Vikan


Vikan - 02.02.1956, Blaðsíða 11

Vikan - 02.02.1956, Blaðsíða 11
STJÖRIMUBÍÓ býður upp á KVIKMYNDASTJARNA SKRIFAR ÆVISÖGU SÍNA ALLA Úrklippa úr sænskn myndinni: Allt heimsins yndi Rex Harrison og LiIIi Palmer á hinni frægn rekkju A71Ð sögðum síðast frá nokkrum myndum sem Tjarnarbíó er búið ” að fá. Ný er röðin komin að Stjömubíó. Þar kennir margra grasa. Toxi heitir athyglisverð þýzk mynd, sem er næsta viðfangsefni bíós- ins og kemur fram í henni súkkulaðibrúnn telpuangi, sem ýmsir segja að sé upprennandi barnastjarna. Þá kemur litmyndin Salóme frá Colum- bia kvikmyndafélaginu, ákaflega íburðarmikil mynd með f jölda þekktra leikara. Rita Hayworth leikur Salóme, Stewart Granger Claudius her- foringja, Charles Laughton Heródes konung og Judith Anderson Herodias drottningu. Af öðrum persónum má nefna Tiberíus keisara (Sir Cedrick Hardwicke) og Jóhannes skírara. Allt heimsins yndi heitir sænsk mynd, sem Stjörnubíó sýnir vænt- anlega í þessum mánuði; hún er tekin eftir samnefndri skáldsögu eftir Margit Sönderholm, sem komið hefur út í íslenzkri þýðingu. Is- lenzkir leikhúsgestir munu kannast við aðra mynd, sem bíóið er búið að fá hingað til lands: Rekkjuna. Rekkjan var leikin í Þjóðleikhúsinu fyrir tveimur árum og fóru Inga Þórðardóttir og Gunnar Eyjólfsson með aðalhlutverkin. I myndinni eru sömu hlutverk í höndum hjónanna TJIIi Palmer og Rex Harrison. Af öðrum myndum, sem áhugamenn um kvikmyndir munu hafa gaman af að heyra að hingað séu komnar, má nefna eftirfarandi: BÓFINN. Þessi mynd er framleidd í Brazilíu og hlaut verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Cannes. ^.STARGLEÐI. Frönsk mynd með sæg af frönskum stjörnum. Jean Gabin og Simone Simon eru á meðal þeirra. ELDUR í ÆÐUM. Þetta er mexikönsk mynd, sem allsstaðar hefur vakið mikla athygli. Hér fáum við aftur að sjá leikkonu, sem fræg var fyrir allmörgum árum fyrir leik sinn í bandarískum kvik- myndum. Það er Dolores del Rio. Þess má geta til gamans, að hún virðist engu hafa glatað af hinni annáluðu fegurð sinni. Þetta eru semsé myndirnar, sem Stjörnubíó ætlar að sýna á næstunni. Þar er eitthvað fyrir alla. GIS SUR kemur í næsta blaði! + Og fleiri KVIKMYNDA- SlÐUR! Salóme (Rita), Heródes konungur (Charles Laughton) ÞAÐ er á allra vitorði, að það er ekki heiglum hent að verða kvik- myndastjarna, og sjálfsævisagan, sem Margaret Lockwood er nýbúin að skrifa, sannar þetta enn einu sinni. Margaret ólst upp í Upper Norwood, einu af úthverfum Lundúna. Móð- ir hennar hafði garaan af kvikmyndum og fór þar af leiðandi alloft í bíó, og það má segja, að í bíóunum hafi leiklistaráhugi Margaret litlu fyrst vaknað. Móðir hennar leyfði henni oft að koma með sér, og að þeim bíóferðum loknum var það segin saga, að telpan stældi dögum sam- an þá stjörnuna, sem hún hafði verið hrifnust af í það skiptið. Svo mikinn áhuga fékk hún á leiklistinni, að henni var leyft að fara í tima í framsagnarlist og söng. Hún varð nemandi í ýmsum kunnmn söngskólum, og í einum þeirra sá áhrifamikill leikhúsmaður hana og bauð henni hlutverk. En hún varð fyrir miklum vonbrigðum, þegar umboðsmaður hennar nokkru seinna sendi hana á fund Alexander Korda, hins kunna kvik- myndaframleiðanda. Korda sagði henni hreinskilnislega, að honum lit- ist ekkert á hana, og ráðlagði henni að losa sig hið bráðasta við allar leikaragrillur. Mörgum árum seinna, þegar htin var orðin heimsfræg, minnti hún Korda á þetta i veizlu. Hann sagði góðlátlega, að hann hefði svosem gert fleiri glappaskot um ævina. Til dæmis hefði hann eitt sinn hitt þýzka stúlku, sem þóttist búa yfir góðum leikhæfileikum, sagt henni skírt og skorinort, að hún væri til flests annars betur fallin og ráðið henni að reyna að krækja sér í góðan eiginmann. Hún hét Marlene Dietrich! Margaret fékk eitt eða tvö smáhlutverk í leikritum, en fékk að því loknu brezkt kvikmyndafélag til þess að taka hana í hæfnispróf fyrir framan kvikmyndavélarnar. Kvöldið áður en prófið skyldi fara fram, fór hún í bíltúr með „stráknum nágrannanna" — Rupert Leon, sem hún að lokum giftist. Hann ók á grindverk og hún rak höfuðið í framrúðuna og fékk glóðarauga! Verra gat naumast komið fyrir hana undir þessum kringumstæðum. „Ég hefði getað drepið hann!