Vikan


Vikan - 23.02.1956, Blaðsíða 6

Vikan - 23.02.1956, Blaðsíða 6
Hvort sem þær eru veisluklæddar eða í tötrum — ALLTAF JAFIM AÐLAÐAIMDI! ¥ ÞAÐ er til kvenfólk, sem gætt er svo mögnuðum yndisþokka, að ekkert — já, hreint ekkert — getur dulið hann. Það eru til þær konur, sem hafa þannig persónuleika og framkomu, að það er sama í hvernig búningi og við hvaða aðstæður þær sýna sig: þær vekja ævinlega verðskuldaða athygli. Þetta á ekki hvað síst við um ítölsku kvikmyndadísirnar, sem nú fara sigurför (á sýningartjaldinu) um allan heim. Þeim er ef til vill bezt lýst þannig, að þær búi yfir seiðmögnuðum persónuleika. 1 þessari grein mun ég gera mér far um að bregða upp svipmyndum af nokkrum þeirra. Það er ætlun mín að sýna, að sé kona á annað borð gædd sérstæðu aðdráttarafli, þá megni í rauninni ekkert að dylja það. Þið kannist eflaust mörg við Silvönu Mangano. Sáuð þið hana í myndinni, þar sem hún vann á ítölsku hrísgrjónaökrun- um? Hún var í stuttbuxum og rifinni blússu, óhrein og ókembd. Þó varð hún fræg fyrir þessa kvikmynd og þetta gerfi. Hún þótti fegurri svona á sig komin en skærasta Hollywoodstjama í sínu fínasta skarti. Italskir kvikmyndaframleiðendur eru raunsæir. Ef þeir búa til mynd um sveitastúlkur, sem strita úti á akri frá morgni til kvölds, þá láta þeir gerfi þeirra vera í samræmi við það. Þeir mála þær ekki og púðra, eins og starfsbræður þeirra í Ameríku. Italskar sveitastúlkur minna á sveitastúlkur en ekki á kvikmyndastjörnur, sem bara eru að leika slíkar stúlkur. Annað mál er það, að Itölunum tekst að géra hinar tötralegu kaupakonur sínar mun girnilegri ásýndum en amerísku gerfi- stúlkurnar. Italskir kvikmyndaframleiðendur eru heldur ekkert hrædd- ir við að sýna stjömurnar sínar eins og venjulegt dauðlegt fólk. I nýrri mynd, sem hin fræga Sophia Loren leikur í, sér mað- ur hana gera morgunleikfimi í náttfötum, hengja út þvott, matreiða og meir að segja bursta í sér tennurnar. 1 annarri mynd, sem gerist í sjávarþorpi, sér maður hana oftast í baðm- ullarskyrtu, stuttbuxum og gúmmístígvélum. En glatar hún í þessum búningi einhverju af hinni annáluðu fegurð sinni? Því er öðru nær. Hún er lokkandi fögur, jafnvel þegar hún í þokka- bót er látin setja upp gamlan og slitinn stráhatt. Árangurinn er meðal annars sá, að þótt stúlkan sé falleg, á maður ekkert bágt með að trúa því, að hún lifi og starfi í hinu fátæklega sjávarþorpi. Þess má raunar geta, að áður en mynda- takan hófst, varð Sophia að læra að róa, stjóma mótorbát, skera þang — og gera að fiski. Hún lærði þetta hjá fólkinu í þorpinu þar sem myndin var tekin. Gina Lollobrigida er önnur ítölsk leikkona, sem orðin er heimsfræg. Hún er vissulega fögur og aðlaðandi í fallegum fötum. En það furðulega er, að hún er ekki síður fögur, þegar hún er komin í tötrana, sem sum hlutverk hennar krefjast. I myndinni „Brauð, ást og afbrýðisemi" sér maður hana oftast úfna og berfætta í gömlum og rifnum kjól. Hún er ómáluð að mestu. Og þó er öll persónan gædd frábæru og dularfullu að- dráttarafli. Ég ímynda mér, að fáar amerískar leikkonur hefðu getað leikið hlutverk Giuliettu Masinu í myndinni ,,Vegurinn“ — það er að segja án þess