Vikan - 15.04.1954, Blaðsíða 10
Vortízkan 1954
Rósóttir og útsaumaðir kjólar
Litir.
1 ár er blátt aðal tízkuliturinn,
en grái liturinn, sem hefur verið
svo vinsæll undanfarin ár, er að
hverfa. Allir draplitaðir og krem-
aðir litir, hvítt, gult og kóralrautt
eru líka áberandi litir á nýju
tízkusýningunum.
Ermar.
Langar ermar sjást varla, en
hálfsíðar og víðar ermar virðast
mjög vinsælar. Axlasaumarnir eru
yfirleitt neðarlega, eins og á blúss-
unni á forsíðunni. Annars eru al-
veg ermalausir kjólar enn mikið
i tízku.
Annars virðist Jacues Fath
leggja meira upp úr því að skreyta
kjólana sína með slæðum i skær-
um litum. Ealmain skreytir sína
kjóla aftur á móti gjarnan með
litlum laufum.
Silfurrefur.
Og þær sem eiga gamlan silfur-
ref geta farið að taka hann fram
aftur. Þag eru ensku tízkuhúsin,
sem sýna nú silfurrefi aftur eftir
mörg ár. Þeir eru notaðir sem
stólur, handskjól, kragar og i alls
konar bryddingar.
★ — ★ — ★ — ★ — ★ — ★
TlZKAN, það er nú herra sem lætur hlýða sér,“ sagði karl-
inn, og það dettur víst engum lengur í hug að efast um að
það hafi verið rétt athugað hjá honum. I haust skipaði tízku-
kóngurinn Dior, suður í París. — Upp með pilsin! Og viti menn,
hálfu ári seinna eru konur um allan heim farnar að lyfta pyls-
unum, þrátt fyrir áköf mótmæli og hneykslanir fyrst í stað.
Og nú eru aftur farnar að berast fréttir af tízkusýningum,
svo það er eins gott að fara að athuga á hverju við eigum von.
Þegar flett er í gegnum tízkumyndirnar, sést fljótt að tízku-
húsin greinir talsvert á um það, hvernig vel klædd kona eigi að
ganga klædd sumarið 1954.
Mittið.
I þetta sinn deila þau ekki um
síddina á pilsunum (Diorsíddin,
'38 sm. frá gólfi, er búin að sigra),
heldur hefur orustusvæðið færst
upp í mittið.
—. Aðskorið í mittið, segir Jaqu-
es Fath, sem hefur jakka og kjóla
aðskorna, alveg frá brjóstum og
niður á mjaðmir. Prinsessusniðið
hans leggur mesta áherzlu á mjótt
mitti, ávalar mjaðmir og holdug-
an barm. Balmain fylgir sömu
línu ,en gengur þó ekki alveg eins
langt.
— Fötin eiga að vera víð í mitt-
ið, segir Hubert de Givenchy og
því var tekið með miklum fögn-
uði á sýningunni hans, enda virt-
ust fötin þægileg.
Jaques Heim gengur ennþá
lengra en Fath, því hann sýnir
kjóla, sem eru þröngir niður und-
ir hné, en þar víkka þeir skyndi-
lega út í fellingar og plíseringar.
Þetta kallar hann trompetstíl.
Desses sýnir iíka aðskorna
kjóla og skemmtilegt úrval af
plíseringum og fellingum. Hvor-
ugur þeirra síðastnefndu hafa
1 belti á flíkunum.
Yfirleitt virðast tízkuhúsin hall-
★ — ★ — ★ — ★ — ★ — ★
Á flestum vorsýninaunuui eru
kjólar skreyttir útsaumi. Á mynd-
inni er hluti af pilsinu á hvitum
organdikjól frá Balmain. Útsaum-
urinn er svartur.
.★ ★—★—★ — ★— ★
ast að því, að fötin eigi að vera
aðskorin og beltislaus í ár.
En hvað segir Christian Dior.
Það er nú svo komið, að tízku-
sýninga hans er beðið með mestri
eftirvæntingu, enda virðast þær
hafa mest áhrif á tízkuna í heim-
inum.
Vorsýning Diors.
Gegnum alla sýningv Diors
gengur hið svokallaða „liljusnið“,
eins og rauður þráður (það er líkt
honum að velja svo rómantískt
nafn). En liljusnið er það kallað,
þegar hálsmálið er vítt og stór
kragi liggur hirðuleysislega í
boga og endar niður við mittið
(eins og á einum kjólnunt á for-
síðunni).
