurmannlegan hátt. 1 stuttu máli sagt, var hann einn þeirra manna, sem alltaf er álitin hetja, þó að hann geri sjálfur aldrei neina tilraun til þess að sýnast hetjulegur. Vilhjálmur, sem var yngri en Malfroy, varð samstundis einn aðdáenda hans, og Malfroy geðjaðist strax mjög vel að þessum unga aðalsmanni, og áður en langt um leið voru þeir tengdir innilegum vináttuböndum. John vissi, að „Leðurblakan" átti að erfa stórt óðalssetur og öll þau auðæfi, sem því fylgja, og ef til vill hafði það sín áhrif á hann; en ungt fólk er sjaldan undirförult, og það var áreiðanlegt, að vinátta Malfroy gagn- vart Vilhjálmi var ekki til orðin í eiginhagsmuna- skyni. Honum þótti innilega vænt um Vilhjálm, ef til vill vegna þess, hve miklar andstæður þeir voru. Hann var fallegur maður, en það hefði enginn getað sagt um Vilhjálm; hann var hár og sterklega vaxinn, en Vilhjálmur var lágvaxinn og grannholda. John var vel gefinn, en honum leiddist að lesa námsbækurnar, og Vilhjálmur hjálpaði honum oft við námið og var hreykinn af að geta það. Aðstaða Vilhjálms I þessu lífi vakti í ríkum mæli áhuga hjá Malfroy. Ilann var sjálfur af venjulegri borgarafjölskyldu kominn, og kunn- ingsskapurinn við Wolf opnaði fyrir honum nýja heima. Að sumu leyti fór það í taugarnar á honum, að það skyldi vera til fólk, sem væri fætt í þennan heim til þess að taka við miklurn auðæfum — fólk, sem væri fætt til að vera ríkt, án þess að hafa nokkuð fyrir því sjálft. Faðir Johns var duglegur maður, og hafði unnið sér sjálfur inn þau auðæfi, sem hann átti. Lífsvið- horf hans, sem John hafði erft frá föður sinum, var að öllu leyti mjög frábrugðið lífsviðhorfi Wolfs, og drengirnir rökræddu þetta oft og lengi. John hafði lært að meta peningana vegna þeirra sjálfra, og þeirra þæginda, sem þeir gátu veitt manni, en Vilhjálmur leit aftur á móti á þá sem fjötra, sem fylgdi mikil ábyrgð, hér sást greini- lega munurinn á erfðum og áunnum auðæfum. Þeir höfðu verið í skóla saman í Oxford, en þá byrjaði ógæfan fyrir Malfroy. Faðir hans, sem var víxlari, tapaði öllum fjármunum sinum, og framdi síðan sjálfsmorð. Hann lét eftir sig konu og tvö börn. John var nauðbeygður til að hætta námi i háskólanum. Þetta hafði komið eins og þruma úr heiðskíru lofti; en ungi maðurinn var harðger og lét ekki bugast. Hann varð að sjá móður sinni og systur farborða. Vilhjálmur gat ekki hjálpað honum eins og á stóð, en Malfroy vissi, að ógæfa hans hafði ekki raskað vináttu þeirra að neinu leyti. Það var þegjandi sam- komulag á milli þeirra, að Vilhjálmur útvegaði Malfroy atvinnu á Stormbury, um leið og hann fengi tækifæri til. Þeir héldu stöðugt samband- inu hvor við annan, en kunningjar föður Johns útveguðu honum atvinnu. Hann innti svo vel og samvizkusamlega af hendi öll þau störf, er honum var trúað fyrir, að hálfu öðru ári síðar var hann sendur til Kússlands á vegum oliufyrir- tækisins, sem hann var ráðinn hjá. John helgaði sig algerlega vinnunni. Hann komst í kynni við fátækt og varð svo undarlega gírugur I peninga. Fékk löngun eftir þeim, löngun, sem hinir riku þekkja ekki. 1 huganum treysti Malfroy ávallt því, að Vil- hjálmur yrði til þess að skapa honum nýja fram- tið, sem hæfði honum betur, en sú, sem nú blasti við honum. John hafði yndi af sveitalífi, og iðk- un íþrótta úti í guðsgrænni náttúrunni hafði á- vallt verið draumur hans. Hann hafði eitt sinn verið á Stormbury í sumarleyfi sínu, og hann hafði notið þess í ríkum mæli; en um þær mundir gat hann ekki áttað sig á, hvaða vinna hæfði sér bezt þar. Honum var það ljóst, að Vilhjálm- ur leit allt öðrum augum á lífið en hann sjálf- ur. Vilhjálmur hafði eitt sinn heimsótt vin sinn til Síberíu, og sá þá hversu óvenju verkhygginn Malfroy var, sá sltapfestu hans og viljastyrk. Hann ltunni vel að meta þessa eiginleika vinar síns, og hafði rætt um þá glæsilegu framtíð, sem án efa biði hans. En þeir höfðu ekki rætt þann möguleika, að þeir ættu eftir að fylgjast að í gegnum lífið. 1 fimm ár hafði Malfroy unnið og beðið I Rússlandi, og nú leit loks út fyrir, að Vilhjálmur gæti hjálpað honum. Vilhjálmur var aftur á móti hálfhræddur um, að John mundi ekki verða á- nægður með þær aðstæður, sem biðu hans í Englandi og ræddi um það við Telford. Bræðrungarnir gengu áfram, og augnablik námu þeir staðar til að horfa á fáein dádýr, sem hlupu inn í 3kóginn. En skömmu síðar héldu þeir samtalinu áfram. „Ég er alls ekki viss um, að hann komi,“ sagði

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.