Vikan - 14.01.1954, Síða 5
•FORSAGA
LYDIA
—~ EFTIR ALICE DUER MILLER
LYDiA THORNE býr í New York
með lagskonu sinni ungfrú BENN-
ETT. Hún er rík og falleg, en hefur
aldrei tekið tillit til annarra. Vinir
hennar eru ELEANOR og BOBBY.
Hún hefur orðið ástfangin af
O’BANNON, hinum opinbera saksóknara,
en móðgast við hann. Þjónustustúlka
Lydiu hefur gert tilraun til að stela slcart-
gripum hennar og verið dæmd í 15 ára
fangelsi, og Lydia á erfitt með að sætta
sig við það, þó hún hafi í fyrstu ekki viljað
hjálpa henni og biður O’Bannon rnn að
fá stúlkuna sýknaða.
Ú vilt ekki gera það, áttu víst við, sagði
Lydia og hleypti brúnum.
— Nei, svaraði hann rólega. — Ég á við það,
sem ég sagði. fig get það ekki. Mundu, að þú
hafðir tvisvar sinnum tækifæri til að hjálpa stúlk-
unni, fyrst þegar þú kærðir hana og í seinna
skiptið, þegar þú talaðir við dómarann. Hvers
vegna gerðirðu það ekki?
Já, hvers vegna hafði hún ekki gert það ?
Hún vissi það ekki, en flýtti sér að svara: — Ég
skildi það ekki, að . . .
— Þú vildir ekki skilja það, svaraði hann í
sama tón og Ilseboro hafði notað við hana. ■—
Ég reyndi að benda þér á það, en þú vildir ekki
bíða og hlustaðir hvorki á mig né dómarann. Það
kemur ekki oft fyrir, að fólk fái þrjú tækifæri í
þessum heimi, ungfrú Thorne.
Hún reiddist aðfinnslum hans og þvi, að hann
skyldi ekki vilja láta að óskum hennar. ■— Ertu
að reyna að ala mig upp, O’Bannon ?
—- Ég er að reyna að koma þér í skilning um,
hvernig málið liggur fyrir, svaraði hann.
-— Ég trúi ekki, að það sé rétt, ’ svaraði hún.
Þrátt fyrir reiði sína, ætlaði hún ekki að móðga
harin. Hún átti aðeins við, að það hlyti að vera
einhver leið, til að leiðrétta dóminn, en rödd
hennar og látbragð var svo ósvífið, að O’Bannon
sneri baki við henni og kallaði til ungs manns,
sem beið hans: — Ég skal tala við þig núna,
Grey.
Lydia varð þvi að sætta sig við að fara. Hún
strunsað.i út úr skrifstofunni og nöfnin, sem hún
valdi O’Bannon á leiðinni heim, heyksluðu ung-
frú Bennett.
Nokkrum dögum seinna flutti Lydia úr sumar-
húsinu i stóra húsið inni í borginni. Ungfrú
Bennett var fegin að hitta nú aftur vini sína. Það
sem gerðist merkilegast í lífi Lydiu þennan vetur
var kunningsskapur hennar við Stephen Albee,
fyrrverandi fylkisstjóra. Þó Albee hefði einu sinni
verið glæsilegur maður og væri enn höfðingleg-
ur, þá var hann kominn yfir fimmtugt og leit
út fyrir að vera það. Vinir Lydiu höfðu orð á
því, að það mundi vera alveg eftir henni, að ætla
sér að verða húsfreyja í Hvíta húsinu og auk
þess var fylkisstjórinn eigandi silfurnáma og
ekkjumaður. Fólk veitti þvi líka athygli, að Lydia
bar meiri virðingu fyrir honum en hún hafði
borið fyrir nokkrum öðrum, lét hann hafa áhrif
á skoðanir sínar og notaði orðalag hans. Vinum
Lydiu leiddist stjórnmálaáhugi hennar og hinum
gömlu vinum fylkisstjórans var ekki síður illa
við að sjá hann skyndilega fara að taka þátt í
samkvæmislífinu.
