Vikan


Vikan - 17.03.1955, Blaðsíða 14

Vikan - 17.03.1955, Blaðsíða 14
Loftárásin á Gestapofangelsið Framhald af bls. 7. um sínum verða fyrir skoti úr loftvama- byssu og steypast til jarðar. Hann lagð- ist hart á stýrið og flaug í átt til vélar- innar, til þess að reyna að sjá, hvernig áhöfn hennar reiddi af. Um leið steyptu tvær þýzkar orustuflugvélar sér yfir hann og stóðu eldtungurnar út úr byssuhlaup- um þeirra. Hann reyndi að sveigja til hliðar, en árangurslaust. Byssukúlurnar tættu sund- ur vélina, hún lagðist logandi á bakið og brotnaði í spón á akri einum fáeinar míl- ur frá Amiens. Aðeins einn af áhöfninni komst af. Pickard lét lífið. En hann hafði ekki fórnað því til einskis. Af 700 föngum, sem geymdir voru í Ami- e»s fangelsi, komust yfir 200 und- an — þar á meðal nærri allir þeir, sem dæmdir höfðu verið til dauða fyrir óbifanlegan trúnað sinn við málstað bandamanna. PAT POINTON Eva og einræðisherrann Framhald af bls. 5. — Það fer allt vel, elskan. Mundu að ég hef lofað þér því. Allt fer vel að lokum. Hún fór aftur út á götu, þar sem trén sendu frá sér höfgan ilm og hengdu ljósgræna blóm- skúfana. Henni varð hugsað til mannsins fyrir utan Könighótelið. Eirðarleysi hennar hvarf ekki, og henni fannst hún verða að fara þang- að aftur. Hún vildi vita, hvað gerzt hefði. Hún ætlaði að spyrja forstjórann um það, því hann var ólmur í að gera henni til hæfis. Hún steig upp í bílinn. Þegar hún nálgaðist hótelið, sá hún hvar dyra- vörðurinn stóð fyrir utan i skrautlega einkenn- isbúningnum sínum með gullborðunum á ermun- um. Bíll ók fram fyrir hana, stanzaði og tveir S.S. menn stukku út og gengu til hans. Hún horfði á þá. Maðurinn stirðnaði uþp, hristi höfuðið, munnurinn opnaðist og hún sá, að hann streitt- ist á móti. Mennirnir réðust á hann. Hún heyrði skothvell, kona æpti einhvers staðar nálægt og dúfurnar flugu í ofboði upp. 754 KKOSSGÁTA VIKUNNAR Lárétt skýring: 1 kraftur —■ 5 bunga — 8 kvenmannsnafn — -12 árstíð gengur í garð — 14 fley — 15 hitun- artæki — 16 biblíunafn — 18 festa yndi — 20 skelfing — 21 tónn — 22 neðanjarðarfarvegur — 25 tveir eins — 26 leiktæki — 28 ver — 31 fjöldi — 32 töf — 34 risa — 36 rennur — 37 búskapur — 39 hestur — 40 rotnun — 41 hey- hlaði — 42 samkomu- hús — 44 vistarvera — 46 lasleiki — 48 af- leiðsluending — 50 mag- ur — 51 steig — 52 safna saman — 54 hljóð- ið — 56 málfræðisk.st. — 57 deilumar — 60 tveir samstæðir — 62 gróða — 64 efni — 65 barn — 66 hnöttur ■—■ 67 lyfta glasi — 69 vistarvera — 71 ganga — 72 trassi — 73 tíma- bilið. Lóðrétt skýring: 1 hreinsunarefni — 2 birtir — 3 hress — 4 fangamark félags — 6 fjallgarður — 7 skolli — 8 tveir eins — 9 arinn — 10 töluorð — 11 eldstæði — 13 áhöld •— 14 sölustaður — 17 árs- tíð — 19 glögg — 22 ruddamenni — 23 stafur — 24 vatnsrótið — 27 hljóma — 29 hljóð — 30 andar — 32 hörfar — 33 húsdýr — 35 jörð — 37 líkamshluti (dýra) -— 38 tré — 43 tók — 45 útlitsgalli — 47 yfirráðasvæði — 49 ljóma — 51 iðnaðarmanns — 52 hestsnafn — 53 skyld- menni — 54 óþokki — 55 jurt — 56 ámæli — 58 úrgangur — 59 kvæði — 61 hávaða — 63 þukl — 66 ílát — 68 tónn — 70 bókstafur. Lausn á 753. krossgátu Vikunnar. Lárétt: 1 bersögli — 6 innrás — 9 óðal — 10 los — 11 augu — 13 læknum — 15 kenn- ingu —■ 17 nag — 18 Adam — 20 rendur — 24 Simba — 25 ananas — 27 blað — 29 klaga — 31 silki — 32 rass — 33 kertin — 35 nagli — 37 inntir — 40 fúin — 41 ana — 43 ungl- inga — 46 iðrast — 48 náða —- 49 niu — 50 inar — 51 goldin — 52 rauðkrít. Lóðrétt: 1 Baldur — 2 roskin ■—■ 3 öran — 4 lógi — 5 Iðunn — 6 Illugi — 7 rán — 8 samsmíði — 12 undra — 14 krabbinn ■— 16 gass- ar — 19 dall — 21 