Vikan


Vikan - 02.02.1956, Blaðsíða 14

Vikan - 02.02.1956, Blaðsíða 14
r HEIMILIÐ RITSTJÓRI: ELlN PÁLMADÓTTIR Rabb um snyrtingu við frú Astu Johnsen FYRIR rúnnun fimm árum kom frú Ásta Johnsen heirn frá Kaupmannahöfn,þar sem hún hafði í tíu ár rekið snyrti- stofu undir nafninu Jean de Grasse á Strikinu, sem allir íslend- ingar kannast við, þó þeir hafi aldrei komið út fyrir landsstein- ana. Þá flutti hún snyrtistofu sína liingað til Reykjavíkur og hefur rekið hana síðan í Pósthússtræti 13 undir sama nafni. I mestu frostunum í janúar, þegar mig sveið í andlitið af kulda, brá ég mér inn til frú Ástu og lagði fyrir hana spurn- inguna: — Fara ekki þessir kuldar illa með húðina? — Jú, húðin á íslenzkum kon- um er yfirleitt of þurr, þétt og lítið opin og það er lofts- laginu að kenna. Og ef húð- in er þurr, verður hún auð- vitað fyrr hrukkótt. Það er því um að gera að næra hana nægi- lega vel. Krem með lanolin og lecithin í eru mest nærandi fyr- ir húðina. Aftur á móti er ekki gott að nota krem með miklum ilmefnum. Hitaveituvatnið á líka sinn þátt í að gera húð reykvískra kvenna þurra. Auðvitað er ó- mögulegt að komast hjá því að nota það í baðvatn, en þær sem vilja vernda húðina, geta bætt fyrir það með því að bera á sig „lotion.“ Rigning hefur aftur á móti góð áhrif á húðina, gerir hana mýkri. Sérstök tegund af húð virðist yfirleitt einkennandi fyr- ir hvert land. — Og hvað getum við helzt gert fyrir útlitið? — Mikill svefn, hæfileg hreyf- ing og rétt fæði eru auðvitað höfuðatriði. Maður ætti að fara í gönguferðir og gefa sér tíma til að gera líkamsæfingar í tíu mínútur á hverjum degi. Kon- ur, sem vinna alltaf sömu störfin, beita ekki öllum vöðv- um jafnt. Eins er nauðsynlegt fyrir hvern mann að slappa af og sofna, þó ekki sé nema tíu mínútur á dag. Og hvað mat- inn snertir, þá er t. d. gott að borða fisk og ávexti, en mikið saltaður matur er óhollur fyr- ir líkamann. Vatn og sápa hreinsa ekki nægilega vel upp úr húðinni. Við verðum því að nota hreinsi- krem, sem þai'f að fá að liggja á húðinni í nokkrar mínútur áður en það er þurrkað af, svo að fitan komist ofan í hana. Síðan þarf að þvo það af með þar til- gerðu vatni, sem þéttir svitaholurnar. Því má aldrei gleyma, hversu seint sem mað- ur kemur heim, ckki fremur en að bursta tennurnar. Konur, sem komnar eru yfir þrítugt, þurfa reglulega að fá andlitsböð og nudd, til að halda blóðrásinni í lagi. Aftur á móti þarf ung og hraust húð ekki andlitsböð. — En hvernig er með þessar umtöluðu andlitslyftingar á eldri konum. Er nokkuð feng- izt við slíkt hér á landi? — Ekki svo ég viti til. En erlendis er það algengt, enda er þetta lítil aðgerð; aðeins sprett á húðinni við gagnaugim, strekkt á henni, saumað sam- an aftur og afgangsskinnið klippt af. IJti eru almennir læknar farnir að gera þetta. Slíkar aðgerðir þarf svo að end- urtaka með tíu ára millibili. Venjulega er það gert í fyrsta sinn á konum, þegar þær eru hálfsextugar. En vöðvarnir und- ir húðinni halda auðvitað áfram að vera slappir. Það finnst vel, þegar maður nuddar andlitið. — Hvað starfa margar stúlk- ur hér á stofunni og hvers kon- ar snyrtingu annizt þið? — Við erum 4 og önnumst andlitssnyrtingu, andlitsböð, handsnyrtingu, fótsnyrtingu, nudd með léttum líkamsæfing- um og svo höfum við kolboga- ljós. Það hefur verið gífurleg að- sókn að kolbogaljósunum, eink- um í ár, og mun það stafa af sólarleysinu síðastliðið sumar. Enda hafa ljósin örvandi áhrif á D-vítamínið í húðinni, eyða þreytu og eru styrkjandi. Þetta eru ákaflega sterk ljós, sterk- ari en t. d. háfjallasól, svo