Vikan - 14.01.1954, Síða 11
ENNAN sólbjarta sumarmorgun, þegar leifarnar af hin-
um sárþreytta, tötralega brezka her flýðu gersigraðar
yfir Ermarsund, stóð Anna Beyers fyrir réttinum í
Bowstræti og hlýddi þögul á dómarann með hvítu
hárkolluna. Svipur hans var fullur fyrirlitningar og gremju.
„Það eru einmitt manneskjur eins og þér,“ sagði dómarinn, „sem Bret-
land þarfnast síst á þessari örlagastundu. Þér eruð byrði á þjóðfélaginu,
þessari brezku þjóð, sem nú berst fyrir sjáifri tilveru sinni. Hérna skammt
undan eru landar yðar að fórna lífinu fyrir föðurland sitt. Ef þér gangið
hér fyrir hornið, gefur að líta ungar konur, sem eru þess albúnar að fara
að dæmi þeirra. Ef þér farið í verksmiöjurnar, standa þær við rennibekkina
við hlið bræðra sinna og feðra. Ef þér heimsækið skipasmíðastöðvarnar,
þá munuð þér sjá þær þar líka við sína vinnu. Ef þér farið upp í sveit,
þá er þar sama sagan. Brezka þjóðin horfist í augu við gífurlega hættu
— jafnvel algera tortimingu. Það ríður á miklu, að enginn -— alls eng-
inn — bregðist skyldu sinni. Fólk eins og þér á með réttu heima í fang-
elsi. Fólk eins og þér á enga samúð skilið. En hin brezka réttvísi fer
sínar götur, og hún hefur ekki ein lög fyrir friðartíma og önnur fyrir
stríð. Að mínum dómi hefur ákæruvaldinu ekki tekist að sanna svo óyggj-
andi sé, að þér séuð sekar um þann glæp, sem borinn er á yður. Ég vil
þó taka það skírt fram, að ég trúi engan veginn á sakleysi yðar. En,
semsagt, við höfum ein lög. Þér eruð frjáls ferða yðar, þér eruð dæmdar
sýkn saka.“
Á þennan hátt á því herrans ári 1940 lauk viðskiptum réttvísinnar og
Önnu Beyers, fyrrverandi menntaskólastúlku, einkabarni ástríkra for-
eldra, þeirrar björtu og brosmildu stúlku, sem góðir félagar og greindir
menn höfðu spáð gjöfulii framtíð: Önnu Beyers frá Cardiff. Úti á stræt-
inu, þar sem sólin litaði hvern götustein silfurbjartan, gekk þetta fólk,
sem nú barðist fyrir lífi sinu. I skemmtigarðinum hinum megin hornsins
glampaði á hlaupin á loftvarnabyssunum; þar voru sandpokabyrgi þeirra
brúnklæddu manna, sem þjónuðu þessum byssum; og fjær, iengra inni i
garðinum, í sínum byrgjum, þar voru þessar ungu konur, sem dómarinn
hafði minnst á, konurnar, sem kusu að standa við hlið hermannanna; þær
voru klæddar samskonar fötum og þeir og hárið stuttklippt undir ein-
kennishúfunum og hreyfingarnar svolítið afkáralegar í hinum nýju brúnu
fötum og þungu svörtu skóm. Svo tók við hafnarhverfið þar sem garðin-
um lauk, hinar drungalegu, óhreinu múrhvelfingar: vörugeymslumar og
verksmiðjurnar; þær hafði dómarinn minnst á líka. Og þar sem farþega-
skipin lágu á friðartímum, þar var nú allt á ringulreið, allir á þönum,
aragrúi karla og kvenna að strita baki brotnu, herflutningabilar og sjúkra-
bílar, hróp og köil, hvellar skipanir — og sumstaðar grátur: síðustu leif-
arnar af hinum sigraða her voru að koma heim.
