Vikan


Vikan - 14.01.1954, Page 2

Vikan - 14.01.1954, Page 2
Viltu vera svo góð að gefa fá- kunnandi sveitakonum upplýsingar um félagsvist. Helzt dálítið ítarleg- ar. Einnig langar okkur til að vita, hvar félög úti á landi geta helzt fengið leikrit lánuð til flutnings. Ég œtla að gefa þér eitt gott ráð um leið. Það yrði vinsœlt fyrir blað- ið að fœkka svolítið sakamálasögum og öðrum álíka uppbyggilegum, en birta einhverjar af okkar gömlu góðu sveitasögum eða þá öðrum slíkum. Fáfróð sveitakona. Svar: Félagsvist er spiluð alveg eins og hver önnur vist, nema að spilað er við mörg borð og þeir sem vinna á hverju borði færa sig eftir föstum reglum. Karlmaðurinn flytur sig á borð með lægra númeri (borð- in eru öll númeruð), en kvenmað- urinn fer á borð með næsta númeri fyrir ofan. Þeir, sem tapa sitja kyrr- ir, þ. e. a. s. kvenmaðurinn situr kyrr, en kalmaðurinn sest í annað sæti við sama borð. Bandalag íslenzkra leikfélaga, sem hefur skrifstofu í Þjóðleikhúsinu, að- stoðar félög úti á landi við allt varð- andi leiksýningar. Þið ættuð þvi að snúa ykkur þangað. Svo þér líka ekki alltaf sögurnar hjá okkur? En svo er margt sinnið sem skinnið og glæpasögur eiga miklum vinsældum að fagna nú á tímum. Við hér á Vikunni erum held- ur ekki alltaf ánægð með söguvalið, en satt að segja, þá er fjárans mik- ill hörgull á jafn örstuttum sögum, og við verðum að hafa í svona litlu blaði, svo það verði ekki alltof fá- breytt. Munið að við þurfum um 150 smásögur á ári. Svar: Lagið er eftir Svavax Bene- diktsson, en erindið eftir Kristján frá Djúpalæk. 1 Hallormstaðaskógi er angan engu lík. Og dögg á grasi glóir sem gull í Atlavík. Og fljótsins svanir sveipast í sólarlagsins eld. Og hlægjandi, syngjandi, frelsinu fagnandi, fylgjumst við burtu það kveld. Úr Hallormstaðaskógi ber angan enn í dag. Og síðan hefur sungið í sál mér þetta lag. Því okkar liðna ótta var engri nóttu lík. Og ennþá hún lifir í minningu minni sú mynd úr Atlavík. Svar til Sigrúnar, „Kvikmynda- unnanda" o. fl.: Utanáskrift Dorisar Day verður í náinni framtið Warner Brothers, Burbank, California, U.S.A., þvi hún er nýbúin að framilengja samning sinn við það félag. Við eigum þvi von á að sjá hana í mörgum mynd- um enn. Áður var Doris búin að leika í 15 kvikmyndum. Aftur á móti birtast sjaldan myndir af henni í aug- lýsingum, því hún lætur aldrei freist- ast til að mæla með vörum, sem hún notar ekki, hversu há upphæð sem í boði er. 1. Hvaða menntun þarf til að komast i 1. og 2. bekk Kvennaskól- ans í Reykjavík f 2. Eru stúlkur teknar í heimavist utan af landi ? 3. Hvað er skólagjaldið yfir áriðf I). Hvað er kennt í verknámsdeild- inni ? Svar: 1. Próf úr bamaskóla nægir til að komast í fyrsta bekk. Nem- endur þurfa ekki að taka inntöku- próf, en að sjálfsögðu verða þeir að sækja um skólavist. Stúlkur, sem hafa hlotið meiri menntun og vilja komast í 2. bekk, verða að sækja sérstaklega um það til forstöðukon- unnar. 2. Það er engin heimavist við Kvennaskólann í Reykjavík. 3. Skólagjald er ekkert, en ein- hverja smáupphæð þurfa stúlkurnar að greiða í sjóði. 4. Það er heldur engin sérstök verknámsdeild við skólann, en nokk- ur hluti námsins er verklegur. Viltu birta fyrir mig textann við lagið Nótt í Atlavik. Eg hef hvergi séð það á prenti Mér finnst lagið svo fallegt, en það er alltof sjaldan leikið. FORSÍÐUMYNDINA tók í Reykjavík: RALPH HANNAM MUNIÐ NDRA MAGA5IN SVIÐLJÓ8 Nú er að verða hver síðastur að sjá nýju Chaplin-mynd- ina Leiksviðsljós, sem Tripolibíó hefur sýnt síðan á jól- um. Þetta er afburða góð mynd og mikill fengur í henni. Snillingurinn Chaplin hefur áhorfandann að vanda al- gerlega á valdi sínu og lætur hann ýmist veltast um af hlátri eða fá kökk í hálsinn. En ekki er vert að nota meira málskrúð um myndina en Chaplin sjálfur, sem kallar hana einfaldlega: Sögu um trúð og balletdansmær. Trúðurinn er orðinn gamall og hættur að geta fengið fólk til að hlægja, þó hann megi muna fífil sinn fegri. Honum auðnast að bjarga ungri balletstúlku frá því að fremja sjálfsmorð og endurnýja trú hennar á lífið. Sjálfur er hann úr leik. Þegar Terry er orðin fræg, fær hún leikhússtjóra nokkurn til að koma á fót stórri vel- gerðarsýningu fyrir Calvero. Sýningin verður fullkom- inn sigur fyrir gamla trúðinn, áhorfendurnir veltast um af hlátri, en sjálfur hefur hann hryggbrotnað við að detta ofan í hljómsveitargryfjuna. Efnið virðist ekki stórbrotið, en í raun og veru sýnir myndin á gamansaman og um leið hrífandi hátt vanga- veltur gamanleikarans um starf sitt, mannsins um ellina og skáldsins um lífið. — Ég hef mesta viðbjóð á blóði, en samt rennur það í æðum mínum, segir gamli trúður- inn. Og í lok myndarinnar, segir hann: — Ég er að deyja og þó er ég þegar búinn að deyja. Balletstúlkan Terry (Clarie Bloom) og trúðurinn Calvero (Char- lie Chaplin). — Bjór, Bach og Beethoven, nú er hátíð, segir gamli trúðurinn, sem huggar sig við að drekka og leika á liljóðfœri með götusöngv- urum. Utgefandi VTKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli J. Ástþórsson, Tjamargötu 4, sími 5004, pósthólf 365 2

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.