að þær sem einhverntíma hafa fengið í lungun mega ekki nota þau. En allar aðrar eiga óhræddar að geta notið þeirra. Læknar vísa fólki oft í kolboga- ljós til okkar. Kolbogaljósin eru góð fyrir bólótta húð, þurrka hana og drepa bakteríurnar. Þau lækna einkum þessar bólur sem ungl- ingsstúlkur fá á vissum aldri. — Ég sé að hér eru alls kon- ar snyrtivörur með merki snyrtistofunnar ? — Já, þær eru sérstaklega lagaðar fyrir okkur erlendis. Við höfum hér allar þær krem- tegundir, sem henta íslenzkri húð. — Hafið þér ekki tekið upp einhverjar nýjungar í snyrt- ingu ? — Eg fer árlega til útlanda, -til að kynna mér nýjungarnar í þessari grein, og nú síðast til Rómaborgar, og þá fer aldrei hjá því að maður komi heim með eitthvað nýtt. Ég hef veitt því athygli, að þrátt fyrir þá dýrtíð, sem rík- ir hér á landi, ér öll snyrt- ing yfirleitt ódýrari en annars staðar þar sem ég hef verið. Þetta sem ég hef verið að segja yður er auðvitað ekkert nýtt, segir frú Ásta að lokum. En ég fullvissa hana um, að mér hafi einmitt leikið hugur á að heyra, hvað henni, sem er sérfræðingur í þessum málum, fyndist um húð okkar, íslenzku stúlknanna og hvaða áhrif veð- urfarið hefði á hana. £inn snyrtiklefinn í snyrtistofu Jean de Grasse. Á miðri myndinni er lampi, sem gefur infrarauða geisla, en lengst til hægri stuttbylgjutæki (diathermivél), sem mikið er notað við andlitssnyrtingu. Herðasjölin vilja detta • Herðasjöl (stólur) eru fall- eg, ef þau liggja í fallegum fellingum um axlirnar, en ekki í kuðli um hálsinn eða hang- andi niður öðrum megin. Eink- um henta þau þeim stúlkum vel, sem þurfa að leyna slöpp- um öxlum. Þetta er nú allt gott og blessað, hugsið þið vafalaust, en það er ekki heiglum hent að hemja þessi sjöl og ekki má gleyma þeim nokkra stund, svo að þau séu ekki farin að aflag- ast. Ef þið lendið í slíku basli með herðasjalið, skulið þið reyna eitthvert þessara ráða næst, þegar þið farið út með það: 1. Takið endana á sjalinu saman, þangað til þeir eru hæfi- lega breiðir utan um ulnliðina og saumið svo saman hliðarn- ar, 7—8 sm. upp eftir erminni, sem þá myndast. 2. Eða brjótið upp á endana á sjalinu, svo að þar myndist vasar, sem hægt er að stinga höndunum í. 3. Eða saumið endana á sjal- inu saman, svo að hægt sé að láta það liggja í lausum hring utan um herðarnar. 4. En ef þið viljið heldur láta endana lafa lausa niður, þá er bezt að vera með háls- festi og festa mitt sjalið að ofan með lykkju eða þræði í festina aftan á hálsinum, eink- um ef sjalið er úr tjulli eða öðru léttu efni, sem hættir til að flögra út í buskann. SAMTlNINGUR ÞAÐ er misjafnt hvernig konur fara að því að brúna kartöfl- ur. Sumar hafa smjörlíki og sykur og svolítið vatn á pönnunni, og bæta ekki kartöflunum á fyrr en það er orðið ljósbrúnt. Aðrar brúna aðeins smjörlíkið og sykurinn og stinga kartöflunum undir vatn áður en þær eru látnar blautar á pönnuna. BRAUÐRISTIN er oft fyrir á eld- húsborðinu. Það er því hentugt að smiða litla hillu innan á skáp- hurðina, sem næst er innstungunni. Þá þarf aðeins að opna skápinn, þeg- ar nota á brauðristina. Þar getur hún svo staðið í friði, nema rétt á meðan hún er hreinsuð. INDVERJAR, sem liunna allra manna bezt að meðhöndla carrý, fórna höndum, þegar þeir sjá okk- ur, vesturlandabúana, hræra carrý út í vatni. Hvað sem á að gera við það á eftir, þá vilja þeir láta hrista það fyrst í smjöri í 2—3 mínútui1, og helzt með hökkuðum lauk. Þá fyrst sýnir það alla sina kosti og ilm- ar eins og vera ber, segja þeir. 14

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.