Vikan


Vikan - 27.05.1954, Blaðsíða 6

Vikan - 27.05.1954, Blaðsíða 6
FRAMTÍÐARSTARF EFTIR DEREK RABAT GERARD DAWKINS flugmaður lét sér ekki nægja að fljúga hraðar en hljóðið, heldur tókst honum líka að sjá inn í framtíðina. Morgun nokkum, þegar hann var í reynsluflugi í venjulegri PX-357 flugvél, kom nokkuð merkilegt fyrir hann. Þegar hann var kominn upp í 45.000 feta hæð, lét hann flugvélina falla, eins og venju- lega, og horfði á hraðamælirinn, þang- að til hann sá vísirinn nálgast 680 og vissi að nú var hann að nálgast hraða hljóðsins. Flugvélin titraði um leið og hann setti öll 15000 hestöflin í gang. Þá tók hún þrjá kippi, eins og fælinn hestur og rann svo mjúklega gegnum loftið. Þetta hafði tekizt vel og flugvélin staðizt prófið. Gerard hugsaði ekki meira um það, því þetta hafði hann leik- ið ótal sinnum og flugmaður hjá Pye- croft Aircraft Company lét sér ekki allt fyrir brjósti brenna. En nú gerðist atvik, sem alls ekki tilheyrði venjulegu reynsluflugi. Hann flaug með 880 mílna hraða og í 8000 feta hæð, þegar hann kom skyndilega inn í þétt ský, svo birtan í stjórnklefanum varð einkennilega grá- gul-. Hann leit í flýti á mælaborðið, því í slíku blindflugi varð hann að fljúga eft- ir mælunum. En þá stirðnaði hann af undrun. Því á mælaborðinu fyrir framan sig sá hann, eins og í sjónvarpi, mynd af bíl. Myndin var að vísu nokkuð dauf, en það var ekki um það að villast. Þarna var mynd af nýja lúxusbílnum hans. Gerard ýtti gleraugunum upp á ennið og starði á myndina. í kringum bílinn stóð hópur af forvitnu fólki, sem horfði á framhluta bílsins, þar sem einu sinni hafði verið gljáfægð vél, en nú var ekk- ert annað en samanböglað járnarusl. Og þarna stóð herðabreiður ungur mað- ur og ræddi ákaft við lögregluþjón. Það var ekki um að villast, þessi maður var enginn annar en hann sjálfur. Myndin hvarf eftir nokkrár sekúnd- ur. Skýin greiddust sundur og Gerard gleymdi þessu atviki, þangað til hann hafði stigið út úr flugvélinni niðri á flugvellinum og var að gefa skýrslu sína inni á skrifstofunni. Fyrir utan glugg- ann stóð bíllinn hans, eins óskemmdur og fallegur og áður. Tveim vikum seinna fékk hann á- stæðu til að minnast myndarinnar. Þá sat hann í sólskinsskapi við stýrið á bílnum sínum á leið frá flugvellinum. Hann var nýkominn inn á aðalbrautina, þegar hann leit við, til að gefa ungri stúlku hýrt auga. Og þá gerðist það, að hann ók á flutningabílinn, sem því mið- ur var í fullum rétti. Þetta óhapp kostaði Gerard 98 pimd og olli honum miklum heilabrotum. Hafði hann ekki séð þetta fyrir? Ef til vill gæti hann séð fyrir óorðin atvik. Og brátt komst hann að raun um, að hann gat það. Næst þegar hann flaug hraðar en hljóðið, stýrði hann flugvélinni viljandi inn í ský. Og nú sá hann sjálfan sig, piparsveininn Gerard Dawkins, liggj- andi á hnjánum fyrir framan undur- fallega, ljóshærða stúlku, sem hann var sýnilega að bjóða hönd sína og hjarta. Ekki nóg með það. Hann þekkti stúlkuna. Það var Muriel Dacre. Hann hafði litið hana hýru auga, síðan hún fór að vinna á skrifstofunni fyrir einum mánuði, en hún hafði fram að þessu gert sér far um að vera kuldaleg við hann. Hann hafði því ekki haldið að henni geðjaðist að honum. En nú vissi hann það! Því hún brosti hamingjusöm við manninum, sem lá á hnjánum fyrir framan hana og dem- antshringur prýddi hendi hennar. Svo hún vildi þá giftast honum. Gerard eyddi ekki miklum tíma til ónýtis og lagði sigurviss til atlögu. Þrem vikum seinna voru þau opinberlega trúlofuð. Gerard var í sjöimda himni, ekki að- eins af því að hann var trúlofaður Muri- el, heldur miklu fremur af því að nú vissi hann, að hann gat séð inn í fram- tíðina. Þetta var einmitt það, sem menn- ina hafði alltaf dreymt um. En hann sagði engum frá því. Dag og nótt velti hann því fyrir sér, hvernig hann gæti bezt haft not af þessari þekkingu sinni. Á veðreiðunum . . . úr því hann gat séð fyrir bílslys, þá var ekkert líklegra en að hann gæti líka séð hvaða hestur yrði fyrstur næsta sunnudag. Áður en langur tími var liðinn, græddi hann á tá og fingri. Eftir nokkrar til- raunir hafði honum tekizt að sjá kapp- reiðarnar, sem áttu að fara fram viku seinna, með því að fljúga hraðar en hljóðið inn í skýbakka. Eftir það þurfti hann aðeins að muna númerið á fyrsta hestinum og bíða svo sunnudagsins. Þá i fór hann út á skeiðvöllinn með Muriel í og veðjaði á rétta hestinn. Hann reyndi / líka hundahlaup og það fór á sömu leið. J