“ skrifar hún. En þegar hún mætti í prófinu, var bólgan samt talsvert farin að hjaðna. Pyrstu vikurnar var að sjá sem hún hefði fallið á hinu mikilvæga prófi. Enginn sendi að minnsta kosti eftir henni. En þegar umboðsmaður hennar fékk prófræmurnar lánaðar og sýndi forstöðumönnum Associated Talking Pictures þær, fékk-hún fyrsta kvikmyndarhlutverkið. Það var í myndinni „Lorna Doone“. British Lion kvikmyndafélagið gerði þar næst við hana starfssamn- ing, og átti hún að fá 23,000 krónur fyrir 50 daga vinnu fyrsta árið. Annað árið átti hún að fá 34,000 fyrir sömu vinnu, en að auki tæplega 500 krónur á dag fyrir þá daga, sem hún ynni umfram hina umsömdu fimmtíu. „Ég var orðin rík átján ára,“ skrifar Margaret. „Já, ég var orðin sterk- efnuð.“ Persónuleiki hennar, útlit og leikgáfa vakti strax athygli, hlutverk- in urðu stærri og stærri og þar kom, að hún var orðin ósvikin „stjarna.“ Þegar Gainsborough kvikmyndafélagið bauð henni þriggja ára starfs- samning með 140,000 króna launum á ári, og umboðsmaður hennar til- kynnti, að hann mundi ekki gera sig ánægðan með minna en 185,000, var móður hennar allri lokið. Hún var satt að segja stórhneyksluð á því, segir Margaret, að nokkrum manni skyldi detta í hug að borga telpu- krakka hátt á þriðja þúsund á viku. En talsvert var hún samt hreykin af þessari telpu sinni . . . Hitt er annað mál, að Margaret varð að leggja hart að sér. Þegar hún var við kvikmyndatöku í grennd við Nice, varð hún til dæmis að fara á fætur klukkan þrjú á morgnana, vera búin að láta sminka sig klukkan hálf fjögul' og aka í þrjá tíma til að komast í tæka tíð til vinnustaðarins uppi í fjöllunum. Þegar hún komst heim í hótelið á kvöld- in, var kominn háttatimi. Hún gifti sig klukkan niu um morgun, þaut beint frá brúðgumanum til vinnunnar, vann til klukkan hálf sjö um kvöldið — og mátti mæta aftur til vinnu klukkan hálf sjö næsta morgun. Margaret og Rupert voru gefin saman á laun, og var það vegna móður leikkonunnar, sem var ákaflega andvíg ráðahagnum. Hjónabandinu lyktaði líka illa. Eftir að þau höfðu eignast eina dóttur (Júlíu) 1941, urðu ýmiskonar atvik því valdandi, að þau urðu hvað eftir annað að vera fjarvistum dögum og jafnvel vikum saman. Striðið var í algleymingi og bæði önnum kafin frá morgni til kvölds. Að lokum skildu þau. Eftir skilnaðinn sneri Margaret sér af alefli að leiklistinni — og Júlíu, sem hún elskaði út af lífinu. Þegar hún varð vinnu sinnar vegna að dveljast fjarri barninu, var hún sífellt að hringja og spyrja um líðan þess. Hana langaði ekki einasta að verða góð leikkona heldur lika góð móðir, og hvortveggja tókst henni. Hún varð ákaflega hreykin, þegar Júlla byrjaði að leika ýms barnahlutverk með prýðisgóðum árangri. I bók sinni segir Margaret frá ýmsu skemmtilegu og fróðlegu um kvik- myndastjörnur og kvikmyndatöku. Til dæmis trúir hún lesendum sínum t fyi'ir því, að partar úr sjóðheitum ástaratriðum séu iðulega myndaðir — án þess að annar elskandinn sé viðstaddur. Það eru þeir partar, þar sem annar aðilinn fyllir út í tjaldið og horfir ástriðufullum augum á hinn elskandann. En þessi „hinn“ er bara kvikmyndavélin. liún komin ÞESSI stúlka er grísk og heitir Irene Papas. Hún skýrir svo frá, að frá því liún fyrst muni eftir sér, liafi hún verið staðráðin í að verða leikkona. Forehlrar hennar voru andvígir og þeir réðu þvi, að Irene tók stúdentspróf áður en hún helgaði sig leiklistinni fyrir alvöru. Nú til Metro-Goidwyn-Mayer, sem liefur látið liana fá mikið hlutverk í mikilli mjmd með hiniun fræga James Cagney Stewart Granger og dansmærin töfrandi EITTHVAD FYRIR 10 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.