Vikan - 14.01.1954, Síða 13
Viimukonan trúlofaðist syni húsbændanna. Hún taldi sig vera ákaflega ham- i Lögreglan og
ingjusama. En hún uppgötvaði, þegar hún skrapp heim, að . . . | afbrotamennirnir
Hún var sveitastúlka í hjarta sínu j nvtt vopn
i STRÍDINU
MARÍA sat í hérbergi sínu.
Það glamraði í pottum og
pönnum frammi í eldhúsi,
og sú litla kjökraði inni
í borðstofunni. En María þurfti
ekki að fara fram, því frúin
hafði sagt henni að fara að
pakka niður í töskurnar sínar.
Um þetta leyti á morgun yrði hún
icomin heim. En hvað allt hafði breyzt
síðan hún réði sig á þetta heimili,
til að gæta barnanna, fyrir fjórum
mánuðum. Nú ætlaði hún heim, til
að kynna soninn á heimilinu fyrir for-
eldrum sinum. Það var líka undar-
leg tilhugsun, að konan þarna inni í
stofunni mundi bráðum verða tengda-
móðir hennar.
Mundi foreldrum hennar lítast á
Kristján? Og mundi honum geðjast
að þeim ? Hún sá fyrir sér hnúaberar
hendur föður síns, og bak móður
sinnar, bogið af margra ártuga erfiði.
Hvernig mundi Kristján kunna við
sig í litlu stofunni, og hvað mundu
foreldrar hennar segja, þegar fíni
bíllinn æki í hlaðið ? Hún var dálítið
kviðin, en hlakkaði þó til að sýna
mannsefninu sínu staðinn, sem henni
hafði þótt vænt um frá barnæsku, og
þar sem hún hafði leikið sér með Jóni.
Hvernig skyldi Jóni líða og hvernig
mundi hann taka Kristjáni? Kannski
var hann þar ekki lengur. Hann hafði
talað um að leita sér atvinnu í höfuð-
borginni, en hann mundi aldrei kunna
við sig á götum bæjarins. Hann til-
heyrði sveitinni, og taumarnir fóru
eins vel í höndum hans eins og stýrið
í hvítu og mjúku höndunum hans
Kristjáns.
Hún var varla farin að átta sig á
þessu ennþá. Kristján hafði góða
stöðu við fyrirtæki föður síns, og það
var farið að tala um að halda brúð-
kaup næsta vor. Hún lyfti hendinni,
svo sólin gæti skinið á fallega dem-
antshringinn. Svo leit hún í spegil-
inn. Kristján sagði alltaf, að engin
stúlka væri jafn falleg og hún. Var
það þessvegna, sem hann vildi gift-
ast henni? Það skipti engu máli.
Hún var hamingjusöm og ætlaði að
fara að gifta sig.
EFTIR:
MARY WAAGECHRIBTENSEN
Sólin var að hníga til viðar, þegar
þau komu auga á bæinn, og öll sveit-
in var böðuð i kvöldroðanum, eins
og henni þótti hún fallegust.
— Kristján, við skulum stanza við
stiginn þarna og ganga síðasta spöl-
inn.
— Eins og þú villt, sagði hann og
kyssti hana.
Hún vildi ekki fyrir nokkurn mun
koma akandi í hlaðið heima í þessum
stóra bil. Það væru næstum helgi-
spjöll. Bill af nýjustu gerð mundi ekki
fara vel við gamla veðraða bæinn.
Þegar hún fór að hugsa um það, þá
var víst allt gamalt og slitið heima,
húsgögnin, húsin og ekki sízt fólkið.
Hún steig út úr bílnum og naut þess
að ganga á grasinu. Nú var hún kom-
in heim.
— Aiaría, ætlarðu ekki að bíða eftir
mér ?
Það var líka satt.' Kristján var með
henni. En hann hlaut að skilja það,
að það var óratími síðan hún hafði
gengið í gegnum þlómabreiðurnar.
