Vikan


Vikan - 14.01.1954, Page 12

Vikan - 14.01.1954, Page 12
I „Já, þau sem ég stend í.“ „Þau sem þér standið í!“ Harry svelgdist á og greip báðum höndum í afjfreiðsluboi'ðið. Var konan að gera gys að honum, eða — og nú svelgd- ist honum á öðru sinni — var hún gengin af vitinu? Hann brosti vandræðalega og mjakaði sér hægt inn með borðinu, í átt- ina að símanum. „Mér hefur kannski misheyrst," sagði hann. ,„En mér heyrðist . . .“ „Það er laukrétt" greip Anna fram í fyrir honum. „Ég vil selja þessi föt, sem ég er i — hverja spjör. Og“ — nú gat hún samt ekki að sér gert að brosa — „ég ætla að sjálfsögðu að kaupa hjá yður annan fatnað í staðinn." Hæ! Svona lá þá i málinu! Ein þessara afbrotakinda að reyna að leika á lögregluna. Sennilegast á flótta. En Harry Coen skipti ekki við þjófa — jafnvel ekki fallega þjófa. Hárry Coen var löghlýðinn borgari. Hann gekk ákveðnum skrefum að simanum. „Þau eru ekki stolin!" Rödd Önnu var eilítið hás, en augnaráðið var einbeitt og djarft. „Þau eru ekki stolin," endurtók hún, og roðinn hljóp fram i kinnar henni. „No!“ Harry hrukkaði ennið. „No, það voru nú ekki mín orð.“ „Eigum við ekki að segja“ sagði Anna, „að ég sé í svolítilli . . . klípu? Já, klxpu. Getum við ekki sagt að ég vilji, af vissum ástæðum, losna við þessi föt, já hverja einustu spjör? En“ — hún þagði litla stund og horfði beint á hann — „en þau eru ekkii stolin." Harry horfði upp í loft, spíssaði munninn, klóraði sér á kinninni. Svo fór hann að blístra brot úr lagi, blístraði án þess að hreyfa varirnar. Svo færði hann sig nær önnu. „Hvað viljið þér fá fyrir fötin?" „Ég verð að játa ..." byrjáði Anna. „Það er ekki auðvelt að selja fatnað af þessu tagi,“ sagði Harry. „Fólk vill sterk, endingargóð föt, síðan þessi fataskömmtun hófst." „Mér kom til hugar . . .“ „Ég skal gera þér tilboð. Ég skal skipta við þig, flík fyrir flík.“ Anna roðnaði aftur. Kynlegt hvað sumir menn gátu verið fljótir að átta sig á hlutunum. Þessi feiti, rauði maður hafði þérað hana og kallað hana frú, fyrst þegar hún kom inn. Nú sá hann, að hann hafði yfir- höndina. Og um leið breyttist málrómurinn, framkoman, ávarpið. Nú hét það: Ég skal gera þér tilboð. Hún sagði kurteislega: „Mér þykir ekki ósennilegt, að þessi kápa sé til dæmis talsvert mikils virði.“ „Ég er ekki að þröngva upp á þig kaupunum! Þér er frjálst að fara.“ „Þér misskiljið mig,“ sagði Anna. „Mér er ekki sárt um kápuna. En mér kom til hugar að þér vilduð kannski gefa eitthvað á milli.“ „Eitt pund!“ „Þakka yður fyrir." „Það er að segja," sagði Harry og var óðamála, „ef okkur semur um flíkurnar, sem þú færð úr búðinni." Anna hneigði höfuðið og brosti: „Mér stendur næstum því á sarna." 1 raun og veru meinti hún þetta líka. Eins og komið var, stóð hermi eiginlega alveg á sama. Auk þess vakti það, þrátt fyrir allt, forvitni hennar, þessi fyrstu kynni, sem hún hafði af þeim einstæðingsskap og því varnarleysi, sem fátæktinni fylgir. Þessi maður, sem þó minnti svo skemmtilega á feitan, afkáralegan álf, hafði aðeins eitt takmark þessa stund: að hafa af henni allt það fé, sem hann mætti. Þegar hún benti á lítinn, snotran hatt og spurði, hvort hann gæti fylgt með í kaupunum — og hann neitaði — þá var hún að tapa tveimur þremur shillingum, og hann að græða þá. Þegar hann lét hana fá svarta gönguskó, sem sýnilega