En Anna Beyers var ekki í hópi þeirra kvenna, sem tók hinum sigruðu,
vonsviknu hermönnum opnum örmum, hlúði að þeim, taldi í þá nýjan
kjark. Þetta var ekki staður fyrir stúlku, sem fyrir einni stundu hafði
hlýtt á hinn þunga áfellisdóm dómarans í Bowstræti. Hún hafði haldiö
rakleitt upp í bæinn, burt frá þessum stað og þessum forvitnu augurn,
sem höfðu hvílt á henni í réttarsalnumj og elt hana allt út á götu. Raun-
ar var hún sér þess ekki meðvitandi, hvert hún var að fara. Hún vissi
það eitt, að hún varð að komast í burtu, að flýja eitthvað langt í burtu
og djúpt inn í hina ægistóru borg, eitthvað þar sem enginn þekkti hana
og enginn kærði sig um að þekkja hana, lengst inn í dimmasta hverfið
og dimmasta skotið, helzt þangað þar sem menn voru ekki mikið að
spyrja um fortíð fólks ■— og þar sem fortíðin skipti raunar minnstu máli.
Hún fór upp í strætisvagn og borgaði gjaldið og settist út í horn,
aftast í bílnum; þar gat enginn horft á hana. En jafnvel eftir að billinn
var kominn iangt upp í borgina, losnaði hún ekki við þessa ömurlegu
tilfinningu, að enginn maður stigi svo upp í bílinn að hann horfði ekki á
hana augum dómarans. Hjartað barðist ört í brjósti hennar, eins og það
væri að reyna að brjótast út úr sjálfum líkamanum, hendurnar voru kald-
ar og þvalar, augun loguðu af sárum sviða. Hún var sannfærð um, að
allir, sem litu á hana, vissu hver hún væri: Anna Beyers frá Cardiff, sú
kona, sem átti með réttu heima í fangelsi. Svo sterk varð þessi tilfinning, að
þeirri fáránlegu hugsun skaut upp í huga hennar, að kannski bæri hún
eitthvað það utan á sér, sem auglýsti, hver hún væri. Að lokum varð
hún sannfærð um, að svo væri; þá stökk hún út úr vagninum á næstu
biðstöð og bretti upp kápukragann og flýtti sér burtu. En fólkið hélt
áfram að horfa á hana — eða svo fannst henni — og augnaráð þess var
hörkulegt og óvinveitt og fullt af fyrirlitningu.
Á þessari göngu þennan dag, sem þýzka útvarpið tilkynnti sigur Hitlers
yfir hinum úrkynjuðu Bretum og Gyðingapakki þeirra, bar Önnu Beyers
þar að garði, sem einn hinna alræmdu Gyðinga hafði sölubúð sína. For-
feður Harry Coen höfðu fluttst til Englands fyrir meir en þrjú hundruð
árum, og stundað fornverzlun allan þann tíma. Sá Coen, sem þessari kyn-
slóð tilheyrði, var sköllóttur, miðaldra maður, rauður i andliti, bros-
hýr, giftur feitri konu af ósviknu engilsaxnesku kyni. Það var orðið
áliðið dags og komið nær lokunartíma, þegar Anna gekk inn í búðina.
Koma hennar þarna var auðvitað einskær tilviljun. 1 fyrsta lagi hafði
hún ekki haft hugmynd um það þar til fyrir nokkrum mínútum, að forn-
verzlun Harrys Coen væri til í veröldinni. 1 öðru lagi hafði það ekki
hvarflað að henni — þar til fyrir nokkrum mínútum — að hún ætti neitt
erindi við fornsalann. En sem hún fór þarna um á sínum stefnulausa
flótta, stóð hún allt í einu andspænis sýningarglugga búðarinnar; og hún
stoppaði, eins og hún hafði gert svo oft áður þennan dag, til þess að
hvíla sig og reyna enn að hemja tilfinningar sínar og hugsun.
Þessi gluggi var eins og allir aðrir gluggar á fornverzlunum Lund-
úna: þar ægði saman hinum ótrúlegustu hlutum í ótrúlegustu ringulreið.
