Vikan


Vikan - 16.04.1953, Blaðsíða 11

Vikan - 16.04.1953, Blaðsíða 11
Það átti að senda flugvél frá Englandi að sækja fimm franska hershöfðingja. Hún kom á réttum tíma og sveimaði fyrir ofan Þau. En þá komu óvæntir erfiðleikar í ljós.... HÁLFRI klukkustund síðar, sat Odette í skurði, og hjólhesturinn ofan á henni, og aftara hjólið snerist enn á fullri ferð. Vinstri sokkurinn hafði rifnað á hnénu, og það blæddi út í gegnum silkið. Athygli hennar hafði verið fast bundin við þá list að stýra hjólhestinum, þangað til hún kom allt í einu auga á hóp ítalskra hermanna, sem voru að æfingu, og þetta fannst henni svo hlægilegt, að hún missti alla stjórn á farartækinu, með fyrrnefndum afleiðingum. Odette fór úr báðum sokkunum, steig aftur á bak gæðingnum og hélt áfram ferð sinni til villu barónsins. Hún varð að fallast á þá skoðun Raouls, að sambandið milli þess að sofa í pútna- húsi og ferðast á hjólhesti gat ekki talizt sér- lega náið. Eftir því sem dagarnir liðu, fann Odette, að bráðabirgðastarf það sem hún hafði beðið Raoul um, hélt henni bundinni í æ ríkara mæli. Ennþá bólaði ekkert á pappírunum sem hún þurfti til að komast til Auxerre. Það var satt hjá Renard, að allt þessháttar tók sinn tíma, og þvi var ekki um annað að gera fyrir Odette en sýna þolinmæði. En jafnframt var Odette, sem nú hafði náð sæmilegri leikni í að ferðast á reiðhjóli, fær um að létta miklum störfum af herðum Raouls. Hún féll vel inn í skipulagið og var farin að kynn- ast félögunum, og þeir henni. En henni geðjað- ist ekki að Cannes. Einn daginn vakti Raoul máls á þessu atriði. Hann spurði hvernig henni þætti að starfa í Cannes. ,,Þú spyrð mig um tvo ólíka hluti í einni spurningu," sagði hún og hnyklaði brýnnar. ,,Ég ætla að reyna að svara hverjum fyrir sig. I fyrsta lagi á Cannes eiginlega ekkert skylt við hið raunverulega Frakkland, það Frakkland sem ég kom til að finna. Ég átti von á skaphörðu, þróttfullu Frakklandi, og bjóst við að hjá því ætti ég að starfa. Það er ógæfa mín að ég kom til þess eina hluta af landi mínu, þar sem stríð- ið heldur ekki áfram. Ég þráði að vera innan um hina sönnu landa mina, og berjast með þeim á móti Þjóðverjunum." Þau sátu og horfðu út á hafið. Neðan frá sendinni ströndinni bárust hlátrar ungs fólks sem lék sér léttklætt í sól- skininu. ,,Það getur verið að þetta fólk sé sam- landar mínir, en mér finnst einhvernveginn að það hafi ekkert að gera með það Frakkland sem ég þekki. Það veldur mér ógleði. Ef þú spyrð mig, hvort ég kunni vel við mig I Cannes, þá er svarið Nei. En ef þú spyrð mig hvort ég kunni vel við að starfa í hópnum þínum, þá er svarið Já. Mér finnst þú leggja mjög hart að þér, og ég veit að ég get létt af þér miklu af hinu almenna starfi, svo að þér veitist betra næði til að vinna að því sem þýðingarmeira er. Þú eyðir ekki tímanum til ónýtis. Þú tekur mikinn þátt í stríðinu, — eins og ég hefði kosið að gera. Þess- vegna gæti okkur áreiðanlega komið vel sam- an." „En þér geðjast ekki að Cannes?" „Nei. Mér geðjast ekki að