Vikan


Vikan - 04.01.1951, Page 11

Vikan - 04.01.1951, Page 11
VIKAN, nr. 1, 1951 11 Framhaldssaga: SMIPBMOT 18 ------- Eftir JENNIFER AMES ----------------—--------------— „Ég held, að maður yðar standi ekki að neinu leyti bak við flóttann," svaraði hann. „En við höfum lagt fyrir hann nokkrar spurningar, sem hann virðist eiga fullerfitt með að svara. Svo gripum við til okkar ráða, svo að hann segði okkur sannleikann. Kannski hefur hann sagt yð- ur frá þessu?" „Nei, hann hefur ekki á það minnzt.“ „Það var slæmt. Við slepptum honum nefni- lega með það fyrir augum hann mundi segja yður allt af létta. Við þóttumst vissir um, að þér munduð verða liðlegri við okkur, ef þér fengjuð að vita það.“ Það var sama ógnunin í rödd hans sem fyrr, og kalt vatn rann henni milli skinns og hörunds. Hún sneri við honum baki og sagði lágt. „Ætluðuö þér að tala um fleira við mig, kaft- einn ?“ „Já, frú Rymer. Ég bið yður að fara ekki strax. Ég þarf að spyrja yður um . . .“ Hann snarþagnaði. Dyrnar höfðu opnazt, Bruce stóð á þröskuldinum. „Fyrirgefið, kafteinn," sagði hann með bros á vör. „Mér fannst viðtalið við konu mina orðið í lengra lagi. Gæti ég kannski orðið yður að ein- hverju liði ?“ „Ekki hef ég beðið yður að koma,“ sagði hann. „Einmitt, en samt langaði mig til að líta inn til ykkar.“ Hann brosti gleitt. ,.Ég þoli ekki, að jafnmikið kvennagull og þér, kafteinn. séuð of lengi í einrúmi með konu minni." Blóðið þaut fram í kinnar kafteinsins. „Nú stigið þér einu skrefi of langt, Rymer. Ég hef látið það í Ijós við yður áður, að amerísk fyndni lætur mér illa í eyrum.“ Bruce hnyklaði brýrnar lítið eitt. „Yður finnst þá hjákátlegt, að ég skuli kalla yður kvennagull ? Ég get að vísu verið yður sammála, en leyfist mér að benda yður á, að það voruð þér, sem sögð- uð þetta sjálfir í fyrstunni." Það var háðskur hreimur í rödd hans, og þjóðverjinn virtist ætla að springa af reiði. Hann steig eitt skref að Bruce, og um tíma hélt Alys, að Bruce mundi fá högg í andlitið. En kafteinninn missti ekki stjórn á sér, svo sagði hann: „Þetta getum við jafnað síðar, Rymer." „Auðvitað, auðvitað," sagði Bruce og kinkaði kolli hinn rólegasti. „Þér viljið ætið hafa yfir- tökin í glimunni. Ef þau nást ekki, dragið þér yður i hlé. Er það ekki rétt, kafteinn?" Nú voru dyrnar, sem lágu út að veröndinni, opnaðar skyndilega, og inn kom karlmaður. Hann var afar hár og að sama skapi digur. Hann gekk beint að Bruce. „Hér ert þú þá niðurkominn, vinur minn,“ sagði hann furðu lostinn. „Það var gaman að hitta þig aftur. Þú lítur býsna vel út.“ Jafnframt sló hann svo kröftulega á aðra öxl Bruce, að hann átti erfitt með að halda jafnvægi. Maðurinn hafði djúpa, hreimmikla rödd, sem virtist enduróma í stofunni. Alys grunaði þama væri Manley sendi- herra kominn, og henni kom i hug, hvað það væri skrítið, að svo risavaxinn maður ætti jafn granna og kvenlega dóttur sem Jennifer var. En þrátt fyrir allan stærðarmun, var mikill svipur með þeirn, bæði voru blíðleit og brúneyg, munnnett og einbeitt, og efalaust hafði hár