Vikan


Vikan - 03.11.1955, Page 7

Vikan - 03.11.1955, Page 7
FJÖLDAMORDINGI SÖGUNNAR dspyrnuhreyfinguna sem skálkaskjól Hann hafði góðar tekjur', átti góða og ástríka eiginkonu og naut almenningshylli. Gæfan brosti við honum. En það bjó eitthvað hið innra með honum, sem hann réð ekki við. Það er stundum sagt um menn, að þeir séu „fæddir af- brotamenn.“ Sé sú manntegund á annað borð til, þá tilheyrði þessi franski læknir henni. Því í miðri velgengninni tekur hann upp á því að gera sér tíðfarið í birgðaskemmur bæjarins og láta þar greipar sópa. Raunar komst þetta skjótlega upp. Og Marcel Petiot læknir, fyrrver- andi borgarstjóri, er dæmdur í þriggja mánaða betrunarhús- vinnu. Svo geðþekkur var hann þó og svo almenn var hylli hans, að þegar hinni þriggja mánaða fangavist lauk, hvarf hann heim aftur og tók að fást við lækn- ingar á nýjan leik, eins og ekk- ert hefði í skorist. MORÐINGINN DR. MARCEL PETIOT Fólk virtist almennt fella sig vel við þetta. Stöku borgarar hreyfðu þó mótmælum; þá grun- aði, að læknirinn væri síður en svo horfinn til betri vegar. Þessi grunur magnaðist, þegar einn af sjúklingum hans — kona að nafni Debauve — fannst myrt. Hún hafði rekið greiðasölu, og það var á allra vitorði, að hún hefði geymt tals- vert af peningum í íbúð sinni. Þegar lögreglan kom á staðinn, var hver einasti eyrir horfinn. Svo fór að lokum, að Petiot varð ekki vært í bænum. Árið 1933 tók hann sig upp með konu sína og son og fluttist til París- ar. Þar settist hann að í Rue Caumartin 66 og opnaði lækn- ingastofu. Það er erfitt að ákveða, hve- nær hann hóf í rauninni feril sinn sem fjöldamorðingi. Hinu má slá föstu, að það er harla ósennilegt, að hann hefði getað stundað iðju sína eins lengi og hann gerði, ef stríðið hefði ekki skollið á. Á árunum 1940 —1943 fannst f jöldi líka í París og nágrenni — líka, sem aug- ljóst var að læknir hafði farið höndum um. Þau höfðu oftast verið bútuð sundur. Á friðar- tímum hefði lögreglan vafa- laust ekki linnt látum fyrr en hún hefði fundið manninn, sem þarna var að verki. En á stríðs- árunum voru menn ekki að kippa sér upp við það þótt lík fyndust á götum úti. Þýzku nasistarnir áttu það til að skilja lík fórnarlamba sinna eftir á almannafæri, og and- spyrnuhreyfingin hirti ekki alltaf um að grafa föðurlands- svikarana, sem hún kom fyrir kattarnef. I september 1941 keypti Pet- iot hús, sem eitt sinn hafði verið notað undir hótelrekstur. Það var númer 21 við Rue Leseur. Hann lét §era tals- verðar breytingar á innréttingu þess. Meðal annars lét hann smiðina afþylja næsta óvenju- lega herbergiskompu við hlið- ina á skrifstofu sinni. Hún var þríhyrnd. Þá lét hann og reisa feiknmikinn vegg fyrir aftan húsið, og gátu nágrannarnir eftir það ekkert séð af því sem þar fór fram. Þríhyrnda herbergið var i rauninni pyndingarklefi þessa svokallaða sjúkrahúss. Herberg- ið var gluggalaust og hljóð- einangrað. Á því voru tvær dyr . . . það er að segja: á því sýndust vera tvær dyr. En aðrar voru gerfidyr og fastar við vegginn. Frá hinum dyrunum var þannig gengið, að einungis var hægt að opna þær utanfrá. Ennfremur var gerfi- rafmagnsbjalla í herberginu og á hurðinni milli þess og skrif- stofunnar var gægjugat. Þetta var miðstöð fjölda- morða Petiots læknis. Þarna drap hann hin varnarlausu fórnarlömb sín. Hann kom fram í gerfi föðurlandsvinar og obb- ann af fórnarlömbum sínum lokkaði hann í net sitt á þann hátt að láta í veðri vaka, að hann væri fús til að skjóta skjólshúsi yfir þá, sem væru á flótta undan nasistum. Margt af þessu fólki var því af Gyð- ingaættum. Og alt var það vel stætt fjárhagslega, Morð-aðferðin var ákaflega einföld og hættulítil fyrir morð- ingjann. tJtsendarar hans leit- uðu uppi fólk, sem þurfti að komast úr landi. Þeir vísuðu því til „sjúkrahússins“, þar sem „föðurlandsvinurinn" Petiot tók á móti því. Venjulegast átti hann við það tvö samtöl. 