Hana langaði mest til að hlaupa í
einum spretti heim. En þá fann hún,
að Kristján tók utan um hana og hún
stanzaði: — Þarna er bærinn, Kristj-
án! Og túnið og . . . Er það ekki
yndislegt? En hún vissi, að hann gat
ekki skilið hana. Hann sá aðeins hálf-
fallinn bæ, geltandi hund og lotinn,
gamlan mann, sem staulaðist út á
hlaðið.
Hún kastaði sér i fangið á Kristj-
áni og snökti, eins og barn. Hann
ræskti sig öðru hvoíu, eins og hann
gerði alltaf, þegar hann var hrærður.
Svo heyrði hún, að hann sagði glað-
lega: — Þetta er víst pabbi þinn.
Ég heiti Kristján.
Hún hætti að gráta og skellihló.
-— Já, pabbi, þetta er Kristján. Hvar
er mamma? Ég verð að sýna henni
hann undir eins.
Þau sátu öll inni í stofunni og Mar-
iu varð litið út um gluggann. — Svo
Jón er ennþá hjá ykkur, sagði hún.
— Já, hann er hérna ennþá, svar-
aoi faðir hennar og brosið hvarf af
andliti hans. Það varð dauðaþögn í
stofunni. Nú heyrðist hurðarskellur
og María vissi, að Jón hafði farið út
í hesthúsið. Þar stæði hann nú og
fyndist hún hafa brugðizt sér. Hún
ieit ráðþrota í kringum sig. Hvers-
vegna þögðu þau öll ? Hún hafði aldr-
ei minnzt á Jón við Kristján, svo ekki
gat hann verið að ímynda sér neitt.
Jón var vinnumaður föður hennar og
hún var trúlofuð Kristjáni og ætlaði
að fara að gifta sig. Það var engin
ástæða til að vera alvarlegur yfir því.
Hún hafði ekki lofað Jóni neinu, enda
hafði hann aldrei beðið hennar.
Kristján var ungur og myndarlegur,
og hún elskaði hann. En Jón stóð
þarna úti hjá hestunum ... — Af-
sakið, ég ætla að heilsa Jóni, sagði
hún og stóð upp.
Gamli, góði vinurinn hennar, sem
hún hafði leikið sér við, þegar hún
var barn, var hér kyrr og hjálpaði
gömlu foreldrunum hennar, þó faðir
hans ætti stærra bú og vildi gjarnan
hafa hann heima. Hún opnaði hest-
húsdyrnar. Jú, þarna stóð hann við
stallinn og hesturinn nuddaði sér upp
við öxlina á honum. Hún reyndi að
brosa.
— Sæll, Jón! Hvers vegna ltemurðu
ekki inn til okkar?
— Það er kominn ókunnur gestur,
er það ekki ? sagði hann.
— Jú, það er kominn ■— ókunnur
gestur. Nú fann hún, að það var rétta
orðið. Hún virti hann fyrir sér og
sá, að hann var orðinn miklu sterk-
legri og myndarlegri en fyrir fjórum
mánuðum, og hún vissi ekki hvað hún
átti að segja. — Ertu með skorpu í
vasanum ?
— Svo þú ert ekki búin að gleyma
þvi, sagði hann um leið og hann tók
brauðskorpu upp úr vasa sínum.
— Hlustaðu á hvernig hann bryður,
sagði hún og lagði eyrað að snopp-
unni. Henni fannst hún alltaf hafa
staðið þarna með vangann við hest-
hausinn og Jón við hlið sér. Hana
langaði mest til að gráta, en það
vildi hún sizt af öllu gera. — Manstu
þegar við syntum í tjörninni og þegar
við hleyptum fram eyrarnar og . . . ?
— Ég hef engu gleymt, svaraði
Jón og klemmdi saman varirnar. —
En hvers vegna ertu að minnast á
það ?
— Ég veit það ekki.
— Jæja, góða nótt, María. Hann
setti á sig húfuna og fór, áður en
hún gat áttað sig. Hurðin skall aftur.
Hún ætlaði að kalla á hann, en kom
ekki upp nokkru hljóði. Hún strauk
hestinum nokkrum sinnum og gekk
út.
