Vikan


Vikan - 07.02.1956, Blaðsíða 5

Vikan - 07.02.1956, Blaðsíða 5
mér að þú ættir að þekkja hana. (Hún horfði blíðlega á Olgu). Já, mér finnst rétt að segja þér hana. Dag nokkurn fór Xavier út, til að . . . kaupa skartgrip, sem átti að vera gjöf til unn- ustu hans . . . skartgrip, serii Elena hafði mikla ágirnd á. — Hálsfesti úr tópösum? — Já, svaraði gamla konan þreytulega. — Hálsfesti úr tópösum. Ég veit ekki hvað gerðist þegar hann kom heim. Ég var ekki heima og hof ekki getað komizt að því. Síðar hefur mér skilizt, að Xavier hafi hlustað á samræður Elenu og Andrésar, án þess að þau vissu af honum. Hann var alveg frávita . . . svo að hann sleppti sér alveg og gerði hræðilegt, vitfyrringslegt glappaskot. Olga hlustaði með opinn munn. Hún vissi ekki hvort gamla konan gerði sér grein fyrir því, hvílíkan áhuga hún hafði fyrir orðum hennar. — Hann lét sem hann hefði ekkert heyrt og bauð Elenu út að aka í bílnum sínum . . . Minningin um þetta bar gömlu konuna ofur- liði og hún huldi andlitið í höndum sér. — Hann olli viljandi slysi, því hann vildi deyja og draga Elenu í dauðann með sér. Olga lét sig falla niður á stól. Hún var búin að gleyma öllu öðru, stefnumótinu við Paul, öllum þcim þjáningum, sem hún var búin að þola, öllu! — Af einhverri kaldhæðni örlaganna slapp Elena ómeidd úr slysinu og giftist Andrési. En Xavier meiddist hættulega. „Allt í einu var allt tapað. Konan, sem ég elskaði og hljómlistin líka,“ hafði hann sagt. — Fingurnir á honum voru stífir . . . og þar af leiðandi gat hann ekki leikið á fiðluna framar. Hann lá lengi í rúminu, um það bil eitt ár. Eftir það virtist hann sætta sig við þetta. Sætta sig við hjónaband Elenu og Andrésar, á ég við. En ég vissi, að hann mundi aldrei gleyma því. 1 stað ástar kom hatur. Innibyrgt hatur, sem hann elur enn með sér. Skilurðu hvílíkur harmleikur þetta er, væna mín? Olga reyndi að koma jafnvægi á tilfinningar sínar, þvi hún var öll í uppnámi, þegar hún kom út á götuna, eftir að hafa róað móður Xaviers eftir beztu getu. Loksins kom hún auga á Paul og virti hann undrandi fyrir sér, því hann kom henni svo ein- kennilega ókunnuglega fyrir sjónir. En sú til- finning hvarf um leið og þau fóru að tala saman. — Þú lítur betur út í dag, elskan. Hvar viltu borða ? Þau fóru inn í veitingahús, sem listamenn sóttu, í miðri borginni. — Þér mun áreiðanlega geðjast að heimilinu okkar í Bandaríkjunum, elskan. Á hverjum degi eru á borðum maís- kökur og eplaterta. Við höfum hesta og stóran hund: Grovenor. Og líka kýr . . . Heldurðu að þú getir orðið hamingjusöm þar? spurði hann og það brá fyrir kvíða í röddinni. —- Þú ert kannski búin að fá nóg af því að lifa í fásinn- inu? — Mér mun líða vel hvar sem er, ef ég er með þér, Paul. Ég skrifa þér fljótlega. Og þú verður að skrifa mér frá París. Ég segi þér frá öllu .... sem viðkemur okkar máli. Ég ætla að ræða við Xavier . . . Ég hugsa að þetta fari allt vel. Tíminn leið með ótrúlegum hraða. Olga vildi fylgja Paul út á flugvöllinn og þau komu við