Vikan - 25.10.1951, Side 4
4
VIKAN, nr. 41, 1951
• vELDSVOÐSNN • •
„Það heimskulegasta, sem nokkur af-
brotamaður getur gert, það er að kveikja
í einhversstaðar og tilkynna eðlilegan
bruna — og taka svo tryggingarféð á
eftir,“ sagði Burnes umsjónarmaður í
Metropolitan-lögreglunni í New York. —
„Fyrir 8—10 árum var þetta tekju-
lind afbrotamanna. Fyrir nokkur hundr-
uð dollara var vandalítið að múta glæpa-
manni í þessari atvinnugrein til að kveikja
í hverju, sem var. En með vísindalegum
rannsóknaraðferðum er nú mögulegt að
ganga úr skugga um, hvort íkveikjunni
er af ásettu ráði komið til leiðar eða ekki.
Það er þess vegna ekki svo auðvelt að afla
sér tekna á þennan hátt nú á dögum,
hvorki fyrir brennumanninn né fyrir
þann, sem vill fá tryggingarféð.“
Nokkrir menn sátu saman í bókasafni
klúbbsins og reyktu. Samtalið snerist af
einhverjum ástæðum um tryggingasvik,
sennilega af því, að blöðin höfðu þann
sama dag birt fréttir um þess konar
íkveikju. Allir hlustuðu fullir eftirvænt-
ingar á orð Burnes umsjónarmanns.
Allan Stewart, sem átti stærstu loðskinna-
verzlun borgarinnar, ræskti sig og horfði
spyrjandi á leynilögreglumanninn John
Hanley.
„Mundi þá lögreglan alltaf geta upplýst,
hvort um íkveikju væri að ræða — líka
þó að allt væri mjög vel undirbúið, og erf-
itt væri að sjá annað en að allt væri með
felldu?" spurði hann. Hanley var ekki
skjótur til svars.
„Að vissu leyti hefur Burnes rétt fyrir
sér. Brennumenn nota venjulega blöndu
af benzíni og terpentínu, sem er nijög eld-
fim. Það er einmitt misskilningurinn, þeir
vilja, að allt funi upp sem skjótast. Síð-
an komum við með smásjána og mynda-
vélina, og það kemur alltaf í ljós, ef eitt-
hvert eldfimt efni hefur verið notað.
Áframhaldið kemur af sjálfu sér.“
„En — er það samt ekki flókið mál?“
spurði Stewart. — „Ef sá, sem liggur und-
ir grun, hefur á reiðum liöndum sönnun
fyrir fjarvist sinni frá brunastaðnum ?“
„Það er ekki til sú fjarverusönnun, sem
ekki er hægt að eyðileggja, ef hún er byggð
á ósannindum,“ svaraði Burnes. „Enginn
getur verið á tveimur stöðum í einu — og
gleymið því ekki, að venjulega er einhver
ástæða fyrir íkveikju. Vcnjulega er um
peninga að ræða í þessum tilfellum. Það
liggur oftast í augum uppi. Tryggingin
hefur verið hækkuð skömmu fyrir brun-
ann, og venjulega svo mikið, að trygging-
in er miklu hærri heldur en samsvarar
tjóninu, sem verður við íkveikjuna.“
Geoffrey Kearns, sem var umboðsmað-
ur hjá tryggingafélagi, sneri sér ákafur
að Stewart vini sínum. — „Já, þú þarft
ekki að óttast að vera grunaður, þegar
allt fer í bál og brand hjá þér. Nú hef ég
vikum saman þrábeðið þig að hækka
trygginguna. Þú gleymir því lalveg, að
fyrirtæki þitt hefur stækkað mikið, síð-
an þú tryggðir það í fyrsta skipti. En þá
verður tilgangslaust fyrir þig að segja,
að ég hafi ekki aðvarað þig . . .“
Allir hlógu góðlátlega að hinum ákafa
umboðsmanni.
