Vikan


Vikan - 08.10.1953, Blaðsíða 14

Vikan - 08.10.1953, Blaðsíða 14
SÓLARLAUSIR DAGAR Framhald af bls. 6. kastað þeim til hennar. Til hamingju, hrópaði fólkið og stúdentarnir svöruðu með húrra- hrópi. Svo hélt vagninn áfram og nœsti vagn kom í ljós. HTJN HLJÖP alla leiðina heim og stanzaði móð og eldrauð í andliti heima í fátæk- legu götunni. Börnin hlupu hávær í kringum hana og það ískraði í hemlum strætisvagns- ins, þegar hann kom fyrir homið. En hvað allt er ljótt hérna, hugsaði hún skyndilega undrandi. Ljótt . . . ekkert líkt kyrrlátu göt- unni með einbýlishúsunum, þar sem ungar stúlkur geta setið i friði í herberginu sínu og lesið lexíurnar sínar. Hún opnaði hurðina og flýtti sér upp stigan. Gatan var Ijót. María hefði aldrei getað náð þrozka þar. Og það var eins og þessi hugsun kæmi jafnvægi á huga hennar. Eins og þetta gæti vegið upp á móti fórninni og þjáningunum, sem hún hafði liðið. Svo hún hafði þá samt valið rétt. Henrik stóð í eldhúsinu, þegar hún kom inn. — Ég er að búa til kaffi, sagði hann vin- gjarnlega. -— Hvaða blóm ertu með ? í>au eru farin að fölna . . . Hún sneri baki við honum og raðaði blóm- unum með umhyggju í vasa. — Hentu stúdentarnir þeim til þin? spurði Henrik. — Já, hvíslaði hún og handlék blómin með nærfærni. Þau hengdu höfuðin í sólarlausri stofunni. Á morgun ætlaði hún að fela þau. Hún vissi að héðan í frá mundi hún taka þau fram á hverjum degi . . . í hennar augum yrðu þetta alltaf rauðar rósir og bláar, ilmandi fjólur, einasta gjöfin frá Mariu — sem í raun og veru var þó engin gjöf. Boule de Suif Framhald af bls. 6. 689. KROSSGÁTA VIKUNNAR Lárétt skýring: 1 aðferð — 5 örnefni í Rvík — 8 stilla — 12 þátttaka — 14 hrós- ar — 15 mál — 16 styrk ■—- 18 henda — 20 grjótlendi — 21 for- skeyti — 22 morðtækin — 25 frumefni — 26 sápa — 28 ómóttæki- lega — 31 Ás — 32 vín- stofa — 34 skyldmenni — 36 sækenning — 37 fley — 39 limur — 40 hreyfist — 41 ferskir —- 42 biblíunafn — 44 Ameríkumenn — 46 hlýðna — 48 lofttegund — 50 timamark — 51 sonur — 52 skorta — 54 miðar — 56 tónn — 57 útkjálkabúar — 60 reið — 62 bókstafur — 64 gælunafn — 65 grein- ir — 66 óhreinka — 67 horfi — 69 krydd — 71 leikur — 72 votir — 73 maður. Lóörétt skýring: 1 niðursuðuverksmiðja ■— 2 stétt — 3 forsetn- ing — 4 líkamshluti — 6 gangur — 7 haf — 8 sjó — 9 hjálparsögn — 10 geysilega — 11 nabbi — 13 eftirlæti — 14 aftra — 17 síki — 19 bás — 22 yfirmann — 23 bílategund —- 24 um þykkt — 27 utanhúss — 29 persónufornafn — 30 lánið — 32 aldan — 33 röðin — 35 sprungan — 37 líkamshluti — 38 lélegur — 43 refsa — 45 á hljóðfæri — 47 heiður — 49 viðlagi — 51 lek- inn — 52 nabbi — 53 fangamark sambands — 54 skartgripur — 55 undirstaða — 56 geymslu- rúm — 58 hreyfa — 59 blað — 61 málfræði- heiti — 63 steinefni — 66 refsa — 68 skamm- stöfun — 70 ek. Lausn á 688. krossgátu Vikunnar. Lárétt: 1 skyr — 5 ess — 7 ölóð — 11 alur — 13 blót — 15 ull — 17 tilmæli — 20 ævi — 22 lost —• 23 Gotta — 24 skel — 25 aki — 26 uns — 27 tug — 29 til — 30 krit — 31 iðar — 34 titri — 35 nafar — 38 brak — 39 sókn — 40 knöpp — 44 slaka — 48 axla -— 49 tíma — 51 SOS — 53 lon — 54 aka — 55 áta -— 57 alin — 58 knapi — 60 Hlíð — 61 tal — 62 ákafinn — 64 aða — 65 kola —• 67 góss — 69 fipa — 70 fit — 71 traf. Lóörétt: 2 kalsi — 3 yl — 4 Rut — 6 samt — 7 öli —- 8 ló —-9 ótækt — 10 dula — 12 rign- ir —■ 13 blauða — 14 vill — 16 Loki — 18 losti — 19 ættin — 21 vein -— 26 urt — 28 gaf — 30 kikna — 32 raska —■• 33 óbó — 34 tak — 36 róa — 37 önd — 41 öxl — 42 plokka ■— 43 panna — 44 Stapi — 45 líking — 46 ama — 47 gola — 50 ætíð — 51 satt — 52 silki ■—- 55 álasa —- 56 aðal — 59 afli — 62 ála — 63 nót — 66 op — 68 sr. við, þegar þeir heyrðu gamalkunnugt hljóð. Slíð- ur dróst eftir stéttinni. Svo var kallað eitthvað á þýzku. Enginn hreyfði sig, þó vagninn væri stanzaður. Það var eins og þau væru öll hrædd um að verða myrt um leið og þau risu úr sætum sínum. ökumaðurinn kom í ljós í dyrunum og lýsti inn í vagninn, svo ljósið féll á tvöfalda röð af skelfdum andlitum með opna munna og augu, sem voru starandi af undrun og skelfingu. Við hlið ökumannsins stóð ungur þýzkur liðs- foringi. Hann var hár og grannur og einkennis- búningurinn þrengdi að honum eins og lífstykki. Gljáandi, flöt einkennishúfa sat skáhallt á höfð- inu á honum, svo hann líktist mest enskum hótel- eiganda. Það var eins og langa yfirskeggið á honum, sem endaði í ljósum vart sýnilegum broddi, setti ólundarsvip á hann. Hann bað far- þegana á Elsasfrönsku um að stiga niður úr vagninum: — Gjörið svo vel að koma út, herrar minir og frúr. Nunnurnar hlýddu fyrst auðsveipar eins og helgum konuin, sem eru þvi vanar að beygja sig undir hvað sem koma skal, er títt. Hinir farþeg- arnir komu á eftir. Boule de Suif og Cornudet birtust síðast fyrir framan óvininn, þó þau hefðu setið næst dyrunum. Feita stúlkan reyndi að hafa stjórn á sér og sýnast róleg. Lýðveldissinn- inn strauk með skjálfandi hendi um rauttleitt skeggið. Bæði reyndu þau að líta virðulega út, þvi þau vissu að á slikum tímum, var litið á hvern einstakling seni fulltrúa þjóðar sinnar. Boule de Suif, sem fyrirleit hið kurteisa látbragð hinna dygðugu samferðakvenna sinna, lagði sig fram um að vera djörf I framkomu. En Cornudet sem fannst það vera skylda sín að setja hinum gott fordæmi, setti upp þrjóskusvip, eins og þeg- ar hann tók að sér að koma sprengjum fyrir á vegunum kringum Rúðuborg. 