Á hverjum sunnudegi kom hann heim i með úttroðið peningaveskið. Gerard var hamingjusamur. Hann hafði einkum gaman af því, þegar kunn- ingjar hans ráðlögðu honum að fá sér betri Qg tryggari vinnu, sem einhver framtíð væri í. Hvað gat verið örugg- ara? Það var komin sex stafa tala í bankabókina hans. Auk þess hafði hann gefið Muriel loðkápu úr minkaskinni. Og hún virtist enn þá ástfangnari af honum en áður. Dag nokkum ákvað hann að sjá Derbyhlaupið, þó enn væru nokkrar vik- ur,' þangað til það átti að fara fram. Hestamir vom ekki enn famir af stað, svo hann renndi augimum yfir hina glæsilega búnu áhorfendur. Skjmdilega kipptist hann við. Þama stóð Muriel brosandi og ræddi við ókunnugan mann. Þetta kom Gerard svo á óvart að hann gleymdi að hann var staddur í 1800 feta hæð og stefndi á fjallgarð. Og um leið sá hann, að Muriel var ekki í fal- legu loðkápunni sinni. Hún var svart- klædd frá hvirfli til ilja . . . vegna frá- falls unnusta síns. Þegar öll umræðuefni voru þrotin var spilað á spil, þangað til Eutrope leit á stóra silfurúrið sitt og sá að tími var kominn til að fara. Þegar hann var búinn að kveikja á luktinni, og kveðja, stanzaði hann svolítla stund á dyraþrepinu og leit út i dimmuna. — Það rignir, 'sagði hann. Húsbændurnir komu út í dyrnar og litu líka út. Vorrigningin með hinum stóru dropum var byrjuð og snjórinn var farinn að bráðna. — Hann er kominn á sunnan, sagði Chapdelaine. — Nú er óhætt að segja að veturinn sé að verða búinn. öllum létti og þau létu í ljós ánægju sína, hvert á sinn hátt. María stóð lengst á dyraþrepinu, hlustaði á rigningardropana, gríndi upp í dökk- an himininn uppi yfir enn þá dekkri trjám og andaði að sér hlýrri sunnangolunni. — Vorið er ekki langt undan . . . vorið er ekki lang^; undan . . . Henni fannst, að aldrei síðan heimurinn varð tál hefði komið slíkt vor. 3. KAFLI Þegar María var að opna bæjardyrnar þrem dögum seinna, heyrði hún hljóð, sem kom henni til að standa hreifingarlaus svolitla stund og hlusta. tJr fjarska heyrðist stöðugur gnýr. Það var hávaðinn frá stóru flúðunum, sem höfðu ver- ið frosnar og þögular allan veturinn. — Isinn er að leysa, sagði hún að sneri við. — Það er hægt að heyra árniðinn. Og enn einu sinni fóru þau að tala um hina væntanlegu árstíð og vinnuna, sem þá væri hægt að leysa af hendi. I maímánuði skiptust á hlýjar rigningar og fallegir sólskinsdagar, sem smám. saman sigruðust á ísnum, sem hafði safnast sam- an allan veturinn. Trjábútarnir og ræturnar komu í ljós, pó skuggar grenitrjánna og kýprusviðar- trjánna, sem stóðu þétt, hlífðu lengi sköflunur*. Vegirnir urðu að leðju og þar sem mosinn kom í Ijós, var hann gegnvotur og leit út eins og svampur. 1 öðrum löndum var þegar komið vor, jurtirnar farnar að lifna, brumið komið á trén og brátt mundu þau laufgast, en hin norðlæga kana- díska grund afklæddist með erfiðismunum kulda- hjúpnum, áður en hún gat farið að hugsa til að lifna við. Tíu sinnum á dag opnuðu María og móðir henn- ar gluggann, til að finna hlýjan andvarann, hlusta á rennandi vatnið, sem tók með sér síðasta snjó- inn úr brekkunum og gnýinn, sem gaf til kynna að Peribonka áin hefði losnaö úr fjötrunum og þeytti nú í ofsakæti ísjökunum að norðan í átt- ina til stóru vatnanna. Kvöld nokkurt settist Chapdelaine á dyraþrep- ið með pípuna sína og sagði hugsandi: — Bráðum kemur Francois Paradis. Hann sagðist kannski koma og heimsækja okkur. — Já, svaraði María lágt og þakkaði fyrir það í huganum, að andlit hennar var falið í skugg- anum. SMÆLKI LlTIL STÚLKA var boðin í brúðlraup og sagði við brúðina: Þú ert ekki nærri eins þreytuleg og ég bjóst við? Brúðurin: Er það ekki, góða mtn? Hvers vegna hélztu að ég væri þreytuleg? Litla stúlkan: EJg heyrði hana mömmu segja við hann pabba, að þú hefðir verið á harðaspretti á eftir honum Gulla i marga mánuði. ÁÐUR en steinolía kom til sögunnar var hvallýsi notað víða á lampa. Þegar farið var að nota steinolíu varð gömul kona mjög áhyggjufull út af þessari breytingu. „Hvað ætli vesalings hvalirnir taki nú tiL bragðs?" sagði hún og dæsti við. — BÓNDINN: Hvað varstu að leika góða ? Konan: Þótti þér það fallegt? Bóndinn: Já það var indælt — lagið guðdóm- legt og fullkomið samræmi í raddsetningunni. Konan: Þetta er alveg sama lagið og ég lék. í gærkvöldi en þá sagðir þú að það væri and- styggilegt. Bóndinn: Æ-já, — steikin var svo brennd L gærkvöldi. 6-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.