„Þú hefur vafalaust rétt fyrir þér,“
sagði Stewart, „ég held, að tryggingarféð
samsvari alls ekki verðmætunum. Ég
verð að minnast þess að hækka trygging-
una.“
„Þá kem ég til þín á skrifstofuna á
morgun. Ég verð að hamra járnið, á með-
an það er heitt,“ sagði Kearns ánægður
yfir væntanlegum ágóða. Stewart kinkaði
kolli og gekk að símanum. Á sama augna-
bliki leit Hanley á armbandsúr sitt, sem
var fimm mínútur yfir hálf ellefu.
Samræðurnar héldu áfram. Nú var rætt
um stríð og stjórnmál. Þeir gerðu góðlát-
legar athugasemdir við fréttirnar í út-
varpinu, þangað til þulurinn sagði:
„Skömmu eftir klukkan hálf ellefu kom.
upp mikill eldur í loðskinnaverzlun Allan
Stewarts. Eldsins varð vart, þegar hitinn
var orðinn svo mikill, að hann sprengdi
rúðurnar. Á fimm mínútum varð bygg-
ingin alelda. Allt brunaliðið vinnur að því
að slökkva eldinn, en það hefur ekki tek-
izt. Tryggingarfé fyrirtækisins er mjög
lágt, svo að tjónið er mjög mikið.“
Allan Stewart stóð á fætur, tók hönd-
unum um höfuð sér og reikaði út.
„Ég er gjaldþrota,“ hvíslaði hann.
Þremur dögum síðar hittust nokkrir
menn á einu þekktasta veitingahúsi borg-
arinnar. Það var Hanley, leynilögreglu-
maðurinn, Burnes umsjónarmaður og kona
hans, ásamt manni nokkrum Ruthledge
að nafni, sem var nafnknnur sérfræðing-
ur í glæpamálum. Burnes brosti ánægju-
lega, sama dag hafði hann látið taka mann
nokkurn fastan fyrir íkveikjuna.
„Ég var einmitt að lesa um þetta í
kvöldblöðunum. Hver er það? Varð brun-
inn raunverulega af manna höndum?“
spurði Hanley.
„Guð hjálpi þér, maður!“ hrópaði
Ruthledge hlæjandi. „En sú spurning! Það
var ausið benzíni og terpentínu yfir allt,
alveg innan úr skrifstofu Stewarts og út
í gegnum allar verzlunardeildirnar og nið-
ur stigann. Það var beinlínis sprenging,
þegar allt komst af stað.“
„En hvern tókst þú fastan? — Stew-
art?“ •
„Nei, hversvegna hann. Hann hafði enga
ástæðu til að gera það. Tryggingin er tvö
hundruð þúsund dollarar, og verðmæti
.........■■■mmmmiimmmi.immmimmmmimiir^
I VEIZTU -? |
1 1. Hver var síðasti konungur Englands, É
sem leifð var innganga í neðri deild :
brezka þingsins? Hvert var stjórnar- 1
tímabil 'hans? |
| 2. Hvenær var heilagur Ágústinus uppi ? |
\ 3. Hvenær var Kínverjinn Laó-tse uppi =
\ og hvað hét bókin, sem hann reit og =
Taótrúin spratt upp af síðar?
= 4. Hvað hefur jöklasóleyin komizt hátt |
upp eftir hæsta fjalli Svíþjóðar?
i 5. Hvenær og hvar fæddist Þorsteinii =
Gíslason skáld og hvenær dó hann?
= 6. Hvað þýðir orðið bryðja?
1 7. Hve lengi hafa hænsni verið húsdýr =
I í Danmörku? =
= 8. Hvenær og hvar er kvikmyndaleik- i
konan Claudette Colbert fædd?
i 9. Getur villisvínið verið mannskætt?
i 10. Hvenær tók Marteinn Einarsson bisk- =
= up við Skálholtsstól ?
= Sjá svör á bls. 14.
'/iiiiimiiiiiiiiimimiiimii 1111111 im iii ii ll■ml■■m ■■ m iii ii ■ln■lll■llllllll■mlllllln,^
Mannlýsing úr íslenzku fornriti:
,,.....er nefndur leysingi einn. Hann
átti viðnefni og var kallaður tordýfill.