ÞARNA niður frá stóð bíllinn hans
Kristjáns og kom ókunnuglega
fyrir sjónir og inni í stofunni sat
hann sjálfur og átti þar ekki heima.
En Jón gekk eftir árbakkanum með
húfuna slútandi fram á ennið og
hann tilheyrði öllu því, sem hún hafði
hlaupizt á brott frá fyrir fjórum
mánuðum. Hvað hafði hún verið að
hugsa ? Hún hafði ekki einu sinni
sent honurn kveðju. Eftir nokkrar
mínútur mundi hann hverfa bak við
hólinn. En hann mátti ekki hverfa
sjónum hennar. Hann varð að bíða,
svo hún gæti útskýrt þetta. — Jón!
Bíddu eftir mér, Jón! Sérðu ekki, að
ég get ekki hlaupið á þessum háu
hælum ?
Hann leit við og stanzaði. — Hvers
vegna gekkstu svona hratt, Jón? Þú
hlauzt þó að vita, að ég mundi elta
þig. Ekkert annað skiptir máli. Ég
fór bara að heiman um stundarsakir,
en ef þú villt að ég verði kyrr, þá
geri ég það.
— Og hvað um hinn?
Hún brosti: — Ég er viss um,
að hann gæti aldrei lært að
hleypa hesti, og hann kærir sig
ekki um völur og skrítna steina.
Taktu nú fast utan um mig, svo
ég fái hugreltki til að fara heim
og segja honum að aka til baka
— án mín.
T ögregla Bandaríkjanna er
*-Á búin að taka í þjónustu
sína nýtt vopn í baráttunni
við lögbrjóta landsins. Það
er of snemmt ennþá að slá
því föstu, hvort þetta vopn
muni valda byltingu í lög-
reglumálum. Það er ekki
fullreynt ennþá. En ef byggt
er á þeirri reynslu, sem þeg-
ar er fengin, má fullyrða, að
það ætli að reynast glæpa-
lýðnum óþægilegur óvinur.
Hið nýja vopn er sjón-
varpið.
Það var lögreglan í Los
Angeles, sem reið á vaðið.
Tilefnið var óvenjulega mik-
il útgáfa falskra ávísana í
lögsagnarumdæmi hennar.
Þessi tegund þjófnaðar á
það til að blossa upp allt í
einu og öllum að óvörum,
rétt eins og smitandi sjúk-
dómur. Og þegar ávísanafals-
ararnir fóru eins og logi yf-
ir akur síðast, þá var plág-
an verri en nokkru sinni
fyrr.
Ekki svo að skilja, að lög-
reglan vissi ekki iðulega,
hver eða hverjir voru að
verki. í lögreglustöðvum stór-
borganna eru skrár yfir
þúsundir afbrotamanna og
,,sérgreinir“ þeirra. En í
milljónaborg er ekki nóg að
vita, hver framið hafi verkn-
aðinn. Það þarf að hafa
hendur í hári hans — og
fuglinn er oftast floginn.
í þetta skipti datt lög-
regluforingja það snjallræði
í hug, að fá einhverja af
sjónvarpsstöðvum borgar-
innar til að sjónvarpa mynd-
um af þeim körlum og kon-
um, sem handtökuskipun lá
fyrir um. Hverri mynd fylgdi
stutt lýsing á sökudólgnum,
dulnöfnum hans og venjum.
En auk þess hvatti þulurinn
áhorfendur til þess að
hringja tafarlaust á lög-
regluna, ,,ef þér hafið ein-
hverja vitneskju um hinn
grunaða."
Fyrsta sjónvarpssending-
in af þessu tagi fór fram 2.
janúar 1950. Síðan hafa ver-
ið fimm sendingar á viku,
undir nafninu: „Eftirlýstar
persónur." Talið er, að um
300,000 manns sjái prógram-
ið á mánuði hverjum.
í fyrstu kveið lögreglan
svolítið fyrir undirtektunum.
En sá kvíði reyndist fullkom-
lega ástæðulaus. Bandaríkja-
| Framhald á bls. V/.
13