Það voru lampár og bækur og stólar og. hillur, hljóðfæri og skálar, körf-
ur og kápur, rauðir kjólar og gulir kjólar, peysur og blússur, skófatn-
aður af ýmsu tagi, hattar og húfur — það var líkast sem kaupmaðurinn
geymdi þar allan varning sinn. Anna hallaði sér að glugganum og horfði
á þetta, og hún lét ennið hvila á svalri rúðunni. Lítil brúða með gult hár
minnti hana á löngu liðinn atburð, og hún flýtti sér að horfa burtu.
Fremst i glugganum voru pappírsblóm í blárri skál, og á skemli fyrir
aftan skálina lá hvitgrá gúmmíkápa með brúnum hnöppum, ein af þess-
um óslítanlegu ensku regnkápum, sem enn þann dag í dag má heita að
séu einkennisbúningui' breskra alþýðukvenna. Anna horfði langa stund
á kápuna á skemlinum; í .fyrsta skipti í dag skaut hugsun upp i höfði
hennar, sem hún gat áttað sig á, í fyrsta skipti þagnaði þessi rödd, sem
var að æra hana: „Fólk eins og þér . . . tugthús." Hún lokaði augun-
um og andvarpaði: það var gott að geta hugsað aftur, að geta áttað sig
svolítið, að geta þó ennþá klórað í bakkann, þótt af veikum mætti væri.
Það kom yfir hana þarna fyrir framan gluggann, að hún yrði að
losna við Önnu Beyers fyrir fullt og allt. Það mátti ekkert minna fram-
ar á þessa konu, sem dómarinn hafði ávarpað í morgun og sem allir
horfðu svo undarlega á. Anna Beyers var óhrein, og allt, sem hún átti,
var óhreint. Þessi föt, sem hún stóð í, þessi dýra kápa, þessir dýru
skór — þetta var eign konunnar, sem maðurinn með hárkolluna vildi
loka inni í fangelsi. Það skipti ekki máli, þó maðurinn hefði misskilið
þetta allt frá upphafi: fólkið í réttarsalnum hafði trúað honum, og blöðin
mundu trúa honum. Nei, það mátti ekkert framar fylgja henni sem minnti
á konuna í réttarsalnum. Hún opnaði augun, og þó að sviðinn í þeim
væri ennþá beizkur og sár, þá var þungu fargi létt af henni, þegar hún
lauk upp dyrunum og steig inn í búðina.
Fornsalinn var ýmsu vanur i sinu viðskiptalífi. Flestir voru við-
skiptavinir hans að vísu úr alþýðustétt. En fyrir kom það samt, að hið
svokallaða heldra fólk legði leið sína að dyrum hans; það var þá gjarn-
an að kvöldlagi og fór fram með nokkurri leynd. Ekki svo að skilja,
að þetta fólk hefði þjófstolna hluti í fórum sínum. En það er nú einu
sinni svona: hjá sumu fólki má förin til fornsalans helzt ekki spyrj-
ast. Harry varð því ekkert undrandi, þegar þessi unga kona bii'tist í
verzlun hans. Það var farið að rökkva, og það var einmitt sá tími sem
ungra kvenna i dýrum fötum helzt var von. Hvorlci vakti hið dapurlega
augnaráð konunnar heldur furðu hans né meðaumkun. Þær voru oft
hnuggnar, þessar fínu dömur, þegar þær neyddust til að farga einhverju
af skartgripum sínum. En húvi kom honum óneitanlega á óvart, þegar
hún bar upp erindið. Hún sneri sér að málefninu vafningalaust.
„Þér kaupið föt, er það ekki?“ sagði hún.
„Jú . . . eh, frú,. að sjálfsögðu.“
„Hvað viljið þér gefa fyrir þessi föt?“
„Föt, frú? Föt?“ Harry gat ekki séð, að konan hefði nein föt að selja.
IUnga koiian gekk út úr réttarsalnum og skundaði á brott,. eitthvað inn í liina ægistóru borg. Það
var sólbjartur sumardagur og í lífi fólksins á götunni voru stóratburðir að ske. En allan daginn
ídjómuðu orð dómarans í eyrum konunnar . . . Hér hefst ný, stórbrotin framhaldssaga um örlög
ungrar stúlku á tímum stríðs og blóðsúthellinga.
11