Vikan


Vikan - 23.02.1956, Blaðsíða 8

Vikan - 23.02.1956, Blaðsíða 8
sem Hann leit á lífið og veröldina Eitt allsherjar grín Smásaga eftir Henry Lawson DAVÍÐ REGAN, JIMMI BENTLEY og ANDl PAGE voru að bora í Grjótvíkinni, í leit að gullkvarzauðugu lagi, sem átti að vera einhvers staðar þar í nánd. Það á alls staðar að vera gulllag einhvers staðar í grendinni; spurningin er bara hvort það sé á 300 eða mörg þúsund metra dýpi og þá í hvaða átt. Þeir voru búnir að rekast á æði harða grjótklöpp, ásamt vatni og það hélt þeim við efnið. Þeir notuðu gamaldags sprengjupúður og kveikiþráð. Þeir bjuggu til kepp eða skothylki fyrir púðrið úr sterkum baðmullardúk eða striga, saumuðu saman opið og bundu það utan um endann á þræðinum. Svo dyfu þeir sprengj- unni í brædda tólg, til að gera hana vatnsþétta, þurrkuðu bor- holuna eins vel og þeir gátu, hentu sprengjunni niður í hana ásamt þurrum sandi og fyrir forhlað höfðu þeir þjappaða leðju og brotna steina. Árangurinn varð venjulega ljót hola á botni borholunnar og nokkrar tunnur af brotnu grjóti. Það var nóg af fiski í víkinni; vatnafiski, þorski, steinbít og skötu. Öllum þótti þeim fiskur góður og Andi og Davíð höfðu auk þess gaman af að veiða. Andi gat hangið við veið- arnar í þrjár klukkustundir samfleytt, ef örlítið nart eða bit stappaði í hann stálinu öðru hverju — svona á tuttugu mín- útna fresti. Kjötkaupmaðurinn var líka alltaf fús til að láta þá fá kjöt fyrir fisk, ef þeir veiddu meira en þeir gátu torg- að; en nú var kominn vetur og fiskurinn beit treglega á. En vatnið stóð lágt í víkinni, sem var nú aðeins samansafn af gruggugum pollum, allt frá holum með nokkrum fötum af gruggugu vatni í og upp í tveggja metra djúpa polla, svo að þeir gátu náð fiskinum með því að ausa upp úr minni poll- unum og grugga vatnið í þeim stærri, þangað til fiskarnir komu upp á yfirborðið. Þá datt Davíð snjallræði í hug. — Því sprengjum_ við ekki bara upp fiskinn í stóra pollin- um? sagði hann. — Ég ætla að reyna það. Hann hugsaði málið og Andi kom því í framkvæmd. Andi sá venjulega um verklegu hliðamar á kenningum Davíðs, ef þær vom þá framkvæmanlegar og á honum lentu ásakanir og ertni hinna, ef þær voru það ekki. Hann bjó til um það bil þrisvar sinnum stærra sprengju- hylki en þau, sem þeir notuðu á klappirnar. Jimmi sagði að það væri nógu stórt til að sprengja botninn úr ánni. Innri sekkurinn var úr sterkum baðmullardúk; Andi stakk endan- um á 180 sm. löngum kveikiþræði langt ofan í púðrið og batt síðan opið á pokanum fast utan um hann með snæri. Hug- myndin var að sökkva hylkinu ofan í vatnið með sprengiþráð- inn bundinn við flotholt á yfirborðinu, svo að auðvelt væri að kveikja á honum. Andi dýfði pokanum ofan í bráðið býflugna- vax, til að gera hann vatnsþéttan. — Við verðum að láta sprengjuna vera kyrra svolitla stund áður en við kveikjum í henni, sagði Davíð, svo að fiskarnir geti jafnað sig eftir ótt- ann, þegar við komum henni fyrir og fari að sniglast aftur í kringum flotholtið; við verðum því að hafa sprengjuna vel vatnsþétta. Utan um sprengjuna vafði Andi svo segldúkspjötlu — eins og þeir notuðu í vatnspoka — til að gera sprengjuna öflugri, auðvitað samkvæmt tillögu Davíðs, og utan um það límdu þeir brúnan pappa, eins og er á „kínverjunum“. Svo lét hann pappann þoma í sólinni, saumaði tvöfaldan segldúk utan um og vafði allan vöndulinn með sterkri fiskilínu. Ráðagerðir Davíðs voru nákvæmar og hann var oft vanur að gera uppfinning- ar sínar úr engu. Sprengjuhylkið var nú orðið nægilega hart og sterkt — alveg fyrirtaks sprengja; en Andi og Davíð vildu ekki eiga neitt á hættu. Andi saumaði aftur utan um sprengj- una baðmullardúk, dýfði henni í bráðna tólg og vafði gadda- vírsspotta utan um, deyf henni aftur í tólgina og lagði hana varlega upp að tjaldhæl, þar sem hann þóttist viss um að finna hana aftur, með kveikiþráðinn vafinn lauslega utan um. Því næst gekk hann að eldinum, til að stinga í kartöflur, sem suðu þar í tinkatli og til að steikja rifjasteik í hádegismat- inn. Jimmi og Davíð áttu vakt úti við borholuna þennan morgun. Þeir höfðu stóran svartan veiðihund — eða öllu heldur of- vaxinn hvolp, stóran og heimskan ferfættan