Vikan


Vikan - 25.06.1953, Blaðsíða 12

Vikan - 25.06.1953, Blaðsíða 12
AÐ voru margir, sem hugðu að hinum ,,opinbera“ ferli Elanor Roose- velt yrði lokið með andláti mannsins hennar, Franklins D. Roosevelt forseta, 12. apríl 1945. Þetta voru þeir, sem sögðu að hún ætti vinsældir sínar fyrst og fremst manni sínum að þakka — að hún hefði aldrei á eigin spýtur getað komizt svo langt, sem raun hefur á orðið. En hún er líka stjórnmálamaður, sem hefur einlæga trú á lýðræðishugsjóninni. Hún var forsetanum manni sínum mikil hjálp i hinu pólitíska lífi hans, en eignaðist um leið nokkra ofstækis- fulla óvini, sem segja má að aldrei hafi lát- ið hana í friði síðan. Menn, sem ala á kyn- þáttahatri, eru í þessum hóp, enda er frú Roosevelt einn skeleggasti talsmaður hinna ,,lituðu“ manna í heimalandi sínu og annars- staðar. Þó má slá því föstu, að frúin hafi hingað til haft betur í þessum skæruhernaði, enda vel gefin og einörð og hreint ekki hrædd að láta skoðanir sínar í ljósi við hvern sem TIIIILONDUM ELEANOR ROOSEVELT Nú líður hinsvegar varla sá dagur, að menn sjái það ekki betur og betur, hversu rangur þessi spádómur var, því að það er ekki nóg með, að frú Roosevelt hafi síður en svo lagt árar í bát, heldur má segja, að hún hafi sennilegast aldrei haft í fleiri horn að líta en einmitt núna. Hún er ein kunnasta konan i heiminum, og vafalítið ein sú vinsælasta. Þegar Ameríska kvennablað- ið Woman’s Home Companion spurði lesendur sína, sem skipta milljónum, hvaða konu bandaríska þeir dáðu mest, bá svaraði yfirgnæfandi meiri- hluti þeirra: Eleanor Roose- velt. Þegar hún gekk inn í fundarsal allsherj- arþings Sameinuðu þjóðanna, skömmu eftir að þingið hafði samþykkt mannréttindayfirlýs- inguna, sem hún hafði barist fyrir í yfir þrjú ár, þá reis allur þingheimur á fætur og fagn- aði henni með lófataki. Og þegar hún fór til Englands vorið 1948, til þess að afhjúpa minn- ismerki til heiðurs manni sínum, þyrptist fólkið út á göturnar til þess að sjá hana og votta henni vináttu. Hún hefur frá öndverðu verið frjálslynd kona og viðsýn og barist gegn hverskyns hleypidómum. Hún studdi mann sinn ötullega og stjórnmálastefnu hans, ekki síst þau stefnu- skráratriði, sem Bandaríkjamenn kölluðu „New Deal“ og sem voru allt að því róttæk á bandaríska vísu. „Deal“ getur þýtt „gjöf“, eins og til dæmis í spilum, og með „new deal“ var því átt við „nýja gjöf“, þ. e. nýja tilraun eða breytta stefnu. Þessi nýstefna var hins- vegar óneitanlega mörgum Bandaríkjamann- inum þyrnir í augum — og er það raunar enn — þó að meiri hluti þjóðárinnar fylgdi henni og efldi með því að kjósa Roosevelt forseta fjórum sinnum og síðan eftirmann hans, Harry Truman. Rithöfundurinn John Gunther hefur skrifað um Eleanor Roosevelt, að hún væri „stór- hjörtuð kona“. Hann á við, að hún láti sér ekki í léttu rúmi liggja erfiðleika annarra, enda tólc hún snemma upp vopn gegn þeim. Hún er svarinn óvinur hverskyns báginda, og mikill og góður vinur „mannsins á göt- unni“. Hún hefur árum saman háð ákveðna baráttu gegn fátækt og hörmungum, ekki ein- asta í Bandaríkjunum heldur um heim allan. Hún hefur skrifað mikinn fjölda blaðagreina, til þess að vekja athygli á þjóðfélagsmeinum, og hún hefur ferðast um allan