Vikan


Vikan - 25.06.1953, Blaðsíða 7

Vikan - 25.06.1953, Blaðsíða 7
Saga eftir Maupassant FYRIRGEFNING leng-i á eftir. Stundum fór hún allt i einu aö hlægja þremur mánuðum seinna og hrópaði: — Manstu eftir leikaranum í herforingjabúningn- um, sem galaði eins og hani? Vinahópur hennar var takmarkaður við tvær fjölskyldur, sem hún hafði þekkt áður. Maðurinn hennar fór sínu fram, kom heim þeg- ar honum hentaði *•—• stundum ekki fyrr en í dögun — og kvaðst vera önnum kafinn við vinnu, en fékkst þó ekki mikið um að gera grein fyrir ferðum sínum, þar sem hann vissi, að aldrei mundi nokkur grunur vakna í hinu saklausa hjarta konu sinnar. En dag nokkurn fékk hún nafnlaust bréf. Hún varð sem þrumu lostin, en var of saklaus til að skilja það, hve nafnlaus bréf eru svívirðileg, og þess vegna fyrirleit hún ekki bréfritarann, sem kvaðst elska sannleikann, en hata allt hið illa, og bera hamingju hennar fyrir brjósti. 1 bréfinu stóð, að maðurinn hennar hefði í tvö ár átt ást- mey, ekkju að nafni Madame Rosset, og að hann væri hjá henni öll kvöld. Berta kunni hvorki að dylja hryggð sína, né njósna um mann sinn. Þegar hann kom heim til hádegisverðar, kastaði hún bréfinu fyrir framan hann, brast í grát og flúði upp í herbergið sitt. Hann fékk nógan tíma til að hugsa málið og undirbúa svarið. Hann barði að dyrum konu sinnar. Hún opnaði, en þorði ekki að líta á hann. Hann brosti, settist og tók hana á hné sér. —• Kæra barn, satt að segja á ég vinkonu að nafni Madame Rosset, sem ég er búinn að þekkja í tíu ár og ber mikla virðingu fyrir. Eg skal • bæta því við, að ég þekki margt annað fólk, sem ég hef aldrei talað við þig um, þar sem ég veit að þú kærir þig hvorki um nýja kunningja né samkvæmislíf af neinu tagi. En til að ganga milli bols og höfuðs á þessari svívirðilegu ásök- un, skaltu fara í kápuna þína eftir matinn og við skulum heimsækja þessa umræddu konu. Ég er viss um, að hún verður brátt góð vinkona þín líka. Hún faðmaði mann sinn, og knúin af kvenlegri forvitni, sem aldrei er hægt að bæla niður, þeg- ar hún er einu sirini vöknuð, samþykkti hún að fara og hitta þessa ókunnu ekkju, sem hún var enn örlítið afbrýðisöm við. Ósjálfrátt fannst henni, að hún væri betur stödd, ef hún þekkti hættuna. Hún kom inn í litia, smekklega íbúð á fjórðu hæð í fallegu húsi. Þegar þau höfðu beðið í fimm mínútur í setustofunni, sem þykk gluggatjöld gerðu dálítið drungalega, kom dökkhærð, lágvax- in og þrýstin ung kona inn. Hún varð dálítið undrandi, en brosti til þeirra. Georg kynnti þær: — Konan mín — Madame Julie Rosset. XJnga eltkjan rak upp hálfkæft undrunar- og fagnaðaróp og hljóp til hennar með útbreiddan faðminn. Hún sagðist ekki hafa þorað að vona að verða slíkrar ánægju aðnjótandi, þar sem hún vissi, að Madame Baron hitti aldrei ókunnuga, en henni þætti svo gaman að fá að kynnast henni. Henni þætti svo vænt um Georg, bætti hún við, (hún sagði Georg í kunnuglegum og systurleg- um tón), að hana hefði alltaf langað til að kynn- ast ungu konunni hans og verða vinkona hennar líka. Eftir einn mánuð voru þessar tvær konur óað- skiljanlegar. Þær hittust á hverjum degi, stund- um oft á dag og borðuðu saman á hverju kvöldi, ýmist hjá Madame Rosset eða Madame Baron. Georg vanrækti ekki lengur heimili sitt og tal- aði aldrei um aðkallandi störf. Að nokkrum tima liðnum losnaði íbúð í húsi Madame Rosset, og Madame Baron flýtti sér að taka hana, til að vera nálægt vinkonu sinni og geta verið meira með henni. Hún var ósegjan- lega hamingjusöm, róleg og ánægð. En svo veiktist Madame Rosset. Berta vék varla frá rúmi hennar. Örmagna af sorg vakti hún við rúmgaflinn á næturnar; og jafnvel mað- urinn hennar virtist vera óhuggandi. Dag nokk- urn, þegar læknirinn kom frá sjúklingnum, kall- aði hann Georg og konu hans afsiðis og sagði þeim, að hann áliti sjúkdóm Júlíu mjög hættu- legan. Strax og hann var farinn, settust hjónin hvort á móti öðru, utan við sig af áhyggjum, og fóru bæði að gráta. Þá nótt vöktu þau saman yfir sjúklingnum. Berta kyssti vinkonu sína blíðlega öðru hvoru, en Georg stóð við fótagaflinn á rúm- inu og hafði ekki augun af andliti hennar. Dag- inn eftir leið henni ennþá verr. En undir kvöldið sagðist hún vera betri, og krafðist þess, að vinir h'ennar færu niður i íbúð- ina sína til að borða. Þau sátu sorgbitin við borðið og nörtuðu varla í matinn, þegar þjón- ustustúlkan fékk Georg miða. Hann fletti hon- um sundur, varð náfölur og sagði