ekla — 22 dagsanna -— 28 una — 26 nakinn — 28 akri — 29 krufning —■ 30 asni — 31 sin — 34 tifið — 36 lautin — 38 tranar — 39 rykugt — 42 Agnar — 44 Lára — 45 nauð — 47 ról. Hún steig út úr bílnum, skjálfandi í hnjálið- unum, en samt ákveðin í að sjá, hvað hafði kom- ið fyrir. Maðurinn lá á gangstéttinni, húfan hans valt eins og gjörð ofan í rennusteininn og hann sneri andlitinu upp. Hann var dökkhærður, en þetta var ekki sami maðurinn, sem hún hafði séð fyrir klukkutíma. Hún sá strax, að hér höfðu átt sér stað mistök, þvi hálfopin augun voru brún. — Þetta er ekki rétti maðurinn, stundi hún. Framhdld í nœsta blaði. Svör við „Veiztu — ?“ á bls. 5: 1. Elizabeth Taylor. 2. Já, vikurinn. 3. 2 e.h. 4. Nei, Járnhliðið er staður í Rúmeníu, þar sem Dóná rennur um þrengsli. 5. a) þessa árs b) Locus Sigilli eða staður fyrir signetið c) það er. 6. Það voru ,,Þrír fóstbræður" i samnefndri sögu eftir Dumas. 7. Lækningagyðjan. 8. Pierre Ilyitch. 9. 1 Egyptalandi. 10. Bandprjónar. — GÁLGABRtÍÐUKIN — Framhdld af bls. 13. ánægju — ef til vill af gremju, og kuldalegt bros lék um varir hans. — Alfred, þekkir þú eitthvað til sverða? spurði hann þjóninn. — Já, lávarður, svaraði Alfred og brosti. Þegar hann hafði verið upp á sitt bezta, hafði hann staðið sig með sóma í riddaraliðinu. — Ágætt! sagði Darwent og tók lykil upp úr vasa sínum. ■— 1 Garter Lane, nálægt Covent Garden, er skilmingaskóli, sem nú er ekki starf- ræktur. Yfir dyrunum er skilti, sem ber nafnið: D,Arvent. Allir skilm- ingameistarar verða víst að vera franskir nú til dags. Hérna er lykill- inn að dyrunum. — Já, lávarður. Svipur Darwents bar vott um djöfullega gleði. — Láttu æfingavopnin eiga sig, en veldu fyrir mig sverð með fötum brandi. Ef blöðin eru ekki nógu beitt, láttu þá brýna þau hjá manni sem býr til rakhnífa. Taktu líka tvö lagsverð og — tvö skylminga- sverð. Þú getur tekið vagninn minn og í heimleiðinni skaltu stanza í Lockes verzluninni og kaupa fyrir mig tvær skammbyssur. Augu Alfreds ljómuðu. — Já, lávarður. — Og — þú skilur, Alfred. Þú þarft ekki að minnast neitt á þetta við konuna mína. Geymdu vopnin þar sem hún rekst ekki á þau — kannski verða þau bezt geymd niðri hjá þér. —■ Já, lávarður. Þegar hann var farinn, fann Tillotson Lewis, að flibbinn hans var votur af svita. Táknar þetta það, að þér hafið breytt um skoðun, lávarður? Ætlið þér þá að heyja einvígi við Sharpe majór? — Nei, nei — ekki við Sharpe! 1 gráum augum Darwents logaði hatur. — En það verður háð einvígi, vinur minn — það er áreiðanlegt! — Hvað ætlið þér að segja við Alvanley? Hann kemur hingað vafa- laust eftir augnablik sem einvígisvottur Sharpe majors. Daiwent hafði stutt olnbogunum á arinhilluna, en leit nú snögglega vi#. — Alvanley? endurtók hann. — Hefi ég ekki heyrt nafn hans áður? Lewis starði á hann. — Jú, það veit sá sem allt veit! Hann mælti með upptöku yðar í Whites klúbbinn. Annars er hann einn af þeim fáu tízkuherrum, sem er greindur og duglegur. Þér hljótið annars að treysta honum mjög vel! — Hvers vegna hlýt ég að gera það? — Jú, skollinn sjálfur! muldraði Lewis. — Leyfðuð þér kannski ekki Will Alvanley að fara með frú Darwent í óperuna í gærkveldi? Rétt í þessu var dyrunum lokið upp og frú Darwent gekk inn, tíguleg og rjóð í kinnum. — Gott kvöld, Lewis. Voruð þér að ræða við Darwent lávarð um hegí- un fólks í einkastúkum óperunnar? — Satt að segja, frú mín, svaraði Darwent, — ræddum við ekki um það — og hvers vegna skyldi sakleysinginn flýja, þegar enginn eltir hann? — Ég vona, að þér ætlið ennþá að koma með mér í óperuna í kvöld? 14

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.