Vikan


Vikan - 16.04.1953, Blaðsíða 14

Vikan - 16.04.1953, Blaðsíða 14
Andlát Edgware lávarðar Framhald af bls. 6. Voru þeir að gera gys að mér? — Jæja, sagði Japp. — Við höfum líklega ekk- ert meira að gera hér. Mig langar til að hitta dótturina aftur. Hún var í of æstu skapi til þess að ég gæti fengið nokkuð upp úr henni áðan. Hann hringdi á þjóninn. — Spyrjið ungfrú Marsh hvort ég megi tala við hana svolitla stund. Maðurinn fór og kom ekki aftur, en ungfrú Carroll gekk inn nokkrum mínútum seinna. —- Geraldina sefur, sagði hún. — Þetta var hræðilegt áfall fyrir hana, vesalings barnið. Ég gaf henni svefnpillur eftir að þér fóruð og nú er hún steinsofandi. En eftir einn eða tvo klukku- tíma verður hún ef til vill vöknuð. Japp samþykkti það. — Annars getur hún ekki bætt neinu við það, sem ég get sagt yður, sagði ungfrú Carroll ákveðin. — Hvaða skoðun hafið þér á þjóninum ? spurði Poirot. — Mér geðjast engan vegin að honum, svaraði ungfrú Carroll. — En ég get ekki sagt yður hvers vegna. — Við höfðum gengið fram að hurðinni. — Þér stóðuð þarna uppi í gærkvöldi, Made- moiselle, var það ekki ? spurði Poirot skyndilega og benti upp stigann. — Jú. Hvers vegna spyrjið þér? — Og þér sáuð lady Edgware ganga yfir and- dyrið og inn í skrifstofuna ? — Já. — Þér sáuð andlit hennar greinilega, var það ekki ? — Jú, það er rétt. —• En þér hafið ekki getað séð framan í hana, Mademoiselle. Þaðan sem þér stóðuð gátuð þér aðeins séð aftan á hana. Ungfrú Carroll roðnaði af reiði. Henni virtist samt brugðið. — Baksvipurinn, röddin, og göngulagið! Um það gegnir sama máli, það er alveg einstakt í sinni röð og mér getur ekki hafa skjátlast. Ég veit að það var Jane Wilkinson . . . einhver vérsta kona sem til er. Hún snerist á hæli og strunsaði upp stigann. ODETTE Framhald af bls. 12. úr skugga um að hann væri í alla staði hæfur til þess hlutverks er honum hafði nú verið valið. Fjórir eða fimm of meðlimum undirbúningsnefnd- arinnar bjuggu í hótelinu, en hinir bjuggu hér og þar í borginni. Vegna þess hve Þjóðverjar voru fjölmennir í borginni, hafði Raoul komið því svo fyrir, að á þremur heimilum ættjarðarvina, sem áttu útvarpstæki, var hægt að hlusta til skiptis eftir merkinu sem gefa átti um komu flugvélar- innar gegnum brezka útvarpið. Nótt eftir nótt sat einhver úr hópnum við eitthvert þessara tækja og hlustaði. En það dróst að töfraorðin bærust gegnum útvarpið. Vika leið, og síðan tíu dagar. Það bárust kynstur af skilaboðum á hverri nóttu, en aldrei minnzt á að „himinninn væri grár.