14 Þau gengu inn i rúmgott eldhús veitingahúss- ins og Þjóðverjinn tók við vegabréfunum, þar sem skrifuð voru nöfn þeirra, starf og lýsing á hverjum farþega. Þau voru öll undirskrifuð af hershöfðingjanum. Hann rannsakaði þau og bar þau saman við eigandann. Svo sagði hann skyndi- lega. — Allt i lagi. Og fór út. Farþegarnir önduðu léttara. Þau voru öll svöng, svo þau báðu um kvöldverð. Meðan verið var að leggja á borðið, fóru þau að líta á herbergin sín. Þau voru öll við einn gang og við enda hans var númeruð hurð. Ferðafólkið ætlaði að fara að setjast að borð- inu, þegar eigandi hótelsins kom inn. Hann var feitur, fyrrverandi hestaprangari, sem var sifellt móður og hóstandi og ræskti sig eftir hverja setningu. Hanrt kallaði: — Ungfrú Elísabeth Rousset? Boul de Suif hrökk við og leit á hann: — Það er ég. — Uugfrú, prússneski liðsforinginn vill tala við yður undir eins. Réttvísin gegn Bywaters og Edith... Framhald af blaðsíðu 12. að hún var mjög aðlaðandi kona. Og nú ætlaði hún að beita yndisþokka sínum til þess að vefja dómaranum um fingur sér, skapa hjá honum með- aumkun, vinna vináttu hans. Curtis-Bennet benti henni á, að þessi dómari væri einn hinn strangasti í öllu Englandi. Þetta væri siðavandur maður, sem varla hefði mikla meðaumkun með elskendum, sem skiptust á ást- arbréfum, hefðu leynileg stefnumót og loks or- sökuðu dauða hins svikna eiginmanns. En Edith -— hún hristi bara höfuðið. Engin rök höfðu áhrif á hana, ekkert, sem lögfræðing- urinn sagði, fékk haggað ákvörðun hennar. Hún var sannfærð um, að ef hún gæti sagt frá því, hve óhamingjusöm hún hefði verið í hjónaband- inu, og hve heitt hún hefði elskað hinn unga sjó- mann — þá mundu augu fólks opnast og allur heimurinn viðurkenna sakleysi hennar. Og ekki nóg með það. Hún mundi áreiðanlega bjarga By- waters, með þvi að sanna, að hann hefði ekki framið árásina að yfirlögðu ráði. Lögfræðingurinn, sem var sérfræðingur í að bjarga mönnum frá gálganum, gat með engu móti fengið Edith Thompson til að trúa því, að með þrjósku sinni kynni hún sjálf að leggja snör- una um sinn eigin fagra háls. BRÉFASAMBÖND Birting á nafni, aldri og heimilisfangi kostar 5 krónur. KRISTÍN J. JONSDÖTTIR (við pilt eða stúlku 14—18 ára), og BIRNA AXELSÐÖTTIR (við pilt eða stúlku 16—19 ára), báðar í Þórshamri, Ytri- Njarðvik. — JÖRUNN SVEINSDOTTIR (við pilta 18—22 ára) Brautarholti, pr. Haganesvík. — HREFNA GUÐMUNDSDOTTIR (við pilt eða stúlku — 12—15 ára) Melstað og KRISTÍN GUÐBRANDSDÖTTIR (við pilt eða stúlku 11 —13 ára) Arnarstöðum, báðar í Ytri-Njarðvík. — GUNNAR HANNESSON (við stúlkur 17— 22 ára), Langholtsveg 81, Reykjavík. — HALL- DÖR SIGURÐSSON (við stúlkur 16—18 ára), Stangarhoiti 18, Reykjavík. — GUÐRUN ÁGUSTA LÁRUSDÖTTIR, Baldursgötu 8 og JÖHANNÁ SIGURÐARDÓTTIR, Vallargötu 4, (við pilta eða stúlkur 15—17 ára) báðar í Kefla- vík. %

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.