Vikan


Vikan - 14.01.1954, Page 10

Vikan - 14.01.1954, Page 10
RITSTJÖRI: ELIN PALMADÓTTIR SAMTAL VID FATlMUNA MlNA í þessari grein gefur INGBBE) HOHNEN okkur ör- litla hugmynd um líf kvenna í Tanger í Afríku. RHEMO, arabíska þjónustu- stúlkan mín, var búin að vera hjá mér í margar vikur og var mér alveg ómissandi, ekki síst þegar ég fékk blóð- sóttina, sem er svo algeng í Tanger, og varð að liggja í rúm- inu í heila viku. Hún leysti hús- verkin óaðfinnanlega af hendi og var auk þess fyrirmyndar hjúkrunarkona, svo ég nennti ekki að fást mn það, þó hún hrópaði fréttatilkynningar ofan af þakinu á hverjum degi, svo nágrannarnir gætu fylgst með heilsufari mínu. Mér var samt nóg boðið, þegar ég heyrði hana hrópa: — Nú hefur húsmóður minni versn- að i ellefta skiftið. Læknirinn er bú- inn að koma, og þegar ég hafði vís- a.ð honum inn, sagði hún mér að fara fram, en þá ábyrgð þorði ég ekki að taka. Hvað mundi húsbóndi minn segja, ef hann vissi að ókunnur karl- maður hefði verið skilinn eftir einn inni í svefnherberginu ? Svo ég var auðvitað kyrr. — Það var rétt hjá þér, Rhemo, heyrðist ofan af hinum húsþökunum. OSg þreif gremjulega í bjöllustreng- inn, en þegar Rhemo kom loksins nið- ur, var hún með allan hugann við nýtt læknisráð, sem hinar fatímurn- ar höfðu gefið henni, svo hún lét að- finnslur mínar sem vind um eyrun þjóta. — Senora, sagði hún æst. — í>ú ert kannski líka veik í lungunum, og ég kann gotit ráð við því — en þú verður að lofa að segja læknin- um ekki frá þvi. Og svo lofaði hún mér íullri heilsu, ef ég vildi borða rétt, sem bú- inn væri til úr nýfædd- um hvolpum, soðnum í olíu. — En það dugar aðeins, ef um hægra lungað er að ræða. Sé það lungað, sem liggur í veik- byggðari helming lik- amans, þar sem hjartað er, þá er úti um þig. En það er áreiðanlega hitt lungað, bætti hún við, þegar hún sá skelfingarsvipinn á mér. Hún varð sýnilega fyrir miklum vonbrigðum, þegar ég fullvissaði hana um, að ekkert væri að lungun- um. Til öryggis ákvað ég að afþakka í framtíðinni arabísku réttina, sem hún bauð mér stundum, því hún var vis til að reyna að koma hvolpun- um í mig með brögðum. Þegar Rhemo var farin aftur upp á þakið, minntist ég þess, að hún var að þvo þvott fyrir mig í fyrsta sinn og fannst öruggara að fylgjast með því, hvernig hún gerði það. Það kom sér líka vel, því þegar ég kom upp á þakið, lá hún á hnjánum og nuddaði flíkurnar af öllum kröftum á grófu þakinu og dýfði þvottinum í sterka sódaupplausn, en sápan, sem ég hafði fengið henni, lá óhreyfð á brettinu, svo það var ekkert undar- legt þó hún væri búin að nudda eina skyrtuna í tætlur. Þegar Rhemo hafði lokið hússtörf- unum, settist hún með prjónana sína við rúmið mitt og fór að segja mér frá síðustu kvikmyndinni, sem hún hafði séð. Það voru aðeins þrír mán- uðir síðan arabísku konurnar í Mar- occo höfðu fengið opinbert leyfi til að fara í bíó og Rhemo var enn heilluð af þessum rómar.tíska heimi, sem egypsku kvikmyndafélögin höfðu leyft henni að skyggnast inn í. Meðan prjónarnir tifuðu, lék hún öll hlutverkin fyrir mig, eins og hún var vön. Ýmist var hún fátæki en göfugi pilturinn, sem biðlaði árang- urslaust til dóttur ríka höfðingjans eða hún brá af mikilli snilld upp mynd af hinum ósveigjanlega höfð- ingja — en skömmu seinna breyttist hún í kvenhetjuna Lailu, og tárvot um augun rak hún prjóninn í brjóst sér. Þetta olli hvorki Rhemo né kven- hetjunni tjóni, svo allt féll í ljúfa löð. — Æ, já, sagði Rhemo og andvarp- aði, þegar leiknum var lokið. — Kon- urnar hafa það svei mér gott í Egyptalandi. Þar giftast þær falleg- um og tignum mönnum, sem bæði kunna að lesa og skrifa, en við verð- um að gera okkur ánægðar með heimska múlasna, sem ekki hugsa um annað en að borða og sofa — og láta okkur þræla allan daginn. — Fékkst þú að velja mannsefnið þitt sjálf? spurði hún skömmu seinna. Þegar ég svaraði því játandi, fór hún að segja mér æfisögu sína. — Ég var tólf ára, þegar ég gift- ist fyrst, sagði hún, — Pabbi fékk margar kindur, olíu og hveitipoka fyrir mig og ég fékk nýjan djellaba. Ég skildi ekki, að verið var að gifta mig. Mamma minntist ekki á það, og ég bjó heima í heilt ár eftir brúð- kaupið. Maðurinn minn var gamall og hafði mikið, svart skegg. Hann kom stundum og borðaði hjá okkur og dag nokkurn, þegar ég kom utan frá ströndinni, þar sem ég hafði verið að leika mér með hinum börnunum, var hann þar einn. Hann var með hænu með sér og sagði mér að plokka hana. Svo