Vikan


Vikan - 24.02.1955, Side 4

Vikan - 24.02.1955, Side 4
FORSAGA: EVA BRAHN yfirgefur æskuheimill sitt Tyrolölpunum og unnusta sinn, Kurt, og vinkonu sinni EBNU HOFFMAN, en, til að vinna á ljósmyndastofu Þar hittir hún ADOLF 5R og'ér upp frá þvi reglulegur gest- ^heimili hans. Systir hans, frú RAU- erður að vikja, svo að hún geti ' sezt í Jjpsmöðursætið, en áður hefur GELI, dóttýpnennar, framið sjálfsmorð, að því er Ægt er. KURT reynir að ná tali af EvtÍ en er tekinn fyrir njósnara og drep- inn. Seinna kynnist hún svo ungum lið- þjálfa, KONKAD, er henni fellur mjög vel við. Hitler hækkar hann í tign og set- ur hann yfir lífvörð Evu. Í-.EGAR þau komu heim úr ökuferð annan dag- l'/, inn, beið þeirra háttsettur nazisti. Hann sneri sér að þeim og Eva kannaðist við svipinn á honum. Hann hafði þrozkast, en augnaráðið var reins og í fiski. Það var Augen Schmid! hvað það ðr skemmtilegt, að þú hingað, hrópaði hún. En hann toringjaim, og leit varla við henni. t>eir ^okkrum orðum og Adolf benti Evu ► hafði langað til að spyrja Augen hans og hikaði því augnablik, en svo vÆk hún fram. Skömmu seinna kom Hitler á eltir henni. — Eg verð að fara til Múnc- hen. Schmidt kom með áriðandi skilaboð, því honum er hægt að treysta. Þú verður kyrr hér. Ég banna þér að koma á eftir mér og aðvara þig um, að þetta getur orðið langur aðskilnaður. — Adolf, taktu mig með þér! — Lífvörðurinn þinn verður hjá þér. Láttu manninn sem alinn var upp í nágrenni við þig, hafa ofan af fyrir þér. Skemmtu þér með honum! Snöggur hrollur fór um hana. Vissi Adolf um tilfinningar hennar í garð Konrads ? Auðvitað vissi hann allt, en samt hafði hún vonað, að því gætLflfún haldið leyndú fyrir honum. — Hvernig^ fivernigj^ég að geta skemmt mér með eir giegar þú ert ekki hjá mér? Sappaði henni á öxlina. — ©g jerir hvað sem þig langar til. fHvað rtu bara hamingjusöm. Þú fntöflur aftur. Kg vildi heldur þú elskaðir ótal karlmenn og nytir þess, en að þú reyndir að drepa þig. Ég þarfnast þín, Eva. Þú ert hluti af lífi mínu, þó þú vitir það kannski ekki. — ’Ég þarfnast þin líka, Adolf. Hann kvaddi, en hún hljóp á eftir honum. — Hvers vegna ferðu ? Hann hallaði sér fram og sagði eins og í trún- aði: — Síðast var það vegna óeirða í Munchen. 1 ár er það vegna alls heimsins. Svo fór hann. 17. KAFLI. Kyrrlát fegurð og blómailmur umvöfðu Berg- hof þetta sumar. Dag eftir dag sendi heit sumar- sólin niður geisla sina og unnið var af kappi að uppskerunni fyrir veturinn. Konurnar unnu á ökr- unum, meðan karlmennirnir fylgdu ferðamönn- unum um fjöllin, en þetta ár virtist draga fyrr úr ferðamannastraumnum en venjulega. Fjöl- skyldurnar, sem voru vanar að koma á hverju ári, afpöntuðu herbergin sín á fjallahótelunum og þeir sem komnir voru, pökkuðu saman dóti sínu og fóru snemma. Það var rétt eins og þeir hefðu orðið varir vindhviðanna, sem venjulega koma á undan stormi. Fólkið fór, rólegt í fram- komu og fálátt og það vottaði fyrir kuldalegri ásökun í fari þess. —- Hvað er eiginlega að þeim? spurði Eva Konrad — Hafðu ekki áhyggjur af þeim. Fólk imynd- ar sér bara, að eitthvað komi fyrir eins og í fyrra og er með einhvern heimskulegan ótta. — En það sem gerðist í fyrra var til góðs, eins og þú veizt. Adolf bauð óvinum sínum birg- inn, mætti þeim og sigraði. Þeir létu hann fá, það sem hann krafðist. -— Ég veit það, en það eru