Vikan - 26.03.1953, Page 7
Stærsta iðnfyrirtæki ■
S. í. S.
■
MYNDIRNAR
Spunavélarnar eru af beztu og
fullkomnustu gerð. Stóra
myndin er af einni stærstu
og nýjustu vélinni. Nýi salurinn í Gefjunni er margfalt
stærri en stærstu samkomusalir í Reykjavík.
1 stóra vefstólnum hérna fyrir ofan eru Gefjunar-
teppi ofin. 1 fyrra framleiddi verksmiðjan nærri 3,000
slík teppi.
1 saumastofu Gefjunnar við Aðalstræti er mikið fram-
leitt úr Gefjunarefnum. Þar eru búin til hin svonefndu
sólídföt. Framleiðsla stofunnar er vinsæl.
STÆRSTA iðnfyrirtæki ís-
lenzkra samvinnumanna
Ætendur á Gleráreyrum, Akur-
■eyri. Það er ullarverksmiðjan
Gefjun, yfir 6,000 fermetra bákn
búið hinum beztu vélum, sem völ
er á, stórverksmiðja, sem sér-
fróðir menn fullyrða að standi
hinum vönduðustu verksmiðjum
■erlendum fullkomlega á sporði.
Samband íslenzkra Samvinnu-
félaga keypti verksmiðjuna 1930,
en stofndagur hennar mun venju-
legast talinn 27. nóvember 1897,
þegar nokkrir framtakssamir
dugnaðarmenn ákváðu að koma
jparna upp svokölluðu togvinnu-
verkstæði. Hinar stóru fram-
kvæmdir við þessa verksmiðju
hefjast upp úr 1930 og í dag er
svo komið, að gamla verksmiðj-
an er aðeins lítill hluti af hinu
mikla fyrirtæki. A þessum árum
hefur verljsmiðjan verið í stöð-
ugum vexti, vélum fjölgað ár-
lega og framleiðslan margfaldast.
Árið 1947 var hafin bygging nýs
ver-ksmiðjuhúss, í þvi er stærsti
salur á landinu, gólfflötur nokk-
uð á fimmta ferkilómetra. 1 sum-
ar verður lokið við að setja síð-
ustu vélarnar á sinn stað í saln-
um, en flestar eru þær þó löngu
komnar og löngu teknar í notkun.
1 Gefjuni vinna nú rösklega hundrað manns. Vinnulaunagreiðslur munu síðastliðið ár hafa
numið um fjórum milljónum króna, en verðmæti framlgiðslunnar nam á sama timabili
10,400,000 krónum. —: Svo mikil er framleiðslugeta Gefjunnar, að verksmiðjan gæti auðveld-
lega .klætt alla landsmenn. Miðað við tvær vinnuvaktir og 16 tíma starfsrækslu á sólar-
hring á ullarverksmiðjan að geta skilað árlega 225,000 metrum af dúkum, 35 tonnum af
prjónabandi og garni og 85 tonnum af lopa. Síðastliðið ár nam framleiðslan 87,000 metr-
um af dúkurn, 19 tonnum af bandi og garni og 18 tonnum af lopa. Auk þess voru ofin
2,800 teppi. Til gamans má geta þess, að dúkurinn frá yerksmiðjunnl s. 1. ár mundi ná frá
Reykjavik austur að Laugarvatni! — Ullarþvottarstöð var sett upp hjá Gefjunni fyrir fjór-
um árum, gólfflötur hennar er tæpur kílómetri. Vélar þvottastöðvarinnar geta þvegið — og
gera það raunar mestmegnis -— alla ullarframleiðslu landsmanna. Aðalvélin þarna er 56
metra löng. — Gefjun selur að sjálfsögðu framleiðslu sina um land allt og auk þess á erlenda
markaði. — Tvær saumastofur starfrækir S.l.S. í nánu sambandi við verksmiðjuna, aðra
á Akureyri, hina i Reykjavík. 1 reykvísku saumastofunni eru framleidd hin svonefndu sólíd-
föt, sem þegar eru orðin að góðu kunn.
Framkvæmdastjóri Gefjunnar er Arnþór Þorsteinsson.
7