höfðu legið hjá honum mánuðum saman, en neitaði henni um aðra fýsi- legri, þá var hún enn að tapa og hann enn að græða. Og þegar hún benti á gráu gúmmíkápuna í glugganum, sem var heilleg og nýleg, og hann tók fram aðra sömu tegundar, sem var sýnu eldri og snjáðari, þá var enn farið eftir sama lögmálinu: hinn sterki græddi, sá veiki tapaði. Og þó hafði hún semsagt eilítið gaman að þessu, þó að gaman sé ef til vill ekki rétta orðið yfir það. Það er eins og þegar maður horfir í smá- sjá. Maður sér ýms skrítin dýr, sem óneitanlega eru hvorki falleg né skemmtileg. En þau vekja hjá manni furðu og umhugsun, og í því ligg- ur gamanið. Anna sagði að lokum: „Ég er yður mjög þakklát." Hálft í hvoru meinti ' hún það líka. Á þessu lifði maðurinn, á þessum verzlunarmáta. Hann kunni ekki að vinna fyrir sér með öðruvísi aðferðum, enda mjög ósenni- legt, að slíkt hefði nokkurntíma hvarflað að honum. Þegar öllu var á botninn hvolft, var þá ekki megnið af kaupmennsku svona, að annar var fiskurinn og hinn hinn máttugi fiskimaður? Eins dauði, annars brauð — og þar fram eftir götunum. Nú þegar verzluninni var lokið, var Harry Coen líka orðinn vingjam- legur og kátur. „Gerðu svo vel, góða mín,“ sagði hann og benti. „Þarna er herbergi, sem þú getur haft fataskipti í.“ „Þakka yður fyrir," sagði Anna. Hún vildi ekki láta það eftir fornsal- anum að þúa hann. „No!“ Hann hóstaði upp úr sér þessari undarlegu upphrópun sinni, þeg- ar hún kom aftur fram í búðina. „No, ég held það sé ekki mikil skömm að þér, góða, og það meina ég ærlega. Ég held þú sért fullboðleg í þess- um fötum hvar sem er í hverfinu." Frú McWilliams og eldingarnar Framhald af bls. 7. ég búinn að brjóta öll hin, og nú beið ég frekari fyrirskipana. — Mortimer, hér stendur: Wáhrend eines Gewitters entfeme man Metalle, wie z, B. Ringe, Uhren, Schliissel etc., von sich und halte sich auch nicht an solchen Stellen auf, wo viele Metalle bei einander liegen, oder mit andem Körpem verbxmden sind, wie an Herden, Gefen, Risengittern u. dgl. Hvað þýðir það, Mortimer? Á. mað- ur að hafa málmhluti i kringum sig eða halda sig í hæfilegri fjarlægð fra þeim ? — Ég veit það varla. Þetta vir.ð- ist dálítið flókið mál. öll þýzk ráð eru svo flókin. Ánnars held ég, að setningin sé aðalega í þágufalli og eignarfalli og þolfalli skotið inn i á einstöku stað, til að auka áhrifin, svo ég geri ráð fyrir að átt sér við, að maður verði að hafa einhverja málm- hluti á sér. — Já, það hlýtur að vera. Það er skynsamleg ályktun. Það verður þá einskonar eldingavari. Settu bruna- liðshjálminn þinn á höfuðið, Mortim- er. Hann er úr málmi. Ég náði í hjálminn og setti hann á höfuðið. — Hann reyndist bæði þungur og óþægilegur á heitri sumar- nóttu inni í lokuðu herbergi. —■ Mortimer, settu á þig sverðið þitt, mér finnst þú ættir að hafa eitthvað til að vernda þig um miðj- una. Ég hlýddi. — Þú ættir líka að hafa eitthvað á fótimum. Settu á þig sporana þína. Ég hlýddi þegjandi og bældi niður reiðina. — Mortimer, hér stendur: Das Ge- witter láuten ist sehr gefáhrlich, weil die Glocke selbst, sowie der durch das Láuten veranlasste Luftzug und die Höhe des Thurmes den Blitz anziehen könnten. Mortimer, þýðir þetta, að það sé hættulegt að hringja ekki kirkjuklukkunum í þrumuveðri? — Já, það lítur út fyrir það — ef þetta er hluttaksorð í nefnifalli eintölu, þá býst ég við að það sé rétt. Já, ég held að það þýði, að vegna hæðar kirkjuturnsins og af þvi að það vantar Luftzug, þá sé það ákaflega hættulegt (sehr gefáhrlich) að hringja ekki kirkjuklukkunum í roki og ennfremur . .. — Sleppum því, Mortimer, við skulum ekki eyða dýrmætum tíma í að tala. Náðu í stóru’ borðbjölluna, sem hangir frammi í anddyrinu. Litli sumarbústaðurinn okkar stendur uppi á hæð með útsýni yfir dalinn. 