Vikan - 14.01.1954, Síða 3
íjullið
MÞrengimir or/
„Þennan júlídag kunnum við betur að meta lífið
af því dauðinn hafði staðið svo nálœgt okkur“
EGAR ég. var 15 ára gamall, og
vinur minn, Douglas Corpron, 17
. ára, klifruðum við upp á Klooch-
mantindinn. Það er klettur, sem
gnæfir 2000 fet yfir Tiedon vatn-
ið. Neðst eru ávalar brekkur með furu-
og grenitrjám, en þá tekur við 380 metra
hár þverhníptur hamar.
Við vorum í útilegu og höfðum nætur-
stað við vatnið. Það var kalt, svo við fór-
um á fætur um sólarupprás og steiktum
okkur silung til morgunverðar. Við höfð-
um ekki haft í hyggju. að klífa Kloochman-
tindinn, en um leið og sólin fór að skína
á hann, var eins og hann væri að ögra
okkur.
Það var hægt að komast fremur auð-
veldlega upp, en við völdum suðaustur-
hliðina — sem ég held að enginn maður
hafi nokkru sinni klifið. Doug fór á und-
an. Byrjunin var engum erfiðleikum
bundin. Fyrstu 30 metrana fundum við
alls staðar 15—30 sm. breiða klettastalla,
en þá urðu sillurnar mjórri og erfiðara
að átta sig á þeim. Við fórum úr skónum
og héldum áfram á sokkaleistunum. Við
reyndum hverja táfestu gaumgæfilega,
áður en við þorðum að leggja allan þunga
okkar á hana. Stundum urðum við að
fikra okkur áfram meðfram klettaveggn-
um og þrýsta okkur upp að honum, til að
ná næsta stalli fyrir ofan.
Útlitið versnar
Oft gátum við ekki stigið frá einni
sillunni á aðra, því næsta silla var
kannski rúmum hálfum meter fyrir ofan
okkur. Þá urðum við að leggjast á annað
hnéð, draga hinn fótinn varlega upp og
halda síðan jafnvæginu, liggjandi á báð-
um hnjánum, með því að þrýsta okkur
upp að klettinum og bora fingrunum í
hvaða glufu sem fannst, á meðan við
réttum úr okkur.
Á þennan hátt brutumst við áfram tæpa
200 metra á tveim tímum. Það var því
langt liðið á daginn, þegar við stönzuð-
um, til að athuga aðstöðuna. Otlitið var
ekki gott. Sillan, sem við stóðum á, var
ekki nema 7 sm. breið, og fyrir ofan okk-
ur sást engin önnur, sem við gátum náð
til. En rétt ofan við seilingarhæð var
traust sprunga, beint fyrir ofan höfuðið
á Doug. Hvernig áttum við nú að kom-
ast þangað? Ég gat ekki lyft honum, því
ég átti fullt í fangi með að halda jafn-
væginu sjálfur. Það var sýnilega ekki
um annað að ræða en stökkva upp í hana
— og það yrði aðeins eitt stökk. Doug
gat ekki vænzt þess að geta stokkið upp í
loftið, misst takið og lent aftur á örugg-
um stað, því sillan, sem hann stóð á, var
ekki nema nokkrir sm. á breidd. Ef
stökkið mistækist, hlaut hann því að
hrapa niður hamarinn. Eftir nokkurt
umtal, ákvað Doug að hætta á það, og
bað mig fyrir skilaboð til fjölskyldu sinn-
ar, ef hann kæmist ekki lífs >af.
— Segðu mömmu, að mér þyki ákaf-
lega vænt um hana og að mér finnist hún
dásamlegasta kona í heimi. Segðu henni
að þetta hafi verið guðs vilji, og að ég
hafi ekki þjáðst. Systur minni skaltu
segja, að þó ég hafi verið óttalega and-
styggilegur við hana, hafi ég ekki ætlað
að gera henni illt. Segðu pabba, að ég
deyi óhræddur, að ég hafi alltaf dázt að
honum og hafi ætlað að verða læknir ein-
hvern tíma eins og hann.
Hvert orð brenndi sig inn í huga minn
og varir mínar skulfu. Ég faldi andlitið
upp við klettinn, svo Doug sæi það ekki.
Ég lokaði augunum og bað guð um að
láta hann komast óskaddaðan upp.
Skömmu seinna sagði Doug glaðlega: —
Einn, tveir og þrír.
Hann þrýsti báðum lófunum að veggn-
um, beygði sig varlega í hnjáliðunum og
stökk. Það var ekki erfitt stökk — að-
eins 15 sm. upp í loftið. En þegar maður
verður að þrýsta sér upp að klettavegg í
200 metra hæð á meðan, þá er það hrein-
asta fífldirfska. Og þarna hékk Doug nú
á öruggri og breiðri sillu, en þar sem
hann hafði ekkert til að stíga á, varð
hann að vega sig upp á handleggjunum.
Hann færðist hægt upp á við, eins og
hann væri dreginn af ósýnilegum kaðli.