Cannes. Ég vildi ekki yfirgefa dætur mínar, en núna, þegar ég er búin að því, þá finnst mér svona hálfpart- inn að ég hafi verið göbbuð." Hún brosti. „Þetta er auðvelt og silkimjúkt og tízkufullt. Ég er ekki fyrir neitt slíkt. Það sem ég leita að er raunveruleikinn — og ég á ekki von á að finna hann í þessu, . . . þessu rotnandi sólskini. Þú mátt ekki halda, að þegar ég tala um raun- veruleika, þá eigi ég við háska. Ég kæri mig satt að segja ekkert um að lenda í háska. Ef svo færi einhverntíma, þá mundi ég áreiðan- lega verða hrædd. En ég þrái það sem ég get ekki lýst með öðru orði en þessu, raunveruleika, og það verður ekki fyrr en ég hef kynnzt þess- um raunveruleika sem ég get farið aftur heim að hugsa um börnin mín. Ég er miklu betur til þess fallin að snýta litlum telpum heldur en sofa í pútnahúsi í Marseille. Ég er miklu betri við matargerð heldur en njósnir. Ég er mjög venjuleg kona." „Þar er ég alls ekki á sama máli, Lise." Hann brosti. „Engin venjuleg kona mundi hafa lagt af stað eftir vegunum hérna á reiðhjóli, án þess að kunna að stjórna því, dottið í skurð, eyðilagt beztu sokkana sína, skorið sig á hnénu — og samt haldið áfram ferðinni. Af hverju sagðirðu mér ekki að þú kynnir ekki á hjóli?" „Af þvi þú virtist ganga út frá því sem vísu að allir væru . . . eins hæfir til alls eins og þú ert sjálfur. Þessháttar getur gert manni dálítið gramt í geði. Því skyldi ég gera þér það til geðs að viðurkenna vankunnáttu mína?" Hann hristi höfuðið. „Það hefði ekki orðið mér til geðs. Þú gerir þér rangar hugmyndir um fólk. Stundum ertu alveg eins og ein af þessum litlu telpum, sem þú kannt svo vel að snýta. Lise, gætirðu hugsað þér að vera hér og vinna fyrir mig?" „Ef þú og skrifstofan haldið að ég geti orðið til meira gagns hér heldur en í Auxerre, þá skal ég vera. Ég hlýði bara fyrirskipunum. En ég aðvara þig, mér geðjast ekki að Cannes." „Ég fékk skeyti frá Buck í gærkvöldi. Hann vill fá að vita hvar þú sért og hvers vegna ég hafi ekki sent þig áfram til Auxerre, eins og gert var ráð fyrir. Mér þætti vænt um að mega svara því, að ég vilji hafa þig hérna. Fellst þú á það?" „Ég hlýði bara fyrirskipunum." „Það er ekki mjög viðfelldið." „Nei. Það er satt. Fyrirgefðu. Ef Buck fellst á það, þá verð ég kyrr — þrátt fyrir þetta rotn- andi sólskin á Bláu ströndinni. Það er kjánalegt að halda að raunveruleikinn tilheyri einhverjum sérstökum stað. Hann tilheyrir huga manns." Svo datt henni dálítið í hug. Hún hló lágt. „En ef ég verð nú kyrr, hvað segir Arnaud þá?“ „Arnaud! O, þú og hann haldið áfram að ríf- ast, og sjá um það sem gera þarf." Hann horfði út á hafið langa stund. Svo sagði hann lágt: „®íT geng út frá því að þú verðir hér og vinnir fyrir mig, og þá ætla ég að byrja með því að reyna að senda þig heim til Englands í vissum erindum. Þetta hljómar eins og grín, en er það alls ekki. Þú þekkir Renard? Jæja, það er þann- ig með hann, að þó ég viti að hann er heiðvirð- ur og einlægur, þá kemur okkur ekki eins vel saman og skyldi. Má vera að það sé mér að