steikti ég hana, eins og mamma hafði kennt mér. Þegar hann var búinn að borða, tók hann mig. Eftir það grét ég í hvert skipti sem hann kom heim til okkar. En svo braust Spánarstyrjöldin út, og hann' fór þangað. Fimm sinnum á dag bað ég Allah um að láta hann falla, og Allah er máttugur, því hann bæn- heyrði mig. Eftir nokkra þögn, hélt hún áfram: — Nokkrum árum seinna giftist ég aftur, góðum manni af fínum ætt- um. Forfeður hans höfðu verið garð- yrkjumenn hjá soldánunum, síðan þeir komu fyrst til valda. Hann var ekki eins dökkur á hörund og ég, heldur hvítari en pappír. Hann var múrari, og fyrir þremur árum féll hann niður af palli og dó. En nú ætla ég ekki að gifta mig aftur, sagði hún að lokum og bætti svo kurteis- lega við: — Því nú verð ég hjá þér, þangað til ég dey. Við spjölluðum um daginn og veg- inn og skyndilega spurði Rhemo: — Hvers vegna fór síðasta fatiman þín frá þér? — Maðurinn hennar reif blaðið í tætlur, svaraði ég og notaði ósjálf- rátt orðatiltækið, sem Arabar nota um hjónaskilnaði. — Honum bauðst vinna hjá franskri fjölskyldu með því skilyrði, að hann hefði með sér konu, sem gæti búið til fínan mat og það kunni Aysha ekki, svo Abdellah fékk sér hæfari og um leið yngri og fall- egri konu. Húsið var of lítið fyrir tvær konur, svo Aysha varð að flytja þaðan. Hún býr nú hjá fjölskyldu sinni uppi í Rif-fjöllunum. — Þurfti ekki meira til að „rífa blaðið í sundur"? — Jú, hélt ég áfram. — Dag nokk- urn, þegar Aysha kom heim, eftir að hafa þvegið þvott hjá mér allan dag- inn, bjó hún til couscous handa manninum sínum. Einhvern veginn vildi það til, að sósan misheppnað- ist og þá fékk Abdellah átylluna, sem hann hafði lengi beðið eftir. Hann kallaði á nágrannana og þeir lýstu því allir yfir, að sósan væri óæt. Aysha varð þvi að fara. Rhemo andvarpaði og sagði: — Svona gengur það. En þú hefur það gott. Þó ég viti ekki hvað maðurinn þinn segir, þá veit ég, að hann talar kurteislega við þig. Það er annars undarlegt, því þú ert ekki falleg, en kannski hefurðu hvítt hjarta og það er meira virði en fegurö og fita. Það segir Achmed bróðir minn og hann er vitur maður, sem þekkir heiminn, þvi hann selur sápu á stóra torginu. Kvöld nokkurt, þegar Rhemo ■ var búin að þvo upp, kom hún inn til að bjóða góða nótt. Hún var komin úr hinum óhentuga haik, sem er átta HliSRAD Hér eru nokkur gömul ráð við kvefi: Steitið 1 msk. af liampfræjum og blandið þeim saman við 1 msk. af rúgmjöli. Þetta er hrært út í kaldri mjólk. Látið koma upp suðuna á 1 líter af sætri mjólk og bætið jafningnum út L Þegar þetta hefur soðið svolitla stund, er bezt að sía það. SjúkUngur- inn er látinn dreypa á meðalinu öðru hvoru alian daginn. Heitur bjór með þeyttu eggi og sykri, kamillute með sítrónusafa og heitir sítrónu og appelsínu- drykltir eru líka alþekkt meðul við kvefl. Vörtur eru oft hvimleiðar, en það eru til ótal gömul ráð, til að losna við þær. Hér eru nokkur: Nuddið vörtuna með krítarmola. Þá þomar hún upp. Þó undarlegt megi virðast, þá á að vera hægt að þurrka upp vörtur með þvi að nudda þær með sundurskorinni kartöflu og Iáta safann úr henni ganga inn í vörtumar. Af sterkari meðulum má nefna saltpéturssýru, sem borin er á með tappanum úr glasinu. AJIir þekkja garnla og góða ráðið til að ná ketilsteini úr katl- inum með þvi að sjóða í honum kartöflur. En árangurinn verður enn betri, ef ketillinn er settur ofan í kalt vatn, þegar kartöflurn- ar em famar að sjóða. metra langur ullartaubútur og hafði farið í djellaba í staðinn. Það er nokkurs konar munkakápa, sem tízkudrósir, börn og lauslætiskonur bæjanna ganga í. Um leið og hún setti blæjuna fyrir andlitið, sagði hún: — Senora, ef ég á að strjúka þvottinn á morgun, get ég ekki þveg- ið gólfin. — Hvers vegna ekki? —■ Vegna þess að ég á von á bami. — Þú hefur ekki minnzt á það við mig, sagði ég og var svo ónærgætin að bæta því við, að hún hefði sagt mér, að maðurinn hennar hefði dáið fyrir þremur árum. — Það er líka satt, svaraði Rhemo, — og síðan hef ég átt von á barni. Ég hef bara ekki eignast það ennþá, af því að það sefur. — Engin kona getur gengið svona lengi með barn. — Jú, það getur maður svo sann- arlega, hrópaði Rhemo sigri hrós- andi. — Nágrannakona mín átti meira að segja barn fimm árum eft- ir að maðurinn hennar dó. Ég varð auðvitað að beygja mig fyrir slíkum rökum — en hún varð nú samt að þvo gólfin. Auk þess á hún ennþá von á baminu.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.