Vikan


Vikan - 08.10.1953, Blaðsíða 2

Vikan - 08.10.1953, Blaðsíða 2
í FRÁSÖGUR FÆRAIMDI I NÆSTSlÐASTA tölublaði var á þessum stað farið nokkrum orðum um kvennamál soldánsins í Marokkó, þess sem Frakkar settu af fyrir óhlýðni sakir og sendu i útlegð til Korsíku. I>ið munið ef- laust hvað maðurinn hét: Sidi Mohammed Ben Yusef. Eins og lesendur kann lika að reka minni til, lét Yusef það verða sitt fyrsta verk á Korsíku að framkvæma vörutalningu í kvennabúri sínu, við hvað hann uppgötvaði sér til skiljanlegrar skelfingar, að hann var bara með fjórar konur meðferðis. 1 beinu framhaldi af þessu gerði Yusef þá kröfu til frönsku stjórn- arvaldanna, að þau sendu honum með fyrstu ferð að minnsta kosti 30 konur, og einmitt þessa réttlátu kröfu gerðu þessir dálkar að um- talsefni í næstsíðustu VIKU. N t) er það okkur þessvegna mikið gleðiefni að geta upplýst, að mjög hefur rofað til í ástariífi upp- gjafasoidánsins. Frakkar brugðu semsé við og afgreiddu pöntun hans í snatri: þéir pökkuðu umbeðnum kvennabúrskonum inn í flugvél í Marokkó og sendu þær express til Korsíku. I>eir voru Iíka svo nærgætnir, að taka mynd af sendingunni um leið og hún steig upp í flugvélina í Rabat, og þó við höfum ekki borið þá mynd undir neina fegurðarsérfræðinga, þá virðist einsætt, að Yusef vilji hafa sínar konur í góðum holdum. Um andlitsfegurð meyj- anna er hinsvegar ekkert hægt að segja; þær eru með andlitsblæjur . að hætti kvenna þar um slóðir. Ég vil segja frá því til gamans í þessu sambandi, að um svip- að leyti og verið var að senda kvennabúr uppgjafasoldánsins til Korsíku, reyndi málarameistari í Babat að keyra yfir nýja soldán- inn, herramann að nafni Sidi Mohammed Moulay Ben Arafa. Úg birti hér mynd af honiun. Arafa er tuttugu árum eldri en fyrir- rennarinn og kvað hafa miklu meiri áhuga á sterku kaffi heldur en kvenfólki. Mér var svona að detta í hug, að kannski hafi málarameist- aranum fundizt þetta slæm býtti. Eg var svo óvarkár, að skrifa í síðasta blað nokltur orð um leikritið Einkalif, einkum og sér í lagi í tilefni af slagsmálunum í öðrum þætti, sem mér fundust ákaflega góð. Nú hef ég hinsvegar verið að lesa leikdóma sérfræðinga dagblaðanna, og þrír þeirra minnast eklíi einu orði á slaginn og einn segir, að hann hafi verið afleitur. Þetta mun auðvitað kenna mér, að vera ekki að sletta mér fram í það, sem ég hef ekkert vit á. En þó það hljóti annars að vera afskaplega mikill \andi að gagn- rýna leiklist, þá hlýtur samt að vera ennþá meiri vandi að fylgja leiðbeiningum gagnrýnendanna. Ef þið haldið, að þetta sé eintómt slúður, þá þurfið þið ekki annað en slá upp í Tímanum 26. septem- ber og Morgunblaðinu 30. september, þar sem birtir eru dómar um Einkalif. FiFXIR það sem ég var búinn að segja inn slaginn, taldi ég mér skylt að lesa þessa dóma, og þegar ég var búinn að þvi, þá vor- kenndi ég engum eins mikið eins og leikstjóranum, honum Gunnari Hansen. ■ 1 greininni í Tímanum, sem Halldór Forsteinsson skrifaði, segir meðal annars: „Leikaraskapur (play-acting) og trúðkennd víðvik spilla heildarsvip sýningarinnar, og mun leikstjórinn eiga mesta sök á þvi. Þótt Gunnari Hansen séu mislagðar hendur, eins og mörgum öðrum, þá er það samt stórfurðulegt og raunalegt í senn, hversu báglega þessi sýning hefur tekizt fyrir honiun.