Þó undarlegt mætti virðast, þá hittust þau á
góðgerðarsamkomu fyrir fangahjálpina, en Albee
hafði lofað að halda þar ræðu. Frú Galton ákvað
að hafa gagn af Lydiu og setti hana við hlið
fylkisstjórans. D'aginn eftir var Lydia viðstödd
sambandsfund, sem hann stjórnaði og hreifst
af yfirburðum hans ,og rökfestu. Hún skemmti
sér vel og uppgötvaði, að hún var skörp og fljót
að hugsa. Hún fór því að ráðgera að verða eigin-
kona frægs stjórnmálamanns. Lydia dáðist að
Albee og áhrifum hans. Henni þótti gaman að
því, hvernig menn reyndu að komast í samband
við hann með hennar hjálp, og hvernig konurnar
reyndu að draga að sér athygli hans. Og hún
naut þess þegar umferðarlögregluþjónarnir stöðv-
uðu umferðina, til að hleypa bílnum. hans fram-
hjá. Að vísu hafði hann ekki beðið hana um að
giftast sér, en í augum Lydiu skipti það ekki
svo miklu máli. Fyrsta skrefið var að ákveða
sig.
Skömmu seinna var Albee kallaður til Wash-
ington, til að verja mál sitt fyrir öldungadeild-
inni og Lydia og ungfrú Bennett fóru með hon-
um.
Það var gaman að ferðast með Albee, sem hafði
tekið stóran klefa í lestinni á leigu og komið þar
fyrir blöðum og sælgæti. Áður en fundurinn í
Washington hófst var Lydiu og ungfrú Bennett
vísað inn i gegnum hliðardyr, svo þær fengju
beztu sætin. Lydia hafði aldrei fyrr kynnzt stjórn-
málafundum höfuðborgarinnar. Hún hafði gaman
af því að þekkja stjórnmálamennina af myndum,
um leið og þeir komu inn. Hún gerði sér grein
fyrir því, að þessi fundur mundi hafa áhrif á
framtíð hennar. 1 New York hafði Albee verið
æðsti maðurinn, en hér mundu hinir ráðast á
hann og fara ilia með hann, ef þeir gætu. Hún
sá, að sumir fundarmanna virtu hana fyrir sér
og spurðu sessunauta sína hver hún væri og vissi,
að þeim var svarað, að hún væri stúlkan sem
Albee var trúlofaður eða fíflalega ástfanginn af.
En hún kærði sig kollótta um það. Hún var
hreykin af honum.
Yfirheyrzlurnar byrjuðu: — Nefndin vill gjarn-
an fá skýringu yðar, fylkisstjóri, á . . . Hvað
eftir annað sá Lydia, hvernig þeir lögðu gildi'-
ur fyrir hann, og hugsaði með skelfingu til þess,
að hann ætti engrar undankomu auðið, en þá
smaug hann úr greipum þeirra og það sem meira
var, sagði sannleikann, eða næstum sannleikann.
Innan fimmtán mínútna vissi Lydia, að hann stóð
þeim fyllilega á sporði og hún dáðist að yfir-
burðum hans.
Eftir hádegisverðinn fór Benny heim á hótelið
til að hvíla sig, en Lydia og Albee fóru i göngu-
ferð.
— Mér fannst þú alveg dásamlegur í morgun,
sagði Lydia.
— Ef ég væri þrjátiu árum yngri, mundirðu
ekki segja þetta svona óhikað. Hann leit á hana
og sá aðdáunina speglast í augum hennar.
Eftir nokkra þögn bætti hann við. — Ef ég tryði
því, að stúlka á þínum aldri gæti elskað gaml-
an mann, eins og mig, þá . . . Lydia beit á vör-
ina. Henni hafði ekki dottið ást í hug í þessu
sambandi. Hann virtist skilja hana án þess að
hún segði nokkuð, því hann hélt áfram: — Og ég-
geri mig ekki ánægðan með neitt annað, Lydia.