með erfiðis- munum við konu sína, um leið og hann stóð upp frá borðinu: — Bíddu hérna. Eg verð að yfii-gefa þig svo- litla stund. Eg verð ekki nema tíu mínútur í burtu. En hreyfðu þig ekki héðan undir neinum kring- umstæðum. Og hann flýtti sér inn í herbergið sitt, til að sækja hattinn sinn. Berta beið hans, kvalin af nýjum áhyggjum. En svo trygg var hún í öllu, að hún vildi ekki fara aftur til vinkonu sinnar fyrr en hann kæmi. En þar sem það dróst, datt henni í hug að fa,ra inn í herbergið hans og athuga, hvort hann hefði tekið hanzkana sina. Þannig gæti hún komizt að því, hvort hann hefði ætlað langt. Hún kom strax auga á þá. Hjá þeim lá saman- vöðlaður pappírsmiði, sem auðsjáanlega hafði verið hent þar í flýti. Hún þekkti strax, að þarna var kominn miðinn, sem Georg hafði fengið. Freistingin, sú fyrsta sem hún hafði orðið fyr- ir, greip hana. Hana langaði til að lesa miðann og komast að því, hvers vegna maðurinn henn- ar hefði yfirgefið hana svona skyndilega. Sam- viskan mótmælti því, en brennandi forvitnin varð yfirsterkari. Hún greip blaðið, braut það i sund- ui' og þekkti hina óstyrku rithönd Júlíu: — Komdu einn og kysstu mig, elskan mín. Ég er að deyja. 1 fyrstu skildi hún þetta ekki, þar sem hún hugsaði fyrst og fremst um að Júlía væri að deyja. En allt í einu sló sannleikanum niður í huga hennar eins og eldingu; þessi skrifaði miði kastaði geigvænlegri birtu yfir alla tilveru henn- ar, sýndi henni þennan svívirðilega sannleika og allt það fals og svik, sem hún hafði mátt þola. Hún sá þau fyrir sér, þar sem þau sátu hlið við hlið á kvöldin, lásu í sömu bókinni undir lamp- anum og litu hvort á annað í lok hverrar blað- síðu. Og vesalings særða, blæðandi hjartað henn- ar fylltist ósegjanlegri örvæntingu. Fótatak færðist nær; hún flúði og lokaði sig inni í herberginu sinu. Rétt á eftir Itallaði mað- urinn herinar á hana: — Komdu fljótt. Madame Rosset er að deyja. - Bevta.. kom fram í dyrnar og svaraði með skjálfandi vörum: — Farðu einn til hennar; hún þarfnast min ekki. — Komdu strax. Ég sagði að hún væri að deyja. Berta svaraði: — Þú vildir heldur, að ég væri að deyja. Að lokuni skildi hann hana og sneri einn við að dánarbeði hinnar konunnar. Hann syrgði hana opinberlega og kærði sig kollótan um sorg konu sinnar, sem ekki talaði lengur við hann og leit ekki á hann; hún eyddi æfi sinni í einveru, um- girt fyrirlitningu og stoltri reiði, og bað án af- láts til Guðs. Þau bjuggu samt enn i sama húsinu og sátu þögul og örvæntingarfull hvort á móti öðru við matarborðið. Smám saman dró úr sorg hans, en hún fyrirgaf honum ekki. Og þannig héldu þau áfram að lifa, bæði hörð og bitur. 1 heilt ár voru þau eins og ókunnugt fólk. Berta var næstum búin að missa vitið. Morgun nokkurn fór hún út fyrir allar aldir og kom aftur um átta leytið með stóran vönd af hvítum rósum. Hún sendi manni sínum skilaboð og bað hann um að koma og tala við sig. Hann kom — forvitinn og órólegur. / — Við skulum koma út saman, sagði hún. — Viltu gjöra svo vel að halda á þessum blómum; þau eru of þung fyrir mig. Þau fóru í vagni að hliði kirkjugarðsins og stigu út úr honum þar. Þá sagði hún við Georg, um leið og augu hennar fylltust tárum: — Farðu með mig að gröfinni hennar. Hann titraði og skildi ekki hvað hún ætlaði sér, en gekk á undan henni með blómin. Hann stanzaði við hvítan marmarastein og benti á hann, án þess að mæla orð af vörum. Hún tók við blómvendinum, kraup niður, lagði hann á gröfina. Svo baðst hún innilega fyrir í hljóði. Við hlið hennar stóð eiginmaður hennar, yfirkominn af minningunum. Hún reis á fætur og rétti honum höndina. — Ef þú vilt, skulum við vera vinir, sagði hún. Svör við „Veiztu — ?“ á bls. 5: 1. Gamli maðurinn og sjórinn (The old man and the sea). 2. Finisterra er höfði á Atlantshafsströnd Spánar. 3. Sigrún Ögmundsdóttir. 4. í Assistens kirkjugarðinum i Kaupmanna- höfn. 5. a) Einar Jónsson b) Einai' Jónsson c) Nína Sæmundsson. 6. Belgrad. 7. 28. ágúst 1749. 8. Steingrím Thorsteinsson. 9. Appelsínu. 10. 10 metrar. SKÝJABDRGIR (eða: vísindi á rangri leið) Nýtízku sprengjuflugvél er búin: 2benzíntönkum, sem geta tekið svo mikið eldsneyti, að nægja mundi bif- reið til 16 ferða kringum hnöttinn. 3rafmagnsleiðslum, sem nægja mundu í raflögnina í 280 fimm herbergja íbúðir, og 4hreyflum, sem framleiða til samans eins mikla orku eins og 400 bílar eða níú feimlestir. í

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.