heim, til þess að kynnast kjörum fólks með eigin augum og hvetja menn til baráttu fyrir betra lífi og réttlátari skiptingu þeirra gæða, sem heimur- inn hefur upp á að bjóða. Sjálf hefur hún svo gefið að minnsta kosti tíu miiljónir króna til ýmiskonar góðgerðar- og menningarstarfsemi. Hún var fædd í New York 11. október 1884 af ríkum foreldrum. (Theodor Roosevelt, föð- urbróðir hennar, varð 26. forseti Bandaríkj- anna). Barnæska hennar var þó ekki hamingjusöm. Foreldr- arnir dóu frá henni kornungri, og hún var alin up í húsi ömmu sinnar við strangan aga. Auk þess var hún ófríð ung stúlka og óframfærin, og í einni af bókum sínum segir hún frá því, hve þakklát hún hafi orðið, þegar Franklin D. Roosevelt bauð henni upp í dans í veizlu einni. tJr þeim dansi varð ást og úr ástinni hjónaband 17. marz 1905. Það mun hafa verið fyrst og fremst umönnun Eleanor að þakka, að lömunarveikin, sem Roosevelt fékk 1921, reið hon- um ekki að fullu. Ennfremur var það fyrir hennar orð, að hann tók aftur að skipta sér af stjórnmálum. Hún sannfærði hann um, að hann gæti enn átt mikla framtíð fyrir hönd- um. Þó var það ekki að hennar skapi að vera einungis kona mikilvægs manns, heldur vildi hún líka taka nokkurn þátt í hinu opinbera lífi, ef ske kynni að hún gæti með því orðið þjóð sinni að einhverju liði. Roosevelt varð forseti Bandaríkjanna 1933, og alt frá þeirri stundu lét konan hane meira til sin taka en noklcur önnur húsmóðir í Hvita húsinu. Hún varð til þess fyrst allra forseta- frúa bandarískra að efna til funda með blaða- mönnum, sú fyrsta, sem fór í fyrirlestraferð- ir, sú fyrsta, sem kom fram í útvarpi, og sú fyrsta, sem skrifaði sinn eigin dálk í blöðin: My Day (Dagur minn), sem brátt hafði nærri fimm milljónir lesenda. (1940 hafði hún ferð- ast 280,000 mílur, skrifað yfir 1,000,000 orð, flutt hundruð fyrirlestra og útvarpserinda, móttekið og svarað nærri 1,000,000 bréf- um). TRUMAN forseti skipaði hana fulltrúa hjá Sameinuðu Þjóðunum í desember 1945. 1 fyrstu var eins og henni gengi illa að „finna sjálfa sig“, og hún var hikandi og svo- lítið taugaóstyrk. Þó leið ekki á löngu unz hún náði sér á strik, enda varð hún fyrr en varði einn áhrifamesti bandaríski fulltrúinn hjá S.Þ. (Hún lét af fulltrúastarfinu, þegar Eisenhower, sem er republikani, varð for- seti). Frú Roosevelt er kona lítillát og alúðleg i framkomu. Ekki telur hún eftir sér að ferð- ast í strætisvögnum eins og aðrir borgarar, og mjög hefur hún gaman af að rabba við ókunnugt fólk, sem þekkir hana á götunni og vill gjarnan spjalla við hana í nokkrar mín- útur. Börnunum sínum fimm er hún líka góð móðir og í miklu uppáhaldi hjá þeim sæg af barnabörnum, sem hún á. Hún reykir ekki, drekkur ekkert sterkara en vín, hatar bridge eins og pestina og notar aldrei varalit. „Jæja,“ sagði hann. „Hvernig líður yður ?“ „Eg hef ekkert að segja.“ „Þetta er orðið skemmtilegt samtal, eða hitt þó heldur. Ég held áfram að leggja fyrir yður sömu spurningarnar, og þér haldið áfram að gefa mér sömu svörin. Án efa lítið þér nú á sjálfa yður sem hetju, en á mig sem ófreskju. En ég er engin ófreskja. Ég er þjónn Foringja míns, Adols Hitlers, og ég sé ekki hið minnsta eftir því sem ég hef gert. Það er bezt þér gerið yður fulla grein fyrir því, að ég læt ekkert hindra mig í að ná þeim upplýsingum sem ég sækist eftir. 