“ Ungu mennirnir, sem komið höfðu til Arles fullir á- huga, fóru að yppta öxlum og tauta fyrir munni sér. Hvar var þessi dásamlegi brezki flugher? Það var nógu auðvelt fyrir Raoul að lofa flugvél, en það kom bara engin flugvél. Hversvegna ekki ? Raoul reyndi af mikilli þolinmæði að skýra málið fyrir þeim. Þó veðrið væri að vísu hið ákjósan- legasta í Arles, þá var samt engin ástæða til að ætla að það væri öðruvísi en venjulega í Englandi. Höfðu þeir aldrei heyrt um hina frægu ensku þoku? Þeir skyldu bara vera þolinmóðir. Tungl- ið mundi bráðum verða fullt aftur, og þá skyldu þeir sjá til. En, sögðu ungu mennirnir, jólin voru að koma, og á jólunum á maður að vera heima hjá fjölskyldu sinni. Það var ekki hægt að hanga hér í Arles á jólunum, glápa á andstyggilega 666. KROSSGÁTA VIKUNNAR Lárétt skýring: 1 lofttegund — 4 dönsk eyja — 10 litarefni (á tré) — 13 bæta við •— 15 iðn — 16 ungviði — 17 karldýr — 19 lturl — 20 vitlaus — 21 gengur — 23 mannsnafn — 25 dans — 29 forsetning — 31 frumefni — 32 á húsi — 33 mynt — 34 frum- efni — 35 missi — 37 forskeyti — 39 þrír eins — 41 fley — 42 römmu — 43 árás — 44 for- setning — 45 bætti við — 47 fljót — 48 bendi — 49 fallending — 50 tveir samstæðir — 51 lík -— 53 tveir eins — 55 greinir — 56 friðarstill- ir — 60 tæmir — 61 gagnar — 63 erlendur forsætisráðherra -—■ 64 passa — 66 matarúr- gangur — 68 mannsnafn — 69 bull — 71 slaka — 72 ilát — 73 þögult — 74 líkamshluti. Lóörétt skýring: 1 lét af hendi — 2 peninga — 3 hlut — 5 tónn x— 6 óþrif — 7 verki — 8 tölu •— 9 samtenging — 10 stofn — 11 seljir upp — 12 band -— 14 úrgangsefnið — 16 ættingi — 18 húsnæðið ■— 20 dramb — 22 mynt — 23 tvíhljóði — 24 hylki — 26 gróða — 27 jór — 28 líffærið — 30 góðir — 34 réttur — 36 álit — 38 utan -— 40 meiðsli — 41 alþjóðastofnun — 46 greinir — 47 vísir -— 50 talar — 52 orsök — 54 lit — Í56 kurl — 57 skammstöfun — 58 skammstöfun —- 59 flokkir — 60 svifta mætti — 62 gælunafn — 63 hálf- svefn — 64 op — 65 mál — 67 steinefni — 69 hætta — 70 tónn. Lausn á 665. krossgátu Vikunnar. Lárétt: 1 persónur —- 6 Sódóma — 9 núll — 10 láð — 11 gauð — 13 einurð -—• 15 rauðmagi — 17 nöp — 18 urða — 20 rákina — 24 staða 25 nirfil — 27 unnu — 29 sinnt — 31 ógnir — 32 ónóg — 33 eyðsla — 35 takki — 37 kartin — 40 aðan — 41 Ari — 43 landaura — 46 kapall — 48 nafn — 49 lóu — 50 Adam — 51 pallur ■— 52 nafngift. Þjóðverja og bíða eftir flugvél, sem kannski var ekki einu sinni til. Raoul ráðgaðist um málið við Odette, sem tók þessa vaxandi óánægju eins nærri sér og hann. Hún hugleiddi málið, og felldi síðan úrskurð í anda franskrar konu. Það sem hér þurfti var svolítill gleðskapur í vinahóp. Menn- irnir voru dreifðir út um borgina, og þessvegna einmana. Það þurfti einhvernveginn að ná þeim á einn stað undir ánægjulegum kringumstæðum, og bræða þá saman aftur, ef svo mátti segja. En hvernig var hægt að gera þetta í borg sem moraði öll i þýzkum hermönnum? Og aftur kom Odette með lausnina. Hugur Þjóðverjans var mjög taminn; hann var slægur og tortrygginn. Með einum mannlegum eiginleika var hægt að leika á hann — dirfsku. Svör við „Veiztu —?