á hótelinu til að sækja farangurinn. Úti á flug- vellinum stóðu þau og virtu fyrir sér flugvélarn- ar og farþegana, sem komu og fóru. — Ég er alveg eyðilagður yfir að þurfa að skilja þig hér eftir. Það veiztu, er ekki svo? Skilurðu mig? Mig langar til að taka þig með mér núna . . . en allir þessir smámunir, sem svo fullt er af í lífi okkar, ráða meiru . . . Olga andvarpaði og sagði: — Já, allir þessir smámunir í lífinu. — En ég kem aftur til að sækja þig. Því lofa ég. Strax og þú gefur mér bendingu um það. Og þú getur notað ávísunina, sem ég fékk þér, hve- nær sem þú þarft á peningum að halda. Fraviliald á bls. 18. Þegar við lekum á skólakennarann ÞÝDD SMÁSAGA SÆLL, Albert, sagði ég um leið og ég kom inn í veitingastofuna á gaml- árskvöld. — Hefurðu verið að horfa á bálið ? Það kom fyrirlitningarsvipur á Al- bert og hann hvolfdi í sig bjórnum úr glasinu sínu, áður en hann svaraði. — Þessi bál eru ekkert í samanburði við það sem þau voru í gamla daga. Þá var nú eitthvað um að vera! Ég man sér- staklega eftir einu gamlárskvöldi, þeg- ar ég var smástrákur. Þá kom Siggi, skólabróðir minn, til mín, þegar ég var að fara heim úr skólanum . . . Og hér fer á eftir það sem gerðist, samkvæmt frásögn Alberts . . . — Halló Albert! Ætlarðu að gera eitthvað sérstakt á gamlárskvöld ? sagði Siggi undirfurðulega. — Nei, bara að horfa á álfabrenn- una. Ekkert annað! — Ekkert varið í það, sagði Siggi. — Komdu, ég skal sýna þér nokkuð. Svo tók hann í ermina mína og dró mig með sér inn í kjarrið. Þar leit hann vandræðalega í kringum sig, beygði sig svo niður að holu og dró upp trékassa. Ég varð að lofa að segja engum frá þessu, áður en hann opnaði kassann. Hann var fullur af sprengi- efni. Það hljóta að hafa verið upp und- ir 50 kínverjar og alls kyns sprengjur í kassanum. — Hvar hefurðu fengið þetta, Siggi spurði ég. — Safnaði mér fyrir því, svaraði hann stuttlega. Ég trúði honum ekki, en vissi að tilgangslaust væri að spyrja aftur. Siggi vildi gera svo mikið úr öllu. Hann svalaði því ekki forvitni minni, fyrr en hann var búinn að koma kass- anum aftur fyrir á sínum stað og láta mig elta sig langa leið. — Sérðu húsið þarna? spurði hann þá. Skólahúsið blasti við okkur með áföstu íbúðarhúsi kennarans. Það stóð afskekkt, nokkurn spöl frá þorpinu. Engum okkar geðjaðist að gamla skóla- kennaranum. Hann var reglulegur harð- stjóri, sem stjórnaði börnunum með löngu priki og jafnvel stundum með þunga göngustafnum sínum. — Hvað ætlarðu að gera, Siggi ? hvíslaði ég fullur eftirvæntingar. Hann kvaðst ætla að ráðast á hús- ið með flugeldum og sprengiefnum á gamlárskvöld. — Ég ætla að gera gamla svíðinginn viti sínu fjær af hræðslu, tautaði hann. Ég varð alveg agndofa yfir þessari dyrfsku, en samt sem áður fannst mér hugmyndin ákaflega snjöll. — Má ég vera með, Siggi ? spurði ég. Hann kinkaði kolli og við fórum að bollaleggja hverja við ættum að taka í félag við okkur. Siggi áleit bezt að við yrðum aðeins fjórir, einn fyrir framan húsið, einn við bakhliðina og aðrir