Vikan - 07.02.1956, Blaðsíða 11
V/orld ri'vliK
fi þessu stríði voru það
fangarnir sem sigruðu
út í ystu horn fangabúðanna og allt svæð-
ið bergmálaði af þessum óstöðvandi, nið-
andi hlátri. Föngunum var sannarlega
skemmt. Á dauða sínum höfðu þeir átt
von. En að Þjóðverjarnir hefðu kallað út
hundruð fílefldra hermanna til þess eins
að binda varnarlausa stríðsfanga, það
hafði þeim aldrei órað fyrir.
Stríðsfangarnir hlógu og hlógu — að
tveimur flugmönnum undanskildum, sem
notfærðu sér ringulreiðina til þess að
læðast aftan að einum fangabúðaverðin-
um og binda pínulítinn brezkan fána við
byssustynginn á rifflinum hans.
Þýzku hermennirnir litu kvíðnir á for-
ingja sína. Hinn fokvondi aðstoðarfor-
ingi var búinn að rífa af sér húfuna og
trampaði nú á henni hamstola af bræði.
Það var með herkjubrögðum að hann gat
látið heyra til sín, þegar hann að lokum
öskraði: ,,Gott og vel! Bindið bölvuð svín-
in. Ætli þeim finnist það svo skemmtilegt!“
Hann sneri sér á hæl og þrammaði af
stað út úr búðunum, en snarstansaði von
bráðar. Hann hafði komið auga á litla
brezka fánann, sem blakti svo sakleysis-
lega á byssu varðarins. Vörðurinn var
gamall maður, einn af mörgum, sem kvadd-
ir höfðu verið í herinn eimmgis til fanga-
búðastarfa, og hann horfði ringlaður og
hræddur á aðstoðarforingjann, sem stóð
skjálfandi fyrir framan hann og gat varla
talað fyrir reiði.
„Erkifíflið þitt! Sérðu hvað þeir eru
búnir að gera!“
Hinn dauðhræddi vörður sneri sér við
til þess að sjá hvað væri svona voðalegt,
og riffillinn hélt að sjálfsögðu áfram að
vera fyrir aftan hann. Það var sjón að
sjá andlitið á honum, þegar hann sneri sér
aftur að foringjanum og mændi undrandi
á hann.
,,Jæja, svo þú ert að reyna að vera
gamansamur!"
„Nein, herra aðstoðarforingi, nein . . .“
Framháld á bls. 18.
Skrifstofumaðurinn: Því miður, frú Rasmxna.
Ég get ekki ónáðað hann. Hann er á ráðstefnu.
Rasmína: Hvað ætlar þessi ráðstefna eiginlega
að standa lengi yfir? Ég er búin að hringja til hans
í allan morgun.
Skrifstofumaðurinn: Rasmína hringdi sex eða
sjö sinnum meðan þú svafst. Eg sagði henni að
þú værir á ráðstefnu.
Gissur: Ágœtt, ef hún hringir aftur, þá er ég
enn á ráðstefnunni.
Vikapilturinn: Hann er á ráðstefnu, frú
Rasmína og bannaði að láta ónáða sig.
Rasmina: Ilvort sem hann er á ráðstefnu
cöa ekki) þá vil ég fá að tala við hann.
Rasmína: Kvikindið þitt! Svo þetta er það sem þú kállar
ráðstefnu!
Jói káldi: Hvar kemst ég út héðan?
Siggi djarfi: Flýjum, piltar!
Gissur: Farðu varlega, Rasmína! Mundu
eftir gigtinni % þér!
Hjúkrunarkonan: Þér getið því miður ekki
farið inn til mannsins yðar núna. Lœknarnir
eru inni hjá honum á ráðstefnu.
Pabbinn: Lilli, hvað cr orði5 af sykurpollanum ?
Lilli: Eg lánaði frú Gvendólívu hanr. Mamma acgir aj
góðir nágranuar séu alltaf hjálplegir liver við anuan.
Einkaritarinn: Það eru einhverjir menn að spyrja
eftir yður, Gissur. Þeir segja að þér eigið von á þeim.
Gissur: Sœlir, piltar! Þið komið álveg mátulega.
Við skulum byrja.
Gissur: Ef konan mín hringir, þá er ég enn á ráð-
stefnunni.
Jói káldi: Gissur sér fyrir öllu.
Staður: Lamsdorf stríðsfangabúðirnar.
Stund: Heimsstyrjöldin síðari.
IBIRTINGU dag nokkurn voru allir
kanadisku hermennirnir, sem fangaðir
höfðu verið í Dieppe-orustunni, og allir
brezkir flugmenn í fangabúðunum kvadd-
ir út úr bröggum sínum og skipað í rað-
ir. Andspænis þeim og allt í kringum
þá stóðu alvopnaðir, þýzkir herflokkar.
Vélbyssum, sem stillt hafði verið upp
með fárra metra millibili, var beint að
stríðsföngunum. Það var greinilegt, að
það var eitthvað í bígerð.