1 grenndinni eru nokkrir bóndabæir. Þegar ég var búinn að standa í sjö eða átta mínút- ur uppi á stól og hringja þessari hræðilegu bjöllu, voru gluggahleram- ir skyndilega rifnir frá að utan. Hás rödd spurði: — Hvað gengur eiginlega á hér? Hvert andlitið á fætur öðru birtist á rúðunni og ótal augu störðu á nátt- fötin og hinn hermannlega klæðnað minn. Ég sleppti bjöllimni, hoppaði ofan af stólnum og sagði: — Það er ekkert að, góði vinur, þrumuveðrið hefur bara valdið okkur dálitlum óþægindum. Ég var bara að reyna að forða okkur frá elding- unum. —- Þrumur og eldingar? Þú hlýtur að vera genginn af göflunum, Mc- Williams. Það er heiðskír himinn og yndislegt veður. Það hefur ekki verið neitt þrumuveður. Ég leit út og varð svo undrandi, að ég kom í fyrstu ekki upp nokkru orði. Svo sagði ég: — Ég get ekki skilið þetta. Ég sá greinilega glamp- ana af eldingunum gegnum glugga- tjöldin og hlerana og heyrði þrnrn- urnar. Mennirnir lögðust niður hver af öðrum og veltust um af hlátri. Einn af þeim stundi: —- Það er verst, að þér skyldi ekki detta í hug að draga frá gluggan- um og líta á stóru hæðina þama hinu megin. Það, sem þú heyrðir, voru skothvellir, og þú sást blossana af skotunum. Það kom nefnilega skeyti um miðnættið, þar sem tilkynnt var að Garfield hefði hlotið kosningu . .. Það var allt og sumt. Ánna var með kápuna á handleggnum, og hún lagði hana á afgreiðslu- borðið, á meðan hún setti upp húfuna. Það var græn alpahúfa. Pilsið, sem hún var í, var ekki ósnoturt; það var dökkgrátt ullarpils og hennar eini sigur í verzluninni. Svarta peysan var þokkaleg og fór vel við pilsið; hún var kannski fuil síð, en það verður ekki 4 allt kosið. Skómir voru verstir og af sokkunum litill fegurðarauki; það voru hennar fyrstu baðmullar- sokkar, og svartir í þokkabót. Kápan var heldur ekkert til að stæra sig af. „Þér eruð viss um, að þér viljið ekki láta mig fá þessa þarna?" sagði Anna og benti á kápuna i glugganum. „Hér er pundið þitt,“ sagði Hariy Coen, „og vertu blessuð og sæl." Hann gaf henni homauga út um gluggann, á meðan hún fór í kápuna. Hún hneppti kápunni að sér og stakk, pundseðlinum í vasann og tók belt- ið upp úr sama vasa og byrjaði að láta það á sig. „Æ, nú kemur það,“ tautaði fornsalinn gremjulega. „Nú er hún vís að gera uppsteit." En þegar Anna uppgötvaði, að beltið var dekkra en kápan sjálf, og raunar alls ekki úr sama efni, þá yppti hún bara öxlum. Þetta var nú einu sinni mannsins máti að verzla á, og víst varð hann að lifa eins og hinir. Auk þess var þetta óneitanlega merkileg stund í lífi henn- ar; eða var það ekki einmitt ætlun hennar og vilji með þessari verzlun að kveðja fortíðina fyrir fullt og allt? Hún bretti upp kápukragann, því það var farið að kólna, stakk höndunum í vasana og gekk af stað út í myrkrið. Framhald í næsta blaði. 12

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.