Vikan - 24.02.1955, Blaðsíða 12
wm JOHN DICKSON CARR:
te4,'w.. 'ga
F Í1 R S A lí A ■ DICK DARWENT erfir skyndUega niark-
I U II u n u n . greifanafnbót og er því sleppt úr fangelsi,
rétt áður en á að hengja hann fyrir aó hafa
drepið Francis Orford í einvígi, en liann segir að sér
hafi verið komið meðvitundarlausum fyrir úti á götu
ásamt líkinu. CAROLINE ROSS hefur fengið fang-
ann til að giftast sér, til að uppfylla skilyrði í erfða-
skrá afa síns. Ofstopamaðurinn JACIt BIJCK-
STONE er í fylgd með henni og slœr vamarlausan
fangann með svipu. Dick skorar hann því á hólm
og særir hann. Veilcri ástmey sinni, DOLLV, kem-
ur hann fyrir í húsi eiginkonu sinnar. Mulberry lög-
fraeðingur Dicks og fangelsispresturinn sitja á ráð-
stefnu heima hjá honum.
— G skil mikið af þessu, viðurlcenndi hann. — Ég skil leynimakkið
I . í sambandi við samkomulag um lán og stefnumótið. Það _ varp-
I 1 ar ljösi á það, að ökumaðurinn hafði klút bundinn yfir mðurand-
litið og að ég var bundinn á höndum og fótum. En hvers vegna
var troðið upp í eyrun á mér? Til hvers var hengirúmið? Og
fyrst og fremst, hvers vegna sló fanturinn mig í hnakkann? Maður get-
ur varla ímyndað sér, að það hafi verið venjuleg meðferð Francis á við-
skiptavinunum ?
Mulberry flautaði drýgindalega.
— Það má finna svar við öllum þessum spurningum, Dick, útskýrði
liánn ákafhr. — Ef þú aðeins hugsar þig vel um. Nema . . . ég verð að
viðurkenna það, hvers vegna þú varst sleginn í hnakkann. Það er auðvirðuleg
meðferð á viðskiptavini!
-— Má ég bera fram eina spurningu? greip séra Horace Cotton fram í
mcð röddu, sem yfirgnæfði tal hinna. Darwent kinkaði kolli.
— Það er eitt, sem ég hefi ekki sagt frá. Þér segið, að þér hafið
raknað úr; rotinu í vagninum á leiðinni til Kinsmere House í Bucks. Þér
voruð ekki keflaður, en þér höfðuð bundið fyrir augun og það var troðið
upp í eyrún á yður.
: — Já, það er rétt.
— Engu að síður, hélt fangelsispresturinn áfrani —- hélduð þér því fram,
að þér vissuð, hvert farið var með yður. Hvernig fóruð þér að því að vita
þaö ?
— Á þann einfalda hátt, að nudda bindinu litið eitt frá augunum. Hefi
ég ekki sagt, að ég þekki umhverfið i kring um Kinsmere House?
— Jú.
— Ágætt! Ég sá glytta í vegvísi og las orðið KINSMERE aftur á bak,
og skömmu síðar fann ég að ég var borinn upp breiðar steintröppur að
eina stóra sveitasetrinu á stóru svæði. ökumaðurinn hatt bindið fastar
GAIfiA-
BRÚÐURIN
23
um augu mér, en ég sá nóg. Og núna, þegar við erum komnir að Kins-
mere House í umræðum okkar, ber ég fram mína síðustu spurningu.
Hver var konan?
— Konan?'endurtók Mulberry og galopnaði augun.
— Hvaða kona? spurði Caroline hraðmælt.
— Þegar ég stóð í dyrum stofunnar, sem Francis var myrtur í, og áður
en mér var ýtt þangað inn heyrði ég konu hrópa. Hver var hún?
Mulberry virtist vera skemmt.
— Sonur minn! sagði hann biturlega, þvi að eftir að hafa átt þrjár
eiginkonur var honum meinilla við að minnast á konur. -— Það var eng-
in kvensnift í húsinu. Svo sannarlega sem ég er greindur maður, þegar
ég er ódrukkinn, var enginn kvenmaður viðriðinn morðið á Francis
Oxford.
Þar sem nú var ekki dropi af öli eftir í skálinni, fálmaði hann i ávaxta-
skálina eftir epli.
— En ég skal segja þér nokkuð, Dick, þrumaði hann og beit um leið
stóran bita af eplinu — Það eru —- fjandinn hafi það — tvær konur hérna
í þessu húsi, sem munu valda mér enn meiri erfiðleikum en þessi leyni-
legi óvinur þinn.
Caroline virti hann fyrir sér með andúð og séra Horace varð æfur.
—- Mulberry, sagði hann ákveðinn. — Þér talið á óheppilegan hátt!
Þér eruð drukkinn, maður minn. En ég verð að játa, að . . . Hann fálm-
aði eftir ermahólkunum á embættisskrúðanum, sem hann var þó alls
ekki í.
— Haldið áfram! sagði Caroline bálheið. — Hvað játið þér?
Séra Horace Cotton sneri sér að henni og talaði með öllum þeim
myndugleika, sem hann átti til.
-—- Frú mín, sagði hann. — Ég vil ekki nota eins ruddaleg orð og
vinur okkar hérna. En ég verð að segja, að ég er alveg á sama máli og
hann.
— Hvernig dirfist þér ? spurði Caroline kuldalega og hnykkti til höfðinu.
— Ég leyfi mér þetta vegna þess, að ég er sá lítilfjörlegi maður, sem
samcinaði yður og mann yðar í kristilegt hjónaband. Þegar ég kom hing-
að í þetta hús, fannst mér sem þér hefðuð breytzt á einhvern hátt. Hafið
þér í raun og veru breytzt?
-— 1 viðhorfi mínu til heimsins yfirleitt, nei! En hvað eiginmann minn
snertir — já!
— Elskið þér hann ?
Caroline roðnaði, enda þótt hún brosti vingjarnlega.
— Góði séra Horace, sagði hún með allri þeirri glettni i röddu og
augnaráði, sem hún átti til. —- Þér gleymið því víst, að slíka spurningu
leggur maður ekki fyrir stúlku, sem vill halda sjálfsvirðingu sinni?
— Alls ekki, frú mín svaraði presturinn, sem ekki var hægt að hindra
í þvi, sem hann áleit skyldu sina, hvað sem var í húfi. — Ég hefi engu
gleymt, en hins vegar man ég greinilega, að þér giftust Darwent lávarði,
þótt við vissum það öll, að hann elskaði aðra konu. Það var mjög ömur-
legt að vita, með hverju hann þurfti að borga þessi þrjátiu pund, sem
átti að verða arfur hennar.
— Séra Horace, sagði Darwent og reyndi að stöðva hann. — 1 guðs
bænum . . .
— Já, þrumaði presturinn. — Einmitt! 1 guðs bænum! Hann leit aftur
á Caroline og spurði svolítið lægri röddu: — Elskið þér hann?
Caroline sneri sér undan. — Já, svaraði hún.
Presturinn sneri sér nú að Darwent og spurði:
—- Lávarður, elskið þér konuna yðar?
— Hún var ein af óvinum mínum, séra Horace, en þér brýnduð fyrir
mér . . .
— Ég brýndi fyrir yður kærleika til náungans — ekki holdlega ástriðu'.
Það er hún, sem ég les í augum yðar!
— Þetta látum við ekki bjóða okkur! hrópaði Caroline, en hún sýndi
þess engin merki, að hún ætlaði að yfirgefa þá.
Mannraunir, hetjudáðir og ástir! Spennandi frá upphafi til enda!
12