hans verið Ijóst, þó að það væri nú orðið grátt af hærum. Það kom henni líka spánskt fyrir sjónir, hve kumpánlega Manley ávarpaði Bruce, því að Bruce hafði einhvern tíma haft það á orði við hana, að hann þekkti ekkert til ameríska sendiherrans. „Ég gat varla á heilum mér tekið, eftir að Jennifer sagði mér þú værir kominn til eyjarinn- ar, svo langaði mig mikið til að sjá þig,“ sagði Manley. „Enda er langt frá því við sáumst sið- ast, það var fyrir ári, á fyrii'lestri, sem þú hélzt í New York. Það var góður fyrii'lestur, honum gleymi ég aldrei." Hann drap titlinga framan í Bruce og lék við hvern sinn fingur. „Og þax-na er þá eiginkonan. Ég hef mikið heyrt um hana talað. Ég fékk fyrir nokknx bi’éf frá vini okkar beggja, og hann sagði, að hún skaraði fram úr öllum, sem hann þekkti. Ég held það sé ekki of mikið sagt.“ Hann gekk til Alysar, og þau tókust í hendui'. „Komið þér sæl- ar frú Rymer. Mig undrar, hve vinur minn, ég minntist á hann áðan, hefur getað lýst yður vel í bréfinu." Hann brosti ánægjulega. „En samt eruð þér fegurri en hann sagði — miklu feguri'i." Meðan á þessu stóð, var Jensman kyrr og leit stöðugt frá einum til annars. Það var eins og hann áttaði sig ekki á öllum ósköpunum, þetta kæmi honum gersamlega á óvart. Ekki var annað liægt en að sannfærast af framkomu Manley. „Þekkir þú ekki Jensman kaftein, Manley?" sagði Bi-uce. „Hann er hér yfirmaður í liði Gesta." „Nei, þvi miður,“ sagði Manley, og nú ger- breyttist maðurinn á einu augabragði. Glettnis- svipurinn rann af honum, í þess stað setti hann i brúnirnar og varð hörkulegur. „Ég hef heyrt mikið um yður talað, Manley,“ sagði kafteinninn. „Og allt er það upp á sörnu bókina — þér eruð lítill vinur þjóðverja." „Nújá, einmitt það,“ sagði Manley. „Yður skjátl- ast efalaust ekki. En svo er margt sinnið sem skinnið. Ég virði það mikils, að eiga nú færi á að taka í hönd yðar, kafteinn. Og ég hef einnig heyrt mikið um yður talað." Þeir hneygðu höfuðin lítið eitt. Nú faimst Alys einhvern veginn teningunum væri kastað. Hún varp öndinni léttar. Hún kunni vel við Manley, og var honum þakklát fyrir að hafa kornið Bruce til hjálpar. Litlu síðar kvaddi Jensman. Áður en hann fór, leit hann til Alysar og sagði: „Ég bíð eftir að heyra meira frá yður, frú Rymer." Manley skellti upp úr og sagði siðan: „Það er eins og þið hafið svarizt í fóstbræðralag." Svo lét hann höndina falla á axlir Jensmanns, svo að kafteinninn var næstum fokinn um koll. Hann hélt áfram áð hlæja, og var bersýnilega í ljóm- andi skapi. En þegar hann heyrði bil ekið frá húsinu, hætti hann og varð alvarlegri. „Þið eigið úr miklum vanda að ráða, er ekki svo?“ sagði hann. „Hefur yður vei'ið skýi't frá þvi?“ sagði Bruce. Hann kinkaði kolli. „Jennifer sagði mér frá því. Þið hafið verið meiri klaufarnir. Guð má vita, hvemig þið getið bjargazt út ógöngunum." „Já, það er býsna erfitt," sagði Bruce og brosti út í annað munnvikið. ,,En, hvað munduð þér leggja til við gerðum?" Manley virtist velta einhverju fyrir sér nokki'a stund. Hann hafði hendur í vösum og horfði nið- ur á gólfið. Að lokum leit hann upp og sagði: „Ég held ekki sé nema um eitt að velja. Ég verð að gefa ykkur formlega í hjónaband." 