“ 1 greininni i Morgunblaðinu, sem Sigurður Grímsson skrifaði, segir hinsvegar: „Gunnar R. Hansen hefur sett leikinn á svið og annazt leikstjómina af sinni aikunnu smekkvísi og öruggum skilningi á anda og efni leiksins." Ég veit bara ekki, hvort Iiann Gunnar Hansen veit sitt rjúkandi ráð. SIMI DG HJÚNABÖND í REYKJAVlK kváðu nokkrar þús- undir manna bíða eftir að fá sima. Forráðamenn sínums hafa verið allir af vilja gerðir, en þá hefur vantað pen- inga og leyfi til þess að stækka síma- kerfið. En hvað Iiggur á? Bæjarsíminn í Tokyo (segir i frétt í Time) tilkynnti fyrir skemmstu, að nú mimdi hann byrja að afgreiða símaumsóknir allt frá 1906. Ennfremur kynni einliver að hafa gaman af að heyra, að brezka blaðið Observer hafði nýlega eftirfarandi eftir kollega sinum í Finn- landi: „Hjónaböndum fer sífellt fjölgandi. Skýrslur sýna, að 64,464 manns giftu sig í Finnlandi 1952. Þar af vom 32,230 konur." LoKS finnst mér það í frásögur færandi, að Cliristian Jörgen- sen, bandariski uppgjafahermaðurinn, sem lét danska lækna breyta sér i „ltonu“ (og VIKAN birti mynd af í sumar), þénar nú þús- undir dollara á þvi að sýna sig í næturklúbbum. Ágóðamun kvað Jörgensen mestmegnis verja í kjóla og skartgripi. Fólkið, sem borgar peninga fyrir að fá að skoða manngarminn, virðist eklti kæra sig hót um það, þótt kunnir læknar liafi lýst yfir, að það sé alls ekki hægt að breyta ósviknum karlmanni í konu. — G.J.Á. PÓSTURINIM Það litur út fyrir að Róbert Arn- finnsson leikari hafi unnið hugi og hjörtu ungu stúlknanna úti á landi í sumar, þegar hann lék Topaz, því síðan hafa okkur borizt nokkur bréf, þar sem beðið er um mynd af hon- um og allskonar upplýsingar, m. a. hvort hann sé giftur, bróðir Jóns Arnfinnssonar o. s. frv. Nú hefur Róbert sjálfur gefið okkur greið svör við öllu því, sem spurt hefur verið um. Róbert Arnfinnsson er ættaður frá Eskifirði, en fæddur í Leipzig í Þýzkalandi 1923 og þar var hann fyrstu árin. Hann á engin systkini, en giftur er hann Stellu Guðmunds- dóttur frá Vestmannaeyjum og eiga þau tvær dætur. Róbert stundaði leiklistarnám hjá. Lárusi Pálssyni og síðan í Kaup- mannahöfn. 1945 lék hann fyrsta hlutverkið sitt í Kaupmanninum L Feneyjum. Hann hefur verið fastráð- inn leikari við Þjóðleikhúsið frá opn- un þess og leikið mörg hlutverk bæðl þar og í Iðnó. Síðustu hlutverkin. hans, Topaz og Victor Prynne i Einkalíf eru einhver þau allra beztu, sem sést hafa hér á leiksviði. Topaz hefur hann leikið hvorki meira né minna en 75 sinnum á þessu ári, en alls hefur hann haft 166 sýningar- kvöld á leikárinu 1953. FORSÍÐUMYNDIN er af Helga Finnbogasyni bónda á Reykjarhvoli, Mosfells- sveit. Ljósmyndari: Gunnar Rúnar. Forsíðumynd síðasta blaðs tók Beata Bergström, Stokk- hólmi. FM- MOTOR Afgreiðum með stuttum fyrirvara allar stærðir af þessum vinsæln norsku vélum: 3 _ 4 — 6/7 — 8/12 _ 14/18 hestöfl F M-vélin er með tveggja ára ábyrgð, og mjög ódýr samanborið við. flestar aðrar smábátavélar. tJtbúnaður: SKIPTISKRÚFA, GANGSKIPTI, VENDITÆKI, NÚNINGSTENGSLI, SPÚLDÆLA, RAFALL. Leitið tilboða í FM: F. MATTHIASSON, Vesímannaeyjum Otgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmað ur: Gísli J. Ástþórsson, Tjarnargötu 4, sími 5004, pósthólf 365. 2

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.