kenna, en hver svo sem ástæðan er, þá höfum við ofnæmi hvor fyrir öðrum. Það er skrambi leiðinlegt, en hvað skal segja. Ég hef í undir- búningi að hann fari — í fylgd með hvorki meira né minna en fimm þekktum frönskum hershöfð- ingjum — til Englands að ráðfæra sig við skrif- stofuna. Þeir verða teknir í sprengjuflugvél á akri nálægt Vinon. Það, sem ég ætla að biðja þig að gera, er að fara með þessum heiðurs- mönnum til London og gefa skrifstofunni ná- kvæma skýrslu um ástandið hér." „Og svo?" „Og svo vona ég að þú komir aftur til Frakk- lands. Það er undir skrifstofunni og Buck komið. Ég læt Arnaud senda Buck skeyti í kvöld, og segi honum að þú starfir hér og sting upp á því að þú gerist nokkurskonar flugþerna þess- ara heiðursmanna strax og okkur tekst að ná í sprengjuflugvél. Erum við sammála?" „Já. Við erum sammála." „Gott. Og nú hefði ég ekkert á móti því að bjóða þér til kvöldv.erðar hjá Robert." Hann brosti. „Hingað til hef ég haft það eins og nokk- urskonar einka felustað minn, en fyrst við eig- um að vinna saman, þá ætla ég að trúa þér fyrir leyndarmálinu um kótiletturnar þar . . .“ Skeyti, sent á dulmáli til BUCKMASTER, kl. 0830. — 5. 12. 42. FRÁ RAOUL STOPP STlNG UPP Á LISE SEM VINNUR HÉR FARI FLUGVÉL MEÐ RENARD OG FARÞEGUM HANS FIMM STOPP LISE ÚTSKÝRIR ERFIÐLEIKA HÉR FULL- STOPP. ; ; i Skeyti á dulmáli, sent Raoul, kl. 0845. — 6. 12. 42. KREFST ÞESS ÞU KOMIR MEÐ RENARD STOPP SENDU LISE TIL AUXERRE EINS OG ÁKVEÐIÐ STOPP RENARD HLÝTUR GETA UTVEGAÐ PAPPlRA HANDA HENNI KOM- AST YFIR LlNUNA STOPP HUN ÆTTI SETJA SIG 1 SAMBAND VIÐ TAMBOUR PARIS STOPP SPRENGJUFLUGVÉLIN TEKUR AÐ- EINS SJÖ FULLSTOPP ! ! ! Skeyti til BUCKMASTER, sent á dulmáli kl. 0940—10.12.42. FRÁ RAOUL STOPP BIÐ UM LEYFI TIL HAFA LISE HÉR ÞANGAÐ TIL ÉG KEM AFT- UR STOPP HUN ER ÓMISSANDI FULLSTOPP. ! ! ! Skeyti til RAOUL, sent kl. 0845 — 11.12.42. JÆJA ÞÁ FULLSTOPP. ! ! ! „Jæja," sagði Raoul, „þá er það i lagi." „Já,“ sagði Odette. „En nú er það vélin sem á að taka ykkur upp.“ ! ! ! „Kæri Raoul minr,,“ sagði Renard eins og kennslukona sem er að tala við þrjózkufullt barn, „það er engin þörf á þvi að þú kynnir þér akur- inn sjálfur. Undirmenn mínir —- ég endurtek, undirmenn mínir — sem allir eru ágætir flug- menn, hafa þegar gengið úr skugga um, að hann er í alla staði fullnægjandi fyrir sprengjuflugvél að lenda á. Ef þú færir nú sjálfúr til að athuga hann, mundi það vera móðgun við þá. Það er búið að ganga frá öllu." „Ég efast ekki um það," sagði Raoul. Akur þessi, sem stungið hafði verið upp á til lendingar flugvélinni, var sem fyrr segir hjá Vion, um það bil tvö hundruð mílur frá Cannes, og til að kom- ast þangað þurfti hann að fara með járnbrautar-• lest, og skipta raunar tvisvar um lest, og fara síðan í bíl, en til þess yrði að útvega fölsk bíla- leyfi. En í þeim efnum var hann al- gjörlega upp á Renard kominn, og það var dálítið óviðkunnanlegt að biðja um aðstoð hans eins og á stóð. Það var í stuttu máli ógjömingur 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.