18. KAFLI. Alys hrökk við. „En það getum við ekki,“ sagði hún í öngum sínum. Manley horfði á hana. Augu hans voru smá en gáfuleg. „Svo? En það er nú eini kosturinn, sem ég kem auga á. Ég get ekki skoi'izt í leikinn, fyrr en þér eruð lögum samkvæmt giftar amerísk- um manni, enda þótt þér skirrist við að verða amerískur ríkisborgari. Senx stendui' get ég ekk- ert gei't. Það var ekki rétt af mér að ljúga svona að Jensman áðan, og það verður ekki auðvelt fyrir mig að halda honum í framtíðinni. Ég held, frú, að . . .“ Hann þagnaði og boi'sti vingjam- lega til Alysar. Hún sagði þá: „Kallið mig held- ur Alys." Svo hélt hann áfram. „Það mundi hafa mikið að segja, Alys, ef þið Rymer væi'u lagalega gift. En á hinn bóginn er ósköp auðvelt að losa sig síðar við hjónabandið, ef þér viljið ekki gangast undir það að fullu og öllu." „Þér eigið við skilnað?" „Setur hroll að yður við tilhugsunina ? Það er af því að þér eruð aldar upp í Englandi. 1 mínu föðurlandi er skilnaður engin ósköp — það er að engu ægilegra heldur en að taka vísdómstönnina til dæmis. Og þetta spor, sem ég vil að þér stigið, getur í'áðið miklu fyrir yður. Meira að segja getur verið urn líf og dauða að tefla . . Hann þagði stutta stund og horfði á hana í eftir- væntingu. „Þér álítið þetta skipti svona miklu máli?“ Það var eins og hún þvingaði orðin fram á varir sínar. „Á þvi er enginn vafi.“ Alvönisvipurinn vék nú af andliti hans fyrir góðviljaðri glettni. „Og því er tillaga min svo afleit? Þið eruð bæði þokka- leg í útliti, ekki laust við hjónasvip, meira að segja. Jæja, hvað segið þið svo?“ „Ætli við Alys gætum ekki krufið þetta til mergjar?“ sagði Bruce. „Já, þið getið fengið að tala um það tvö ein,“ sagði Manley. „Náttúrlega viljið þið finna for- smekkinn, áður en þið steypizt ofan í hjóna- sængina." Hláturinn iskraði í honum. ,,Æ, þið megið ek);i reiðast mér, þótt ég geri að gamni mínu,“ sagði hann svo. „Nei, nei,“ sagði Bnice. Manley gekk hratt út úr stofunni. Þau heyrðu fótatak hans fram eftir ganginum. Svo kallaði hann hátt á Jennifer. Þau stóðu kyrr og lögðu að eyrun, og bæði langaði til að hefja samtalið. Að lokum sagði Bruce: „Já, hvað segir þú um tillöguna?" „Þetta er blátt áfram hlægilegt, því að við . . .“ Hún komst ekki lengra. „Af því að við elskumst ekki. Ætlaðirðu að segja það?“ Hún fann blóðið stiga sér til höfuðs. „Kannski,“ sagði hún. „Já, það var einmitt þaþ." „Veiztu, hvað er ást?“ sagði hann eins og út í bláinn. Hún sneri sér að honum. „Auðvitað veit ég það." „Ég efast um það. Ástin er ekki eins og þú heldur, eða réttara sagt eins og þér hefur verið blásið í bi'jóst frá bai'næsku. Hxigmyndir þinar eru svo rómantískar. En ástin er eitthvað, sem maður stenzt ekki, eitthvað, sem nær tökum á manni, hvort sem það er ljúft eða leitt. Það er hægt að elska án þess að vilja elska, það er

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.