1 hinu fyrra tjáði hann því, að hann gæti smyglað því úr landi og á hvern hátt. Ennfremur var samið um þóknun hans — sem var undantekningarlaust mjög sanngjörn — og áltveðið hvenær viðkomandi skyldi mæta ferðbúinn. Þetta var mikilvægt. Flóttamanninum var tjáð, að ferð hans til frels- isins mundi hefjast á ákveðn- um degi — hann yrði því að mæta með alla þá fjármuni, sem harm gæti með góðu móti borið á sér, þ. e. peninga og skartgripi. Þegar vesalings maðurinn mætti, hófst morðþátturinn. Læknirinn tók á móti honum í skrifstofu sinni og kvaðst þurfa að sprauta hann. Þetta væri einföld bólusetning, en landið, sem hefði heitið honiim mót- töku, krefðist slíkra varúðar- ráðstafana. Að „bólusetningunni" lokinni, var manninum vísað inn í þrí- hyrnda herbergið. Hann var genginn í gildruna. Eitrið í sprautunni tók að verka og all- ar útgönguleiðir voru lokaðar. En við gægjugatið á hurðinni stóð ófreskjan og fylgdist með dauðastríði fórnardýrsins. Líkið losaði hann sig við á þann hátt að varpa því niður í þriggja metra djúpan kalk- pytt, sem var undir bílskúr hans. Áður hafði hann fært það úr fötum og hirt af þvi öll verð- mæti. Árið 1943 þóttust njósnarar Gestapolögregunnai' þýzku komast á snoðir um, að þessi franski læknir fengist við að smygla mönnum úr landi. Njósnari var sendur á fund hans, til þess að rannsaka mál- ið. Það er kaldhæðni örlaganna, að þessi njósnari var Gyðing- ur. Þegar hann skilaði sér ekki aftur, ályktuðu Þjóðverjar sem svo, að hann hefði notað tæki- færið til að flýja. Skömmu seinna handtóku þeir dr. Petiot og vörpuðu honum í fangelsi. Þar sat hann í átta mánuði, en var svo af einhverjum ástæð- um sleppt úr haldi. Ef þessari læknis-ófreskju hefði tekist að leyna óþefnum, sem alltaf öðru hvoru lagði frá hinni ægilegu gröf undir bíl- skúrnum, má vel vera, að aldrei hefði komist upp um hann. En þar kom, að einn af nágrönn- um hans kvartaði. Lögreglu- þjónn var sendur til þess að rannsaka málið og Petiot tók á móti honum með mikilli kurt- eisi. Hinsvegar þurfti hann að bregða sér frá stundarkorn, ,,í þágu andspyrnuhreyfingarinn- ar“. Það stundarkorn varð æði langt; það tók lögregluna átta mánuði að finna hann. Þá var hinn óttalegi sannleik- ur loks kominn fram í dags- ljósið. Lögreglumenn brutust inn í húsið til þess að rann- saka af hverju óþefurinn staf- aði. Þeir fundu pyttinn ög í honum leifarnar af líkunum. Þegar leitinni lauk, höfðu fund- ist líkamsleifar 27 karla og kvenna. Petiot fannst ekki fyrr en í október 1944. Þá höfðu blöðin skýrt rækilega frá glæpum hans. Hann kom raunar sjálfur upp um felustað sinn. Hann ritaði Parísarblöðunum bréf, þar sem hann hélt því fram, að hann hefði verið leiðtogi í andspyrnu- hreyfingunni. Það voru eintómir föðurlandssvikarar, sagði hann, sem liann hafði líflátið í „sjúkrahúsi“ sínu. Lögreglunni tókst að rekja slóð bréfanna, og það kom á daginn, að hann hafði dvalist í París allan þann tíma, sem leitað var að honum. Hann hafði látið sér vaxa vangaskegg. Mál hans var tekið fyrir vor- ið 1946. Ákærandinn átti auð- velt með að hnekkja þeim fram- burði hans, að hann hefði ein- ungis drepið Þjóðverja og franska föðurlandssvikara. Marcel Petiot var dæmdur til dauða. Náðunarbeiðni hans var hafnað og hinn 26. mai 1946 lét hann lífið undir fallöxinni. — A. J. BRANSTON 7

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.