“ á bls. 5: 1. I Egyptalandi. 2. Latn. orðið hyalinus = sem er úr gleri. Líka ritað hýalín. 3. Miðjarðarhafið og Rauðahafið. 4. Hringjarinn í Notre Dame eftir Victor Hugo. 5. Skógarmaður á malajamáli. 6. Makarónustengurnar eru holar að innan, spaghetti ekki. 7. Reizla. 8. 10 kílómetrar. 9. Já, það er rétt. 10. Kristín Lavransdóttir. BRÉFASAMBÖND Birting á nafni, aldri og heimilisfangi kostar 5 krónur. HAUKUR KRISTJÁNSSON, ÓLAFUR SNORRASON og GUÐLAUGUR GlSLASON (við stúlkur 18—22 ára) allir á m/b Óðni G.K. 150, Grindavík. — FRlÐA ÞORSTEINS, GRÉTA GUNNARS (við pilta 19—25 ára), HULDA PÉTURS (við pilta 22—30 ára) og ÞURÝ SIG- Lóðrétt: 1 pollur -— 2 ráðrík — 3 ólgu — 4 unum — 5 rúðan -—• 6 sleipt — 7 ólu — 8 arð- samur — 12 aðrar — 14 nauðugar — 16 göslað — 19 rann — 21 árin — 22 innganga — 23 nit — 26 fleira — 28 niði — 29 sóðaskap —• 30 nóta — 31 Öla -—• 34 skraf — 36 kallar — 38 tralli •— 39 napurt — 42 innan — 44 dama — 45 unun — 47 púl. URGEIRS (við pilta 20—30 ára), allar á Barna- heimilinu að Silungapolli, Reykjavík. — SIG- URÐUR R. TRYGGVASON og GUÐMUNDUR PÉTURSSON (við stúlkur 16—19 ára) báðir á Vesturgötu 28, Hafnarfirði. —- SIGRlÐUR ANTONSDÓTTIR (við pilta eða stúlkur 18—20 ára) og JÖNA JÓNSDÓTTIR (við pilta eða stúlkur 19—21 árs) báðar í Kaupfélaginu Fá- skrúðsfirði. — SIGRUN GUÐJÖNSDÖTTIR (við pilta 20—26 ára), Hrauni, Landbroti, V.-Skapta- fellssýslu. — HRÖNN SIGURGEIRSDÓTTIR og KARL SIGURGEIRSSON (við pilta og stúlkur eldri en 16 ára), Djúpavogi. — HELGA MAGN- USDÓTTIR (við pilt eða stúlku 18—20 ára), Hofteigi 6, Reykjavík. — JÓNlNA ÁSBJARN- AR og HULDA H. SIGURÐAR (við pilta 18— 23 ára), báðar á Flateyri, Önundarfirði. — INGIBJÖRG SÖLVADÓTTIR, Hafnarstræti 13 og GEIRA HELGADÓTTIR, Bárugötu 3 (við pilta 18—21 árs) báðar á Flateyri, Önundarfirði. — JÓNASlNA S. HALLMUNDSDÓTTIR, Meira- garði og DAGBJÖRT TORFADÓTTIR, Felli (við pilta eða stúlkur 14—16 ára) báðar i Dýrafirði. — GRETAR HARALDSSON (við stúlkur og pilta 14—17 ára), Miðey, Austur-Landeyjum, Rang. — SIGURBJÖRG M AGNU SDÓTTIR, Vestmannabraut 33 og AUÐBJÖRG GUÐ- MUNDSDÓTTIR, Litla-Hlaðbæ (við pilta 24—28 ára) báðar í Vestmannaeyjum. — UNNUR J. BJÖRGVINSDÓTTIR (við pilt eða stúlku 16—25 ára), Rauðabergi, Fljótshverfi, Vestur-Skapt. — ÞORBJÖRG M. BJARNADÓTTIR (við pilt eða stúlku 16—20 ára), Hörgslandi, Síðu, Vestur- Skapt. — ELSA FANNEY og ERLA STEFÁNS (við pilta 16—20 ára), báðar í Grafarnesi, Grund- arfirði, Snæf. — MARTA AÐALSTEINSDÓTT- IR (við pilta 18—24 ára), Hesti, Andakíl, og ÁSTA HANSDÓTTIR (við pilta 19—25 ára), Hvanneyri, báðar í Borgarfirði. — 14

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.