Vikan - 26.03.1953, Síða 5
PERSÓNUR: ™
Hercule Poirot, frægur
9 leynilögreglumaður
Hastings kapteinn, vinur
9 hans. Sögumaður
Carlotta Adams, amer- “
9 ísk eftirherma
Jane Wilkinson, Lady Edg-
9 ware, leikkona
Bryan Martin, leikari, vinur
9 Jane Wilkinson
• Edgware lávarður
5. KAFLI.
Morð.
NÆSTI dagur var 30. júní. Klukkan var ekki
nema hálf tíu þegar okkur var sagt að Japp
yfirlögregluþjónn væri niðri og vildi hafa tal
af okkur. Það voru liðin nokkur ár síðan við
höfðum séð yfirlögregluþjóninn frá Scotland
Yard.
— Góði gamli Japp, sagði Poirot. — Hvað ætli
honum sé á höndum?
— Hann þarfnast hjálpar, hreytti ég út úr
mér. —• Hann fær ekki nokkurn botn í eitthvert
mál og leitar því til þín.
Mér var ekki eins vel við Japp. Að vísu var
mér sama þó hann væri alltaf að reyna að veiða
eitthvað upp úr Poirot, sem hafði satt að segja
gaman af því og fannst sér vera gerður heiður
með þvi. En mér gramdist það að Japp kom
fullur af hræsni og vildi ekki viðurkenna það.
Eg vil að fólk komi til dyranna eins og það
er klætt. J5g hafði orð á þvi og Poirot fór að
hlægja.
— Þú ert einna likastur bolabít, Hastings, er
það ekki? En þú verður að hafa það í huga að
aumingja Japp verður að verja orðstýr sinn, svo
hann finnur sér einhverja átyllu. Það er ákaf-
lega eðlilegt.
Mér fannst það aftur á móti heimskulegt og
sagði það. En Poirot vildi ekki samþykkja það.
— Það er ekki annað en aukaatriði hvernig
hlutirnir eru gerðir, en það skiptir fólk miklu
máli. Það gerir því fært að hafa hreinan skjöld.
Eg var samt á þeirri skoðun að örlítil minni-
máttarkennd mundi ekki skaða Japp, en það var
ekki til neins að deila um þetta. Auk þess var
ég forvitinn að vita til hvers Japp væri kominn.
Hann heilsaði okkur báðum ástúðlega.
— Eg sé að þið ætlið að fara að borða morg-
unverð. Ertu ekki enn búinn að fá hænurnar til
að verpa ferköntuðum eggjum handa þér, Poirot ?
Spurningin var sneið til Poirots vegna þess að
hann hafði einu sinni kvartað yfir því hve eggin
væru misstór og sagt að það truflaði fegurðar-
smekk sinn.
—‘ Enn hefur mér ekki tekizt það, svaraði
Poirot brosandi. —- Og hvernig stendur á því að
þú kemur í heimsókn til okkar svona snemma,
Japp minn?
Andlát Edgware lávarðar
5 Eftir AGATHA CHRISTIE
— Þetta er ekki snemmt — ekki fyrir mig.
Ég er búinn að vinna í rúma tvo tíma. Og ástæð-
an fyrir komu minni er morð.
— Morð ?
Japp kinkaði kolli. — Edgware lávarður var
drepinn heima hjá sér i Regent Gate í gærkvöldi.
Konan hans rak hníf i hálsinn á honum.
— Konan hans? hrópaði ég.
Umrfiælum, sem Bryan Martin hafði látið sér
um munn fara daginn áður, skaut upp i huga mér.
Hafði hann séð það fyrir að þetta mundi koma
fyrir? Ég minntist þess líka hve kæruleysislega
Jane hafði talað um að ,,slá hann af“. Bryan
Martin hafði haldið því fram að hún hefði enga
siðferðiskennd. Hún var einmitt af þeirri mann-
gerð, sem fremja slík verk. Tilfinningalaus,
eigingjörn og heimsk. En hvað hann hafði haft
rétt fyrir sér!
Þessar hugsanir þutu í gegnum huga minn
meðan Japp hélt áfram: •—• Já, hún er leikkona,
eins og þið vitið. Jane Wilkinson heitir hún.
Hún giftist honum fyrir þremur árum. Þeim
kom ekki saman og hún fór frá honum.
Það leit út fyrir að þetta hefði komið Pöirot
úr jafnvægi og hann varð alvarlegur á svip-
inn: — Hvers vegna heldurðu að hún hafi drep-
ið hann?
— Ég held ekkert um það. Hún sást. Hún fór
heldur eiíkert dult með það, þvi hún kom í leigu-
bíl.
— I leigubíl . . . endurtók ég ósjálfrátt þegar
ég minntist þess, sem hún hafði sagt um kvöld-
ið á Savoyhótelinu.
— Já, hún hringdi dyrabjöllunni um tíuleytið
og spurði eftir Edgvvare lávarði. Þjónninn sagði,
að hann skyldi athuga hvort hann væri heima.