Skömmu seinna stóð hann á stallinum og
það hlakkaði í honum. — Þetta var ekk-
ert, kallaði hann.
En nú urðum við fyrir miklum von-
brigðum. Það var enginn stallur ofar, sem
Doug náði til. Við áttum fyrir höndum
að klifra niður þverhníptan klettavegg-
inn. En fyrst varð Doug að komast nið-
ur af sillunni, sem hann stóð á. Hann
þorði ekki að láta sig síga í blindni nið-
ur að sillunni, sem hann hafði staðið á
áður. Ég varð því að hjálpa honum. Þó
ég gæti ekki tekið á móti honum, varð
ég að veita honum nægilegan stuðning,
til að draga úr fallinu og beina fótunum
að sillunni.
^ii ............................
| Eftir |
l Justive Douglas I
”■'1111111111111111 iiiiiiiiiiiiii iimi iii iii ii ii n ...
Doug lét sig síga og fætur hans héngu
um 15 sm. fyrir ofan siliuna. Héðan af bar
ég ábyrgðina á honum. Ég studdi hend-
inni á mjóhrygginn á honum og ýtti á
hann af öllum kröftum. Hann sleppti var-
lega og allur þunginn hvíldi nú á hendi
minni. Ég titraði af áreynslunni, boraði
fingrum vinstri handar í sprungu í klett-
inum og þrýsti mér upp að veggnum.
Doug seig 5 sm., og ég gat ekki stillt
mig um að líta niður í urðina fyrir neð-
an. Hann hélt áfram að síga, og mér
fannst vinstri hendin vera að verða mátt-
laus. Mig verkjaði í tærnar og hægri hand-
leggurinn skalf. Ég gæti ekki haldið hon-.
um mikið lengur.
— Rólegur, Doug. Sillan er nokkra
sentimetra til vinstri. Hann þreifaði fyr-
ir sér með fætinum. — Ég finn hana
ekki. Ekki sleppa! Ég hangi aðeins á
vinstri hendinni og það er lélegt tak.
í lifsháska
Nú var úti um okkur. Innan fárra mín-
útna mundu kraftar mínir þrjóta og Doug
steypast niður. Ég skil ekki enn, hvernig
ég fór að. En einhvern veginn tókst mér
að standa andartak á vinstri fætinum
einum og nota hægri fótinn til að beina
fæti hans að sillunni,
— Er allt í lagi? spurði ég, — Já, þú
stóðst þig vel, svaraði hanii.
Ég sleppti honum. Hægri handleggur-
inn á mér var alveg máttlaus. Ég titraði
allur og svitinn bogaði af mér. Við höll-
uðum okkur þögulir upp að vegnum, með-
an við vorum að ná okkur og safna kröft-
um.
Okkur gekk ferðin niður hægt, eir ekk-
ert sérstakt kom fyrir. Þegar við komum
Framhald (t bls. llf:
Um riírildi,
tízku
og
barnauppeldi
SEX ungar húsmæður, sem allar
bjuggu í sama fjölbýlishúsinu,
lentu í svo harðri rimmu, að þær end-
uðu niðri á lögreglustöð. Þegar þær
voru leiddar fyrir varðstjórann,
ruddust þær að borðinu hans og
byrjuðu að flytja mál sitt af svo
miklu kappi, að aumingja maður-
inn stirðnaði af skelfingu. En skyndi-
lega keyrði hann hnefann í borðið,
svo að grafkyrrð varð í herberginu.
— Ein í einu, sagði hann blíðlega.
Og ég sting upp á því, að sú elzta
byrji.
Málið komst aldrei lengra.
• ■ ■ ■ oOo-
MAÐURINN var stór og feitur,
og honum gekk illa að finna
skó á fæturna á sér.
— Táin verður að vera breið,
sagði hann afgreiðslumanninum.
Ungi maðurinn andvarpaði: — En
við höfum enga með breiðum tám.
Mjóar tær eru í tízku i ár.
Feiti maðurinn hvessti augun: —
Það kann að vera, sagði hann þurr-
lega, en það vill svo til, að ég er
með fætur síðan í fyrra.
-----oOo-----
UNGUR falir gekk niður götuna
og ók barnavagni. Barnið í
vagninum ösþraði af öllum lífs og
sálar lcröftum. ,,Svona nú, Jón, vertu
rólegur," hvíslaði faðirinn. „Stilltu
þig, Jón, það er fyrir öllu.“
Kona nokkur, sem heyrði til hans,
stoppaði og brosti.
„Þetta líkar mér,“ sagði hún. „Þér
kunnið að tala við börn — rólega og
blíðlega." Svo gægðist hún inn í
vagninn og bætti við: „Svo litli
hnokkinn heitir Jón?“
„Onei, frú,“ syaraði faðirinn.
„Hann heitir Pétur. Ég er Jón.“
-----------------oOo-----
Napoleon sagði: Það er
ástæðulaust að óttast þá, sem
eru manni ósammála. Iiinir eru
hættulegri, sem eru manni
ósammála, en of kjai’klausir til
að játa það.'
3