margir áhyggju- fullir núna. — Adolf segir að Þjóðverjar berjist með sverð- um, en Englendingar með regnhlífum og að þeir hafi enga þekkingu á raunverulegu stríði. Þau sátu á grasi grónum hól og horfðu yfir dal- inn, þar sem trén sýndust ennþá grænni í sum- arhitanum og litskrúðug blóm héngu út úr blóma- íössunum. Svo hélt hún áfram: Kannski einhýrj- slæmar fréttir séu í vændum. Adolfi veriðjBStfáull sem gröfin og hinir líka. ,eklaPiverW{,^egna Eugen kom hingað, en*4 vantreyst honum. Ég er hrædd. er óþarfi. Ég veit hvað f^ntíðin skautj sínu. Við eigum fyrir höndum éríitt timabjj^en við eigum eftir að verða hanSngju- söm. Hann horfði með aðdáun á hana. Adolf hafðl sagt henni að láta hann hafa ofan af fyrir henni og hún vissi, að núna myndi Adolf láta sig það engu skipta hvað hún aðhefðist. Það var ekki um að ræða neina gildru, sem valdamennirnir ætluðu að veiða hana í, með því að standa hana að ótryggð. Enginn þeirra hafði lengur nokkurn áhuga fyrir því, hvað Eva Braun gerði. Hún skipti engu máli. Örlaganornin hafði miklu merk- ari viðfangsefni að fást við en samband manns og ástmeyjar hans. Straumurinn var farinn fram hjá henni. — Eigum við ekki að gleyma öllu öðru en. okkur sjálfum, Konrad? Við fáum kannski að njóta nokkurra daga. Hver veit! Hún kyssti hann áköf, en var sér þess þó meðvitandi, að varir hennar voru kaldar. En fyrsti óheillavænlegi atburðurinn gerðist þó á heimilinu sjálfu. Wilhelm gamli dó. Hann hafði verið yfirbryti í Berghof svo lengi, að það virt- ist óhugsanlegt, að heimilið gæti komizt af án_ hans. Einn daginn, þegar hann færði Evu há- degismatinn, veitti hún því athygli, að hann hieyfði sig hægt og hikandi, eins og hann sæi hana í móðu. Hann fór fram með kjötfatið, og hún sat eftir yfir ostdiskinum, sem var smekk- lega skreyttur saladblöðum. Þá kom Emmy skyndilega hlaupandi inn, skelfd á svipinn. — Það er Wilhelm, ungfrú! - Er eitthvað að ? — Já, já. Stúlkan skalf og neri hendur sínar. - - Frans er farinn eftir lækninum. Wilhelm hneig niður. Bcrta heldur að hann hafi fengið slag. Hann þekkir engan og liggur á eldhúsgólfinu. - Ég kem, sagði Eva. En þegar hún kom fram, var eldabuskan að breiða hreina servéttu yfir andlit Wilhelms. Hann var dáinn. Evu varð mikið um andlát gamla mannsins, en Konrad reyndi að hughreysta hana. — Ég get ekki hugsað um það, sagði hún. — Hugsaðu þá um eitthvað annað, sagði hann. Hugsaðu um það hvern við eigum að fá til að stjórna heimilinu. Berta segir, að Wilhelm eigi bróður, sem heitir Karl. Hann var hér í vor, þegar Wilhelm var veikur og öllum geðjaðist svo vel að honum. Hann var bryti í Innsbruck, en er nýlega hættur þar. Hún heldur að hann sé fáanlegur til að vera hér, að minnsta kosti um stundarsakir. Hann lét í ljós mikla aðdáun á hús- inu og foringjanum. — Fáðu hvern sem þú villt, sagði hún. Henni fannst hún ekki geta tekið neinar ákvarðanir fyrst um sinn, því andlát Wilhelms hafði borið svo brátt að. — Láttu Bertu sjá um þetta. Ef hún heldur að þessi Karl henti okkur, þá er víst bezt að fá hann. Þrem dögum seinna tilkynnti Bert^Evu, að Karl væri kominn. Hann hefði komi? jarðarför bróður síns og ætlajj gisíH^teinu í þorpinu í nokl^ra Karl lagði fram prýðileg meðmæli, :ki 1 skapi til að hugsa ur ð við jarðarförina og það rif á hana, en hún átti von á, 4

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.