að illa færi. Amerískar leikkonur njóta sín einhverra hluta vegna ekki sem tötralingar. Giulietta lék blásnauða stúlku á hrakningum. I amerískri mynd hygg ég að stúlkan hefði verið látin klæðast vandlega krumpnum gallabuxum og ,,fátæklegri“ sportskyrtu. Leikstjór- inn hefði svo að sjálfsögðu gætt þess vandlega, að hinn „fá- tæklegi" búningur umkomulausu stúlkunnar spillti á engan hátt vaxtarlagi hennar. En hvernig er Giulietta látin birtast á sýningartjaldinu ? Hún er í vinnubuxum, sem girtar eru ofan í grófa ullarsokka. Hún er í reimuðum skóm. Hún er í ermalangri peysu og göt á báðum olnbogum. Og hún er með úfinn drengjakoll. En hún sýnir okkur ekki einasta sanna mynd af allslausri flökkustúlku — henni tekst líka að vera einstaklega aðlaðandi! Italirnir eru þarna í sérflokki. Þeir kunna að láta kvik- myndadísirnar sínar njóta sín án þess að strá framan í þær pundi af púðri og klæða þær í 10,000 dollara samkvæmiskjóla. Lueia Bose heitir enn önnur stúlka, sem er fögur án þess að minna mann á snyrtistofu-auglýsingu. Hún kvað (meðal annars) hafa alveg einstaklega fagra fætur. En þegar ítalsk- ur leikstjóri skipaði henni að klæða þessa fögru fætur sína í pokalegar vinnubuxur, og bætti gráu ofan á svart með því að láta hana klæðast stormtreyju, sem hneppt var upp í háls, tók hún því sem sjálfsögðum hlut. Hún treysti sér nefnilega til þess að vera falleg, án þess að veifa fótunum framan í bíó- gesti. Hún treysti því, að með leik sínum og framkomu mundi hún geta komið hinum sérstæða yndiþokka sínum á framfæri — þrátt fyrir hinn óyndislega klæðnað. Og henni brást ekki bogalistin. Hvernig fellur bíógestum almennt við ítölsku „raunsæis- stefnuna"? Alveg ágætlega. Italskar kvikmyndir eru vinsælar um allan heim og ítölsku kvikmyndadísirnar eiga sennilegast engu færri aðdáendur en starfssystur þeirra í Ameríku. Það er jafnvel ástæða til að ætla, að ameríska kvikmyndatízkan sé á undanhaldi; að bíógestir séu orðnir dauðleiðir á þeirri ,,hefð“, að hvorki megi sjást hrukka né blettur á fallegum kvenmanni. Við höfum öll séð amerískar myndir, þar sem kvikmynda- dísin lendir í 100 hnúta fárviðri, syndir yfir beljandi ár og dett- ur niður ægilegar aurskriður — án þess að eitt hár fari úr skorðum á hinu fagra höfði hennar. Eg man eftir einni slíkri mynd með Paulette Goddard. Hún er úti á reginhafi í stórsjó og ofsaveðri. Karlamir á skútunni em dúðaðir upp fyrir haus. En Paulette — jú, einhver hefur lánað henni olíukápu, en hún hefur hana flakandi frá sér. Ég fullyrði ekki, að það sé henni að kenna. Mig grunar að leikstjórinn hafi komist að þeirri niðurstöðu, að það færi Paulette illa að hafa flíkina hneppta að sér. Svo að þarna stendur hún í látlausri ágjöf og kolvitlausu veðri, rígheldur sér í borðstokkinn og þenur bert brjóstið móti fárviðrinu! Dálagleg vitleysa. Stúlkurnar í Hollywood — og leikstjór- arnir þeirra — ættu sem fyrst að taka sér ítalina til fyrir- myndar. Það er nefnilega sannað, að ef kvikmyndadísir á annað borð kunna til verks, geta þær verið stórfallega hverju sem þær klæðast. — ALISON BARNES. Myndin: Sophia Loren í sjávarþorpinu

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.