tveir sinn hvoru megin. Þá gæt- um við allir í einu fleygt logandi kín- verjum inn um gluggana, þegar einn okkar gæfi merki. Við völdum Jakob og Jóa. Við létum enga aðra vita um þetta og fannst við vera reglulegir samsæris- menn, þegar við hittumst eftir kennslu- stundirnar og stungum saman nef jum. Tíminn leið ákaflega hægt. Loks kom þó hið langþráða kvöld og til allrar hamingju var ekki rigning. Þetta var stjörnubjart og kyrrlátt kvöld. Allir þorpsbúar streymdu út á engið, þar sem búið var að safna stórum bálkesti. All- ir nema við, sem læddumst í gagnstæða átt. Þegar við vorum komnir á áfanga- stað áttaði Jói sig á því, að hann hafði gleymt eldspýtunum, svo að Siggi varð að senda hann til baka eftir þeim. Meðan við biðum, heyrðum við fóta- tak í nánd við okkur, en við sáum ekk- ert annað en bjarmann frá bálinu í fjarska. Þegar Jói kom aftur, tók ég mér stöðu og hafði ekki augun af hálfopn- um glugga, sem ég átti að kasta kín- verjum inn um. Mér var þungt um andardráttinn og óskaði þess af heilum hug, að kennarinn væri þeim megin í húsinu, en ekki í framstofunni, eins og helzt leit út fyrir. Allt í einu heyrði ég spóavælið í Sigga, kveikti í snatri í kínverjanum og kastaði honum inn um gluggann. Það gerðu hinir líka og nú heyrðust brak og brestir innan úr húsinu. Ég ætlaði að fara að kasta öðrum kínverja, þegar ég sá að fótur kom út um gluggann og síðan heill mannslík- ami. Um leið og hann lenti á jörðinni, birtist önnur mannsmynd. — Siggi! Jakob! Þjófar! hrópaði ég og hljóp af stað á eftir mönnunum og lét sprengjurnar dynja á þeim. En þeir voru of fljótir að hlaupa, svo brátt voru þeir horfnir. — Og þannig fór þetta prakkara- strik okkar, lauk Albert máli sínu. — Við komum í veg fyrir þjófnað í skóla- húsinu. Enda hefðum við ekki getað hrætt gamla skólakennarann hvort sem var, því hann var að horfa á bálið og ekki heima. I UM leið og ég ók út úr þorpinu morg- uninn eftir, ákvað ég að líta á gamla skólahúsið. Það reyndist vera snoturt lítið hús. Ég ætlaði að fara að stíga aftur upp í bílinn, þegar ég sá skilti á veggnum. Á því stóð: Endur- byggt eftir bruna 1880. Þegar ég ók í burtu, gat ég ekki stillt mig um að efast um að Albert hefði í raun og veru lokið sögu sinni. VEIZTU? 1. Hver var fyrsti landlæknir á Islandi? 2. Hvað eru 30 mörg % af 50? 3. Hver var það, sem gaf skipun um að drep- in skyldu öll sveinbörn í Betlehem, tveggja ára og yngi'i? 4. Eru allir þeir, sem hafa kosningarétt, kjörgengir ? 5. Hvaða kona hefur hlotið heimsfrægð fyrir að halda veizlur i nafni annarra og fyrir annax'ra fé? 6. 1 hvaða synfóníu notaði Beethoven kór? 7. Eftir hvei'n er ljóðið „Drink to Me Only with Thine Eyes“ við lag, sem ýmsir ísl. textar eru sungnir við (t. d. Kvöldið er fagurt . . .)? 8. Hvað heitir syðsti oddi Afi-íku? 9. Hvei’s konar skepna er andanefjan? 10. Gáta: Hjá sængum víða situr ein, sú fram skottið býður, frískar ýta, flámynt gein, fögur á allar siður. Sjá svör á bls. 18. 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.