Vikan


Vikan - 27.05.1954, Blaðsíða 11

Vikan - 27.05.1954, Blaðsíða 11
I ■ eftir Robert Dedmon AÐ var komið haust og það var byrjað að rigna nærri daglega. Og þegar fangarnir, sem erfiðuðu á heiðinni, komu út á morgn- ana, þá byrjuðu þeir venjulegast með því að berja sér og stappa niður fótunum, til þess að halda á sér hita á meðan þeim var skipað í raðir. Einkum þurftu kvenfangarnir mikið að berja sér, því að þótt sagt sé, að konur þoli betur kulda en karlmenn, þá eru þær sjaldnast eins vanar því eins og þeir að standa úti í haustrigningu, eins og hver annar fénaður. Raunar virtust konurnar bera þetta misjafnlega vel, eins og vænta mátti. Það voru þær sem voru síkvartandi og skulfu eins og hríslur, jafn- vel í bezta veðri. Og svo voru hinar, sem aldrei heyrðust kvarta og sem virtust vera búnar að sætta sig við þetta eða að minnsta kosti ráðnar í að láta engan bilbug á sér finna. Þær stóðu þolinmóðar í portinu á meðan verðirnir voru að koma röð og reglu á hina gráu fylkingu, hlýddu fyrir- skipunum þeirra umyrðalaust og virtust í rauninni aðeins hafa hug á því að vekja ekki gremju þessara einkennisklæddu manna, sem réðu yfir sál þeirra og líkama. Anna var ein þeirra síðarnefndu. Sú tíð var liðin þegar hún gerði það að gamni sínu að óþekktast við verðina. Það var naumast, að hún mundi eftir þessum ærslum sjálf, þessu „léttúðartímabili“ sínu, þegar jafnvel ströngustu verðirnir höfðu ekki getað hamið hana. Hún hafði verið vön að nota tímann vel á leiðinni upp á heiði til þess að spjalla við hinar konurnar, ræða við þær um alla heima og geima, rétt eins og hún væri á skemmtigöngu. Hún hafði jafnvel rabbað við fangaverðina, þá sem ekki tóku fyrirskipanir höfuðsmannsins allt of hátíðlega. En nú var þetta liðið og búið. Nú var hún einn af ,,tömdu“ föngun- um, einn af þessum, sem enginn þurfti að hafa áhyggjur af. Hún gerði það, sem henni var sagt, var fámál og stillt, forðaðist að draga að sér athygli. Hún tók sér þegjandi og hljóðalaust stöðu í röðinni, beið þolin- móð eftir því að lagt yrði af stað, gætti þess að vera á sínum stað á upp- eftirleiðinni og vann sína vinnu möglunarlaust. Verðirnir sögðu um svona fanga, að þeir væru „horfnir í heildina". Það þýddi í raun og veru, að þeir væru hættir að vera einstaklingar. Þeir voru orðnir partur af þeirri miskunnarlausu vél, sem fangelsið var, viljalaus tól í höndum mannanna, sem áttu að stjórna þeim. Þeir kvört- uðu aldri. Þeir voru búnir að glata persónuleika sínum. Þeir voru grá- klæddar vinnuvélar. Það þurfti ekki að kalla á þá með nafni lengur. Það var nóg að kalla númerið þeirra, þetta númer, sem þeir báru á brjóst- inu: ,,Þú þarna, tveir-þrír-níu, komdu!“ Og ,,tveir-þrír-níu“ leit upp — og kom. Þessháttar fangi var Anna orðin. Hún var „horfin í heildina". Verð- irnir áttu líka annað orð yfir það, Þeir sögðu um hana, að það væri „hægt að treysta henni“. Það þýddi aftur á móti, að þeir þóttust mega treysta því, að hún gerði ekki uppsteit. Þegar merkar persónur komu í kynnis- ferð í þetta fangelsi og óskuðu eftir að mega tala við kvenfanga, var Anna gjarnan sótt. Það mátti treysta því, að hún særði ekki tilfinningar hins virðulega gests. Hún svaraði spurningum hans vafningalaust, og það sem bezt var — hún kvartaði ekki. Gesturinn — það var kannski þekkt „kvenréttindakona“ — kunni að spyrja eitthvað á þessa leið: „Hvernig líður þér hérna, barnið mitt?