1 gærkvöldi varpaði brezki flug- herinn tvö þúsund tonnum af sprengjum á Dort- mund. Ég veit ekki, hve margir góðir Þjóðverjar, karlar, konur og börn, fórust í þeirri loftárás. En ef fjöldamorð brezka flughersins eru álitin löglegar hernaðaraðgerðir, haldið þér þá að ég taki nærri mér að sjá eina franska konu þjást lítið eitt ?“ „Það gleður mig að finna, Monsieur, að þér sjáið ástæðu til að reyna að bera fram einhverj- ar afsakanir fyrir þvi sem þér voruð að gera.“ „Alls ekki. Við Þjóðverjar þurfum ekki að af- saka okkur fyrir fólki af lægri kynflokkum." Hann stóð yfir henni með reiðilegum svip. „Ætlið þér að svara spurningum mínum?“ „Nei.“ „Þá mun ég nú sjá um, að sama aðgerð verði framkvæmd á fingrum yðar eins og sú sem ver- iB var að framkvæma á tám yðar.“ Odette starði á fingur sína, hinar lifandi neglur þeirra og kvikuna. Siðan varð henni litið á blóð- ugar tær sínar, og hræðileg tilfinning greip hana. Hún heyrði að dyrnar voru opnaðar og einhver gekk inn i herbergið. Gestapo-foringinn spratt á fætur og heilsaði að hermannasið. „Zur Befelil, Herr Major.“ Annar maður i borgaralegum fötum gekk að borðinu og leit kæruleysislega á blóðpollinn á gólfinu. Hann sagði: „Wer ist das Weib?“ „Frau Churchill." Þeir ræddust við stundarkorn á þýzku, en að lokum yppti aðkomumaðurinn öxlum og gekk aftur út úr herberginu. Gestapo- foringinn sagði: „Majorinn segir, að ég sé að eyða timanum til ónýtis, þér munið aldrei tala. Hann hefur meira álit á þrautseigju Frakka heldur en ég. Ég fellst ekki á skoðun hans, en hann hefur skipað svo fyrir að þér verðið fluttar uþþ á loft. Þér eruð mjög gæfusöm kona, Lise. Ég efast ekki um að við munum hittast aftur. Eitt enn. Ef þér segið nokkurri lifandi manneskju frá því sem hér hef- ur gerzt, þá mun verða komið með yður hingað aftur, og þér munuð fá að reyna ennþá verri hluti.“ Hann gaf skipun og dökkhærði maðurinn lagði frá sér tengurnar og talaði nú í fyrsta sinn. Hann opnaði dyrnar og sagði á máli, sem Odette heyrði sér til skelfingar strax að var móðurmál hans, frönsku: „Gjörið svo vel, Mademoiselle." Hún tók upp sokka sína og skó og haltraði sárþjáð til dyranna. Klefi eitt hundrað og átta, Fresnes. Með veikum burðum reif Odette strimla úr lak- inu, vætti þá og batt um fætur sér. Svo lagðist hún aftur á bak í rúmið, og lá þannig hreyfing- arlaus. Hún heyrði að Michele kallaði aftur og aftur. Hana langaði til að fara að glugganum og segja að hún væri komin aftur lifandi, og sér þætti fyrir því að vera ekki með neina kartöflu, en hún var of máttfarin til að hreyfa sig. Geisl- ar sólarinnar dofnuðu smátt og smátt á glugg- anum, og það varð skuggsýnt i klefanum. Ein- hverntíma um kvöldið kom SS-kona inn í klefann og færði henni súpuskál. En Odette gat með engu móti risið upp til að borða súpuna, og skálin hélt áfram að standa þar sem SS-konan hafði skilið við hana hjá rúminu. Hún hafði ekki látið neitt í sér heyra, en hún var hrædd, hrædd við alla þá hluti sem hún hafði heyrt að Gestapo gerði við líkama kvenna. Tveim eða þrem dögum síðar kom presturinn Framhald á bls. 14. 12

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.