Hann hafði unnið sig burt úr þrældómi og
var áður þræll fastur á fótum. Hann var
heimamaður Mýness-Þóris og skyldur
honum mjög................var lítill mað-
ur vexti og kviklegur, orðmargur og ill-
orður, heimskur og illgjarn, og ef hann
heyrði nokkurn mann vel látinn, þæstist
hann í móti og mátti eigi heyra, og varð
hann þeim öllum nokkura flýtu að fá . . .“
Hver var þessi maður og hvar er lýs-
ingin ?
(Sjá svar á bls. 14).
varningsins nam einni miljón. Þú sást
sjálfur, hvernig hann tók því. Hann er
reyndar kominn á hressingarhæli.“
„Hver er það þá, sem þið hafið tekið
fastan ?“
Burnes kveikti rólega í vindli og sagði
því næst: „Eiginlega er það ekki opinbert
ennþá, en úr því að þú spyrð . . . jæja, þá,
það er Kearns.“
„Hefur hann játað?“
„Nei! En það skiptir engu máli, við
höfum nógar sannanir. Fyrirtæki hans
hefur ekki gengið vel undanfarna mán-
uði. Kearns þarfnaðist meiri viðskipta.
Bruni eins og þessi þar, sem tryggingin
er of lág, mundi hræða fólk og auka við-
skiptin. Fyrirtæki Stewarts mundi vera
ágætis auglýsing.“
„Heldur þú, að þetta nægi til þess, að
hann sé dæmdur fyrir íkveikju?“ spurði
Hanley.
„Ef til vill ekki, en það eru einnig aðr-
ar ástæður fyrir hendi. Stewart hefur
einkaritara, ungfrú Alice Howard, sem
Kearns er mjög hrifinn af. Hún hefur ver-
ið hjá Stewart í mörg ár, og það er sagt,
að þeir tveir séu afbrýðisamir hvor við
annan. Með þessum bruna gat Kearns
auðveldlega rutt meðbiðli sínum úr vegi.“
„Þetta er nú allt saman gott og bless-
að, en getur þú sannað, að hann hafi ver-
ið á brunastaðnum . . .“
„Það er nú líkast til . . . seint um kvöld-
ið. Klukkan níu ætlaði hann að sækja Alice.
Hann var vanur að koma og fara, eins
og honum bezt þótti, allir vissu, að hann
var vinur Stewarts. Næturvörðurinn mætti
Kearns um hálf níu leytið. Alice ætlaði að
vinna lengur, en hætti við það og fór
klukkan fimm. Kearns hefur notað gömlu
aðferðina, að setja kertaljós í skál með
eldfimum vökva í. Sennilega hefur hann
farið inn í birgðageymsluna og sett skál-
ina þar. Því næst fer hann í klúbbinn og
hefur þá óvéfengjanlega fjarvistarsönn-
un.“
„Hvaðan fékk hann terpentínu ?“
„Við fundum brúsa í rústunum, sem var
næstum eyðilagður í eldinum, en Ruth-
ledge fann fingraför neðan á honum, og
það kom í ljós, að þar var um fingraför
Kearns að ræða, terpentínuna hafði hann
keypt í apóteki í New Jersey. Hann ætl-
aði að telja okkur trú um, að hann hefði
haft í hyggju að mála hús móður sinnar.
En ég verð nú að segja, að það lýsir ekki
sérstaklega auðugu ímyndunarafli.“
„Þetta er hreint og beint ískyggilegt
fyrir hann,“ sagði Hanley, sem bersýni-
lega vildi gjarna beina samræðunum að
að öðru efni: „En hvað þetta er glæsileg-
ur silfurrefur,“ sagði hann og sneri sér
að frú Burnes, sem ljómaði af ánægju.
„Þetta var fallega sagt, hr. Hanley,
hann er nú orðinn gamall, og við keypt-
Pramhald á bls. 14.