“ Og þá mátti reiða sig á, að Anna svaraði: „Ég hef yfir engu að kvarta." Raunar var ást'æðan fyrir svarinu þvi miður ekki sú, að Anna væri fullkomlega ánægð með vist sína í fangelsinu. Það var jafnvel síður en svo. En hún var að því leyti „horfin í heildina", að hún hafði glatað von sinni á framtíðina. Hún viðurkenndi ekki einasta þá staðreynd, að hún væri fangi, heldur var hún líka sannfærð um, að hún væri framtíðarlaus fangi. Hún hafði misst Henry — eða kannski öllu heldur aldrei eignast hann. Hún hafði byggt vonir sínar, drauma sína, á þessum eina manni — lögreglumanninum, sem hét Henry. Hún hafði fórnað sér fyrir hann. Og þegar hún nú þóttist hafa öðlast vissu fyrir því, að draumarnir um Henry hefðu verið eintómar skýjaborgir, þá fannst henni í raun og veru sem hún aetti ekkert lengur til að berjast fyrir. Henni fannst það næstum þvi liggja í hlutarins eðli, að hún væri fangi, næstum því tilheyra sínum þungu örlögum að vera í fangelsi. Þar af leiðandi var svo koipið fyrir henni, að henni stóð að mestu á sama um, hvað um hana yrði. Hún þurfti að afplána þessa refsingu — þá var bezt að reyna að gera það hávaðalaust. Það var bezt að gera ekki neinar kröfur, að reyna ekki að setja sig á háan hest. Það var bezt að gera sér það ljóst í eitt skipti fyrir öll, að hennar var hvorki mátturinn né dýrðin. Hún var löngu hætt að vera dóttir ríka mannsins. Hún var líka löngu hætt að vera verkastúlka á járnbrautarstöðinni. Nú var hún einfaldlega Anna Beyers, fangi, dæmd fyrir þjófnað og gleymd af vinum sínum. I þeim opinberu skýrslum, sem til væru um hana, stæði þetta síðast: „Fangi í Kentwick-fangelsi". Þar af leiðandi væri hún það og ekkert annað. Þeir höfðu „W“ fyrir framan númerin á konunni í Kentwick-fangelsi. Það þýddi að fanginn væri „woman" — kona. Fanganúmer Önnu var „31“. Það þýddi, að á brjóstinu á jakka hennar, vinstra megin, stóð: „W 31“ — woman 31. Og þegar fangavörður þurfti að kalla á önnu eftir að hausta tók, þá kallaði hann ekki nafnið hennar, eins og hann þó hefði gert um vorið, heldur einfaldlega: „W 31“. Það var vegna þess, að hún var horfin í heildina, búin að læra að svara til númers. Og hún var búin að læra fleiri listir hins „tamda" fanga. Þolinmæði hennar var nærri ómanneskjuleg. Eða var kannski rétta orðið yfir þetta frekar sinnuleysi, hið fullkomna kæruleysi hins kúgaða einstaklings fyrir umhverfi sínu. Hún gerði alls engar kröfur. Hún virtist algerlega búin að sætta sig við tilveru sína. Hún gerði það sem henni var sagt. Hún klæddist, þegar henni var sagt að klæðast, mataðist, þegar henni var sagt að matast, vann, þegar henni var sagt að vinna. Það virtist ekki hvarfla að henni, að hún væri, þrátt fyrir allt, mennsk vera, kona, sem gædd væri mannlegum tilfinningum og mannlegum hvöt- um. Orðið ,,nei“ var máð burtu úr máli hennar. Hún þurfti ekki á því að halda lengur. Það var sífellt þetta sama orð: „Já.