Vikan - 03.11.1955, Qupperneq 15
PÓSTURINN
Framhald af bls. 2.
um að senda þér mynd af sér, en það
væri sennilega ekkert nema fyrir-
höfnin að senda henni mynd í staðinn.
Gerirðu þér grein fyrir því, að frægar
kvikmyndaleikkonur fá alltof mikinn
póst, til að opna bréfin sjálfar? Þær
hafa því ritara, sem svara slíkum
bréfum í þeirra nafni eða henda þeim.
Myndin þín kæmist þvi bara í hendur
sliks ritara og færi svo beint i bréfa-
körfuna.
—o—
Fyrir Rauðhettu, Binga, Bellu,
,,Eina að austan" og fleiri birtum
við dægurlagatextann „Kaupakonan
hans Gísla í Gröf“ eftir L. Guðmunds-
son, sem Haukur Morthens hefur
sungið inn á hljómplötu undir laginu
,,The Naughty Lady of Shady Lane“.
Já, kaupakonan hans Gisla i Gröf
er glettin og hýi' á brá.
Hver bóndason þar á bæjunum
er brennandi af ástarþrá.
Öll sveitin í háspennu hlerar
ef hringt er að Gröf síðla dags,
og Jói eða Jón heyrist hviskra
,,kem i jeppanum eftir þér strax".
Já, kaupakonan hans Gisla í Gröf,
hún gerir þá alveg frá,
já kaupakonan hans Gisla i Gröf,
þeir sofa ekki svei mér þá.
Já, kaupakonan hans Gísla í Gröf
er glettin og hýr á brá.
Hver bóndason þar á bæjunum
er brennandi af ástarþrá.
Hann Siggi á Farmalnum syngur
um svásana háfleygan brag.
Og Geir, sem er roskinn og reyndur,
kvað nú raka sig tvisvar á dag.
Já, kaupakonan hans Gísla i Gröf.
hún gerir þá alveg frá,
já, kaupakonan hans Gisla S Gröf,
þeir sofa ekki svei mér þá.
-_o—
Ncglurnar d mér eru mjötj ónýtar,
bœði flatar og litljótar og ldofna
mjag fljótt. Ég er ekki blóðlaus. Gel-
urðu hjálpað mér? Vonast eftir svari
sem fyrst.
SVAR: Reyndu að halda þeim ofan
í heitri ólífuolíu í 15 mínútur einu
sinni í viku. Þá verða þær ekki eins
þurrar. Þú nefnir ekki hvernig „lit-
Ijótar" neglurnar á þér eru. Eru þær
rauðar? Þá skaltu baða þær í heitu
saltvatni, (100 gr. af grófu salti i %
liter af vatni). Eða hafa þær fjólu-
bláar skellur? Þá skaltu bæta einni
skeið af sinnepi út í heitt vatn í litilli
skál og stinga fingrunum á þér ofan
í hana. Vonandi dugar eitthvert þess-
ara ráða.
Fást í glösum, Gefa matnum
boxum og plastdósum hið rétta bragð
HEILDSÖLUBIRGÐIR
Eggert Kristjánsson & Co. h.f.
Vélaverkstœði
SIG. SVEINBJÖRNSSON H.F.
SKÚLATÚNI 6 — REYKJAVÍK
Höfum öðlast framleiðsluleyfi fyrir A/S Hydravinsj,
Bergen, á vökvaknúnum
Línuspilum Dekkspilum Hringnótaspilum
Spilin eru af nýjustu gerð með 2 ganghraða (hægan og
hraðan).
Höfum ennfremur hinar viöurkenndu
Anderton spilkoplingar
Söluumboö fyrir eftirtaldar vélar:
UNION Diesel,
stærðir 270 til 1000 hestöfl,
FM - Motor,
trillubátavélar, stærðir 3—30 hestöfl,
MARNA,
diesel rafstöðvar og bátavélar, stærðir 3—33 hestöfl.
Auk þess
TYFON
öryggismæla á dieselvélar. Mælar þessir gefa til kynna,
ef þrýstingur í smurningsolíuleiðslum og vatnsleiðslum
fellur, og geta þar af leiðandi komið í veg fyrir
skemmd á vélum.
Útvegum meö stuttum fyrirvara
Skrúfmitbúnað
á flestar tegundir bátavéla.
HREYFILL
hefur opið
allan sólarhringinn
Sími 6633
Hreyfill.
15