Kjólarnir eru flestir með þröng-
um sléttum blússum og víðum.
flaksandi pilsum eða þá að pilsin
eru tekin með nokkrum fellingum
undir breið belti.
Kápurnar eru ekki lengur víðar.
heldur þvert á móti breiðar um
axlirnar og mjókka niður.
Það verður ekki erfitt að fylgja
sumartízku Diors, því fyrsta boð-
orð hans er einfalt snið.
Efnin.
Annars virðast öll tízkuhúsin
leggja mesta áherzlu á efnin í
sumarfötunum. Þau eru yfirleitt
skrautleg, rósótt eða útsaumuð.
Sumarkjólarnir eru ýmist úr
bómullarefnum, þunnu gagnsæju
mussulíni eða organdi og kvöld-
kjólarnir úr þykku rósóttu silki,
organdi (hverju pilsinu utan yfir
öðru) eða skreytt handsaumuðum
mynstrum.
Dior sýnir einkum organdikjóla:
gul- og gráröndóttan kjól með
mjóum röndum, svart- og hvít-
röndóttan með breiðum röndum og
mikið úrval af rósóttum og drop-
óttum kjólum í skærum litum. Með
þeim hefur hann oft síða jakka,
fóðraða með gylltu efni.
Kragar.
I þetta sinn bregður svo undar-
lega við, að bæði ensku og frönsku
tízkuhúsin sýna vorkjóla og
draktir með matrósakrögum. Þeir
virðast ætla að falla vel í smekk
almennings, því strax er farið að
framleiða í stórum stíl peysur og
blússur með matrósakrögum.
Kragarnir hafa þó engar mislitar
leggingar, því hér er aðeins átt
við sniðið.
Þetta kemur sér líka vel fyrir
þær, sem eiga gamla kjóla og vilja
fylgja tízkunni, því nýr matrósa-
kiagi úr sama efni, eða hvítu
pique, gerir gamlan kjól sem nýj-
an.
Hattar.
Þeir eru annaðhvort barðastórir
eða örlitlir — ekkert þar á milli.
Enn eru litlu húfurnar, sem
sitja aftan á hnakkanum og hylja
allt hárið, vinsælar. Þær eru nú
framleiddar í öllum litum og gerð-
um, en mesta athygli vekur þó
hvít satínhúfa, sem lítur út alveg
eins og gömlu rúmgóðu sundhett-
urnar, sem voru með teygju að
framan.
★ — ★ — ★ — ★ — ★ — ★
Eyma-
lokkur úr
gulli og
hvitu
postulini
frá Dior.
Skartgripir.
- Burt með hvítu perlufestarn-
ai', nú notum við hvítt postulín í
staðinn, sagði Dior. En samt sem
áður hafði ein af sýningarstúlkun-
um hans margar bláar og hvítar
perlufestar um hálsinn — en við
nánari athugun kom i ljós, að perl-
urnar voru úr postulíni. önnur af
stúlkunum hans var með litla dem-
antaslaufur í eyrunum, og ein sýn-
ingarstúlka Faths bar í barminum
stóran fisk — úr demöntum.
Dökkblátt er áberandi litur í ár
og matrósakragamir mjög í tízku.
„Dragtin“ á myndinni er frá Dior
og getur verið göngubúningur,
síðdegiskjóll (pá er farið úr jakk-
anum, en kraginn skilinn eftir)
og kvöldkjóll (en þá er kraginn
líka tekinn af og eftir verður fleg-
inn kjóll).
— * - *
Á forsíðunni:
•k Efst: kápa og kjóll úr drop-
óttu organdi frá Christian Dior.
-p- Þá barðastór bleikur liattur
með gráum doppum og breiðu rifs-
bandi (sem að vísu sést ekki á
myndinni). Hatturinn er frá Jaqu-
es Fath.
jr Nœst er blússa með víðum
hálfermum, sem teknar %ru saman
með hólkum neðan við olnbogana.
★ Þá kjóll með hinu frœga
liljusniði Diors.
jt Lítil húfa, sem situr aftan
á hnakkanum. Gœti verið nœstum
frá hvaða tízkuhúsi sem er, livort
sem er i ár eða í fyrra.
★ Neðst: Tveir sumarkjólar
frá Christian Dior, annar rósóttur,
en hinn grá- og gulröndóttur.
Jakkinn á peim síðarnefnda er
fóðraður með gulu fóðri...
10