“ „Já“ við þessu og ,,já“ við hinu. Það var feikinóg. Og að því kom óhjákvæmilega, að verðirnir tækju eftir þessu, kinkuðu kolli og segðu sín á milli að „jú, W 31 væri orðin mesti fyrirmyndarfangi, já, góður fangi — henni væri hægt að treysta." Og því var það þegar á haustið leið, að þeir fóru að fela henni ýms verkefni, sem aðeins „úrvals- föngum" var trúað fyrir. Til dæmis var hún einn laugardag send niður í Kentwick-þorp, með vörubílnum, sem sótti þangað vistir til fangelsisins. Það var mikill „heiður". Það voru að vísu tveir verðir með í förinni, en þeir létu hana vera eina á palli bílsins, og á bakaleiðinni skiidu þeir hana eftir á bílnum í góðan hálftíma, á meðan þeir skruppu inn til kunningja síns og þáðu hjá honum kaffisopa. Svona vel treystu þeir því, að hún væri búin að læra sína lexíu. Þetta var i nóvember. Og sem hún sat þarna uppi á bílpallinum innan um vörukassana, þá varð henni hugsað til litlu brautarstöðvarinnar í London, þar sem hún hafði unnið, og til félaga sinna þar og til Terezu — og til Henrys, Og í þann mund bar þá sjón fyrir augu hennar, sem í þá daga var ákaflega algeng í Englandi. Það kom hópur sprengjuflugvéla fljúgandi úr austurátt. A sömu svipstundu sló þeirri hugsun niður í heila hennar, að kannski — já, kannski — gætu legið til þess eðlilegar orsakir, að hún hafði ekkert heyrt frá Henry. Setjum svo, að honum hefði, þrátt fyrir sár sín, tekizt að ganga aftur í herinn. Setjum svo, að honum hefði að minnsta kosti tekizt að ráða sig á kaupskip, tekizt þannig að „gera skyldu sína“, eins og hann hafði orðað það. Húp minntist beiskjunnar í rödd hans, þegar hann sagði henni frá því, að hann hefði orðið að fara úr hernum, eftir að hann hlaut sár sín. Gat ekki verið . . . gátu örlögin ekki á sinn órannsakanlega hátt hafa hagað þvi svo, að honum hefði að lokum auðnast að sigrast á öllum erfiðleikum og taka sér á ný stöðu í víglínunni, eins og hann þráði? Það var ekki alltaf hlaupið að því fyrir hermann, að koma frá sér bréfi. Á stríðstímum gat maður á kaupskipi líka verið fjarri ættlandi sínu mán- uðum saman. Og . . . Önnu hnykkti við. Hvílíkur auli hún gat verið! Hvílíkur regin heimskingi! Nú loksins rann það upp fyrir henni, að Henry gat raunar fyrir löngu verið búinn að reyna að koma til hennar boðum. Hún minntist orða höfuðsmannsins, þegar hún fyrst hafði komið í fangelsið: „Engin bréf.“ Hvernig gat Henry vitað það, að þegar á fyrsta degi hennar i fangelsinu hafði höfuðsmaður- inn lagt svo fyrir, að hún mætti ekki taka á móti bréfum? Hvernig gat hann vitað, að höfuðsmanninum hafði ekki ennþá þóknast að afturkalla þessa harðneskjulegu skipun? Hvílíkur heimskingi hún gat verið! Á þessu augnabliki gátu legið í skrifstofu höfuðsmannsins fjöldi bréfa með utanáskrift hennar. Ekki eitt bréf, heldur mörg bréf, sægur af bréfum! Bréf frá Henry — kannski. Og bréf frá Terezu — já, áreiðanlega. Hún lokaði augunum: Ó, góður guð, láttu það vera bréf frá Henry. Ó, góður guð . . . Henni var svo mikið niðri fyrir, að hún tók ekki eftir því, að verðirnir voru komnir, fyrr en annar þeirra kallaði til hennar hlæjandi: „Hvað er að þér, kona? Það er eins og þú hafir séð afturgöngu." Hún hrökk við og leit upp. „Nei,“ sagði hún alvarlega. „En ég var að.fá vitrun — vong ég.“ -o- 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.