Þegar búið var að telja fangana, birtist
þýzki fangabúðastjórinn á sjónarsviðinu.
I fylgd með honum var aðstoðarforingi
hans og túlkurinn. Sá síðarnefndi tók sér
stöðu frammi fyrir fangafylkingunni og
hrópaði:
„Viljið þið gefa mér hljóð, ja?“
„Ja!“ svöruðu fangarnir í dynjandi kór.
Þeim fannst byrjunin skopleg og gerðu
sér vonir um góða skemmtun. Aðstoðar-
foringinn varð vandræðalegur á svipinn,
en skipaði túlknum að halda áfram. Sá
heiðursmaður ræskti sig hátíðlega og
byrjaði að lesa upp heljarmikið skjal,
sem hann dró úr vasa sínum.
„Þýzka stjórnin hefur allt frá upp-
hafi gert sér far um að fylgja þeim al-
þjóðareglum um meðferð stríðsfanga, sem
kenndar eru við Haag og undirritaðar
voru þar 1926. Hún hefur því ávallt sýnt
stríðsföngum sínum nærgætni og reynt
eftir megni að veita þeim þann aðbúnað,
sem alþjóðalög mæla fyrir, að venjulegir
stríðsfangar skuli njóta.“
„Reyndu að komast að efninu! Áfram
með smjörið!“ og fleiri viðlík hróp kæfðu
rödd túlksins, þegar hér var komið lestr-
inum. Hann þagnaði ráðvilltur, unz að-
stoðarforinginn gaf honum merki um að
halda áfram. Fangabúðastjórinn mændi
þreytulega upp í loftið. Hann var tekinn
að eldast og hafði sjálfur verið stríðs-
fangi í heimsstyrjöldinni fyrri, og föng-
unum fannst hann oft öllu skilnings-
betri og nærgætnari en aðrir landar hans
Sögumaður: John Castlej fyrrum hermaður,
sem ritað hefur bók um ævintýri sín.
við fangabúðirnar. Enn hóf túlkurinn lest-
urinn:
„Þýzkum stjórnarvöldum brá því illi-
lega í brún, þegar það varð uppskátt, að
margir þeirra þýzku hermanna, sem féllu
í hendur Kanadamönnum, er þeir gerðu
hina árangurslausu innrásartilraun sína
við Dieppe, höfðu verið myrtir skömmu
eftir handtöku. Lík þeirra skildu innrás-
armennirnir eftir með hendur enn bundnar
á bak aftur.“
Nú hafði slegið þögn á allan fanga-
hópinn og menn litu spurnaraugum hver á
annan. Hver f járinn var eiginlega á seiði ?
Túlkurinn saug upp í nefið og skotraði
augunum til aðstoðarforingjans, og þegar
sá síðarnefndi kinkaði kolli hélt hann á-
fram lestrinum.
„Vegna þessa atburðar, hafa þýzku
stjórnarvöldin ekki um annað að velja, en
að mótmæla þessari villimannslegu að-
ferð með því að refsa ekki einasta þeim
mönnum, sem voru þátttakendur í glæpn-
um, heldur og þeim miskunnarlausu bóf-
um, sem á hverri nóttu láta sprengjum
sínum rigna yfir Þýzkaland og drepa
hundruð saklausra kvenna og barna.“
Það var alger þögn í fangabúðunum. Svo
heyrðist lágt hvísl: „Jæja, þeir virðast
þá ætla að skjóta okkur!“
„Framvegis,“ hrópaði túlkurinn, „verð-
ur því sá háttur hafður á, að allir með-
limir brezka flughersins í þessum fanga-
búðum og allir kanadiskir stríðsfangar
verða látnir vera með bundnar hendur
frá níu að morgni til níu að kvöldi.“
Hann lauk lestrinum og þýzku hermenn-
irnir bjuggu sig undir mótmælin, sem
þeir ætluðu að mundu fylgja orðum hans.
Stríðsfangarnir hlutu að reyna að hindra
framkvæmd refsingarinnar með almennu
uppþoti.
Það hefði mátt heyra saumnál detta.
Svo heyrðist niðurbældur hlátur og svo
byrjuðu þeir að hlægja hver af öðrum
stríðsfangarnir, unz hláturinn hafði breiðst
B4RMIÐ
BLESSAÐ
Lilti: Já, ég veit a5 hann cr til, frú Gvendó
lína.
GISSUR SITUR Á RÁÐSTEFNU.
Mamman: Viltu fara upp til hennar Sigríðar og fá lánaðan einn
bolla af sykri?
Pabbinn: Sjálfsagt, elskan!
Lilli: Heldurðu að Sigríður láni pabba sykurinn, Pabbinn: Sjáðu, ég fékk sykurinn handa
mamma? mömmu þinni.
Mamman: Auðvitað gerir hún það. Hún er góður ná-
granni — og góðir nágrannar eru hjálplegir hver við annan.
10
11