Það er óþarfi, sagði hún þá fullkomlega róleg.
Ég er lady Edgware. Ég býst við því að hann
sé inni í bókaherberginu. Svo gekk hún yfir
anddyrið, opnaði hurðina, steig inn og lokaði á
eftir sér.
Þjóninum fannst þetta dálitið undarlegt, en
ekkert ótrúlegt. Hann fór niður. Um það bil tíu
mínútum seinna heyrði hann útihurðina skella.
Svo hún hefur að minnsta kosti ekki haft langa
viðdvöl. Hann læsti húsinu um ellefu leytið og
opnaði hurðina á bókarherberginu, en þar var
ekkert ljós, svo hann hélt að húsbóndi sinn væri
farinn að sofa. En i morgun fann ein af þjón-
ustustúlkunum líkið. Hann hafði verið stunginn
með hníf aftan í hálsinn, rétt við hársræturnar.
— Æpti hann ekki? Heyrðist ekkert?
— Ekki segja þau. Hurðin á bókarherberginu
er nokkuð þykk, skiljið þið? Það hefur líka ver-
ið umferð um götuna. Menn deyja ótrúlega
fljótt, ef þeir eru stungnir þannig. Beint inn í
heilann, sagði læknirinn. Ef maður hittir ná-
kvæmlega á rétta blettinn, deyr maðurinn sam-
stundis.
— Þá verður maður að vita nákvæmlega hvar
á að stinga. Það krefst næstum læknismennt-
unar.
— Já, það er alveg rétt. Það er henni í hag,
svo langt sem það nær. En það er lang líklegast
að það hafi bara verið heppni. Sumt fólk er
ótrúlega heppið, eins og þú veizt.
— Hún er ekki heppin, ef hún verður hengd,
mon ami, sagði Poirot.
— Nei. Það var auðvitað ákaflega heimsku-
legt að reigsa svona inn og láta uppi nafn sitt.
— Já, það er mjög undarlegt.
— Hún hefur kannski ekki ætlað að gera neitt
illt af sér. Þau hafa rifizt og hún gripið pappirs-
hnífinn og drepið hann með honum.
— Var það gert með pappírshníf?
— Einhverju þessháttar, segir læknirinn. Með
hverju sem það hefur verið gert, þá hafði hún
það á brott með sér. Hnífurinn stóð ekki í sár-
inu.
Poirot hristi höfuðið með óánægjusvip: — Nei,
vinur minn, svona hefur það ekki verið. Ég
þekki stúlkuna. Hún gæti ekki látið stjórnast
af tilfinningunum til að fremja svona blóðugan
glæp. Auk þess er hún ekki líkleg til að hafa
pappírshníf á sér. Það hafa fáar konur — og
alls ekki Jane Wilkinson.
— Sagðistu þekkja hana, Poirot?
— Já, ég þekki hana.
Hann sagði ekkert fleira og Japp horfði spyrj-
andi á hann.
— Hefurðu eitthvað í pokahorninu, Poirot ?
áræddi hann að lokum að spyrja.
— Heyrðu annars, sagði Poirot. — Hvaða er-
indi áttirðu við mig. Komstu bara til að spjalla
við gamlan félaga? Nei, það getur ekki verið.
Þú hefur þarna ágætt morðmál, sem liggur í
augum uppi. Þú ert búinn að finna morðingjann.
Þú veizt ástæðuna . . . hver er annars ástæðan?
— Hún vildi giftast öðrum manni. Hún heyrð-
ist segja það fyrir tæpri viku. Hún hafði líka
hótanir í frammi. Mér er sagt að hún hafi ætl-
að að fara til hans í leigubíl og „slá hann af“.
— Aha! sagði Poirot. — Þú hefur fengið ná-
kvæmar upplýsingar — mjög nákvæmar. Ein-
hver hefur verið ákaflega samvinnuþýður. Mér
sýndist spurnarglampa bregða fyrir í augna-
ráði hans, en ef svo var, veitti Japp því ekki
eftirtekt.
VEIZTU -7
1. Þegar Hercules var lítill var sagt að
hann hefði kyrkt tvo höggorma. Hvers
vegna var hann ekki talinn til guða?
2. Hvað hétu hrafnarnir, sem sátu á öxl-
um Óðins?
3. Fæðir krókodíllinn lifandi unga?
4. Nefnið tvær stærstu portugölsku ný-
lendurnar í Afríku?
5. Hvað heita indjánarnir I sögunni
„Síðasti Mohikaninn" ?
6. Hvað mál er það, sem talað er af
flestum mönnum ?
7. Liggur Reykjavik sunnar eða norðar
en suðuroddi Grænlands ?
8. Gáta: Hvað er það sem hækkar þegar
af fer höfuðið?
9. Hver skrifaði söguna „Ditte Menne-
skebarn", hver kvikpayndaði ha.na og
hver lék aðalhlutverkið ?
10. Hvað hét síðasti sænski konungurinn
yfir Finnlandi ?
Sjá svör á bls. 14.
5