Þrátt fyrir bollaleggingar Lydiu um að giftast
fylkisstjóranum, hafði henni ekki dottið í hug,
að hann ætlaðist til þess, að hún elskaði hann.
Hún gekk nokkur skref, áður en hún svaraði:
— Ég held, að ég verði aldrei ástfangin — það
hefur ekki komið fyrir mig ennþá. En ég virði
og dái þig meira en nokkurn annan mann, sem
ég hef kynnzt.
— Áttu við það, að þú hafir aldrei fundið . . .
aldrei hvilt í örmum nokkurs manns, sem hefur
sagt við þig: Þetta er lífið? sagði Albee alveg
undrandi.
— Nei, nei, nei! Aldi’ei! svaraði Lydia áköf,
—• og ég vil ekki að það komi fyrir. Þú skilur
mig ekki. Tilfinningar mínar til þín eru miklu
meira virði . . .
— Ég er hreykinn og hamingjusamur að heyra
þetta, sagði Albee. — Mér datt aldrei í hug, að
ég mundi njóta meztu hamingju lífs míns, þegar
ég væri kominn yfir fimmtugt. Hann leit kiminn
á hana. — Ég er að velta þvi fyrir mér, hvort
ég hefði verið nógu skysamur til að láta mér
geðjast að stúlku eins og þér, þegar ég var
ungur, ef ég hefði hitt hana.
Lydia var sannfærð um, að framtíð hennar
hefði verið ákveðin á þessari stundu, þó ekki
hefði verið minnzt á giftingu. Henni fannst þetta
rétta aðferðin til að ákveða svo mikilvægt mál
— það átti hvorki að gera kuldalega né láta til-
finningarnar rugla dómgreindina.
Um kvöldið borðuðu þau með þingmanni úr
fylki fylkisstjórans og konu hans. Lydiu geðjað-
ist mjög vel að þeim, en henni mislí'kaði við
Albee. Hvers vegna þurfti hann að vera svona
ákafur í að gera þeim allt til hæfis ? Hún vissi að
Albee og þingmaðurinn voru gamlir samstarfs-
menn í flokknum, en á þeim árum hafði Albee
ekki staðið nógu framarlega, til að vera boðinn
á heimili þingmannsins og konu hans, en henni
fannst það hlægilegt, hvernig hann reyndi að
gera þeim ljóst, hve mikils álits hann nyti nú.
Lydia sat því niðurlút við boi'ðið og sagði fátt.
Hún var ekki aftur ein með fylkisstjóranum,
því eftir matinn fóru þau öll í leikhús og svo í
lestina, þar sem hún og Benny höfðu klefa i svefn-
vagninum. Lydia gat ekki sofið. Orðin, sem
Ilseboro hafði sagt, að hún væri svo mikill þrá-
kálfur, að aðeins annars flokks menn mundu
geta oi'ðið lífsförunautar hennar. Flestar konur
töldu Albee að visu í hópi álitlegustu mannsefna,
VEIZTU -?
1. Hver er maðurinn?
2. Hvað hafa kýr marga maga? Og hvað
heita þeir ?
3. Hver þessara þi'iggja borga er strærsta
boi'g Kanada: Montreal, Toronto eða
Quebec ?
4. Hvenær var Alþingishúsið í Reykja-
vík reist?
5. Hvað er unnið úr júteplöntunni og hvar
vex hún?
6. Hvenær lagði Karol Rúmenakonungur
niður völd?
7. Hver var Náttfai'i?
8. Hver samdi óperuna Falstaff?
9. Hvaða þrjú lönd liggja að Luxem-
burg ?
10. Gáta: Hver er sá kistill,
sem fáir bera á baki,
en fátt er þó fémætt í?
Sjá svör á bls. 14.
5