náunga, sem alltaf var að flækjast í kringum þá og slá þungri rófunni, sem sí- fellt sveiflaðist eins og svipa, í fæturnar á þeim. Andlitið á honum var venjulega eitt bjánalegt, slefandi ánægjubros yfir hans eigin heimsku. Hann virtist líta á lífið, veröldina, hina tvífættu félaga sína og sitt eigið hundseðli sem eitt allsherjar grín. Hann var vanur að sækja hvað sem var og bar mest af ruslinu, sem Andi fleygði, aftur heim að tjöldunum. Þeir höfðu átt kött, sem dó í mestu hitunum og Andi fleygði inn í runn- ana langt í burtu. Snemma einn morguninn fann hvolpurinn köttinn, um það bil viku eftir að hann dó, bar hann til baka og lagði hann rétt innan við tjaldskörina, þar sem hann gerði bezt vart við sig, þegar félagar hans vöknuðu og byrjuðu að þefa tortryggnislega út í kæfandi molluna, sem fylgdi sólar- upprásinni. Hann var líka vanur að sækja þá, þegar þeir voru að synda. Þá stökk hann út í vatnið á eftir þeim, tók hend- ina á þeim upp í sig og reyndi að synda með þá, en klóraði bara nakta líkama þeirra með klónum. Þeim þótti vænt um hann vegna léttlyndis hans og heimsku, en ef þeir ætluðu að skemmta sér við að synda, þá urðu þeir að binda hann heima við tjöldin. Hann fylgdist af áhuga með því um morguninn þegar Andi var að búa til sprengjuna og tafði hann heilmikið með því að reyna að hjálpa til; en um hádegisbilið þaut hann út á námu- staðinn, til að athuga hvemig Davíð og Jimma gengi og til að skokka með þeim heim í matinn. Andi sá til ferða þeirra og setti pönnuna með rifjasteikinni yfir eldinn. Andi var mat- Tízkumærin kann bezt við sig í frumskógunum JEAN UEDLOFF hoitir stúlka, sem í rauninni lifir tveimur lífum. I>að er auðvelt að trúa því, að þessi hávaxna, laglega stúlka iifi á þvl að sýna fatnað á tízkusýningum í París og Bóm. Hitt er erfiðara að skilja, að hún sé líka vel metinn Iandkönnuður. Hún er fædd og uppalin í New York. Þegar hún fór f skemmti- ferð til ltalíu fyrir þremur árum, hafði það aidrei hvarflað að henni að gerast landkönnuður. A Italiu kynntist hún á hinn bóginn AI- fonso Vinci og Enrico Middleton, sem orðnir voru kunnir fyrir gimsteinaleit sína f frumskógum Venezuela. I>eir sögðu henni, að þeir væru að leggja upp f leið- angur tíl Paraguay, og væri ferð- in í þetta skipti einkum farin f þeim tilgangi að safna sjaldgæf- um plöntum. Þegar henni bauðst það, féllst hún á að slást í förina. Þegar leiðangurinn lagði inn í frumskógana, byrjaði Vinci og aðrir að efast um, að hún gæti haldið lengra, en Jean vakti furöu þeirra aUra með hugrekki sínu. Hún virtist satt að segja ekki kunna að hræðast hin ægilegu viUidýr, sem sífeUt urðu á vegi þeirra. „1 skógunum er ég algerlega kvíðalaus,“ tjáði hún mér. „Ég veit ekki, hvernig á þvf stendur, því að ég er ekki fyrr komin til borganna aftur en ég verð svo taugaóstyrk, að ég á bágt með að borða.“ Eitt sinn var hún umkringd villimönnum af kynflokki þeim, sem talinn er grimmastur og blóð- þyrstastur í Paraguay. í>eir veif- uðu spjótum sfnum og bogum, voru málaðir frá hvirfli til Uja og dönsuðu vitfirringslegan strfðs- dans f kringum hana. Jean stóð hin rólegasta og horfði á aöfar- irnar, rétt eins og hún væri stödd í meinlausu kaffiboði. Þegar þessu hafði farið fram um hríð, þreytt- ust viUimennimir á dansinum og hurfu f skóginn án þess að gera henni mlnnsta mein. 1 leiðangursferðinni tókst Jean að ná pínulitlum apa lifandi. Hún kallar hann Fmcchi og hann fylg- ir henni. hvert sem hún fer. Oft ber hún hann á öxlinni, þegar hún fer út að ganga. „Ég veit ekki hvað ég gerði án hans,“ segir hún. „Hann er ótrúlega mikill mann- þekkjari." Ég hitti Frucchi fyrst f hinu annáiaða Greco veitingahúsi í Róm. Hann var grunsamlega stilltur, rétt eins og hann væri feiminn innan um allt þetta stáss. Svo leit ég niður fyrir mig og sá, að hann var búinn að taka einn rauðu fauelspúðanna og rffa stærðar gat á hann. Við flýttum okkur að taka tU fótanna. Nú er Jean að undirbúa nýjan leiðangur. Hún iðar af óþolin- mæði. Hún viU komast inn f skóg- ana aftur. „Ég hef kynnzt fleiri villimönnum hér í Róm en þar,“ tjáði hún ftölskum fréttamanni fyrir skemmstu. — BRIAN GLANVILLE. * v 8

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.